Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 88
(áhersla, hrynjandi o.fl.). Það eru því fjögur þrep í þessari afleiðslu eins og
sýnt er í afleiðslu hvölum (þgf.ft.) í (7):
(7) a. Orðasafnsmynd #hval-r#
b. Beygingarmynd #hval-um#
c. Hljóðkerfismynd /hval-um/ + u-hljóðvarp
d. Framburðarmynd [kʰvœːlʏm]
Þegar umræðan um óhljóðverpta stofna í 3. kafla er borin saman við hina
málfræðilegu afleiðslu vaknar spurningin um það hvar í þessu ferli stofn-
inn í stofnsamsetningum eigi heima. Hver þessara mynda skýrir best til-
veru stofnsins í stofnsamsettum orðum, t.d. í samsetta orðinu hval-
skurður? Er það orðasafnsmyndin #hval-r#, beygingarmyndin #hval-Ø#
(þf.et.) eða hljóðkerfismyndin /hval-Ø/? Ekki er einfalt að skera úr um
þetta því öllum myndunum hér að ofan fylgir pláss fyrir beygingarend-
ingu hvort sem það er ómarkaða nefnifallsendingin eða aðrar endingar.
Orðasafnsmyndin er líklegur kandídat því hún er sjálf uppflettimynd
orðsins áður en beygingarendingum er úthlutað. Þessi lausn er hins vegar
hæpin fyrir myndun stofnsamsetninga því orðasafnsmyndinni fylgir beyg -
ingarending. Hægt væri að halda því fram að þarna sé um að ræða beyg-
ingarmynd, þ.e. þolfallsmyndina, því hún er án endingar. Hægt er að
skýra hluta stofnsamsetninga með þessum hætti, þ.e. með því að segja
sem svo að í dæmum eins og armband, borðplata og myndlist sé um að
ræða þolfallsmynd í fyrri lið því hún er endingarlaus. Hið sama er hægt
að segja um hljóðkerfismyndina, þ.e. hina eiginlegu baklægu gerð áður en
hljóðkerfisreglur virka á hana. Það sem mælir hins vegar á móti því að
stofninn sé beygingarmynd eða hljóðkerfismynd eru stofnsamsetningar
með óhljóðverpta stofna eins og áður var um rætt (sjá kafla 3.4 og 3.5).
Afleiðslan eins og hún er sett fram í (7) leiðir til málfræðilega ótæks stofns
sem verður ílag við myndun stofnsamsetningar, eins og afleiðsla flatbytna
með lýsingarorði í fyrri lið sýnir, sbr. (8):
(8) a. Orðasafnsmynd: #flat-r#
b. Beygingarmynd: #flöt-Ø#
beygingarlegt u-hljóðvarp
c. Orðmyndun: #flöt-bytna#
d. Hljóðkerfismynd: /flöt-bytna/
t.d. aðblástur
e. Framburðarmynd: *[flœːtpɪhtna]
Þorsteinn G. Indriðason88