Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 89
Með stofninum flöt verður til málfræðilega ótæk stofnsamsetning, *flöt-
bytna, og ástæðan er sú að stofninn er beygingarmynd, þ.e. kvenkyns-
mynd nefnifalls eintölu. Í næsta kafla verður sett fram tilgáta sem skýrir
það hvers vegna stofninn hljóðverpist ekki.
4.3 Tilgáta um myndun stofnsamsetninga
Í kafla 4.2 kom fram að myndun stofnsamsetninga með óhljóðverptum
stofnum passar ekki vel við afleiðsluna eins og hún er sett fram í hefð -
bund inni generatífri orðhlutafræði (sbr. Eirík Rögnvaldsson 1990:43 sem
vitnað var til hér að framan). Eins og ferlið er sett upp í (7) leiðir það af
sér hljóðverpta stofna og því þarf að finna leið sem kemur í veg fyrir að
stofninn verði fyrir hljóðbreytingum. Til þess að leysa úr þessum vanda
mætti gera ráð fyrir einu stigi afleiðslunnar í viðbót, þ.e. stigi þar sem
stofninn er án beygingarendingar og þar sem ekki er búið að merkja hann
á neinn hátt formlega, hvorki sem orðasafnsmynd, beygingarmynd né
hljóðkerfismynd. Þetta stig sýndi þá svokallaða stofnmynd. Hér verður
þá einnig að gera ráð fyrir að stofninn fari beint inn í orðmyndunina af
stofnmyndarstigi án þess að fara í gegnum beygingarstigið, því komast
verður hjá því að myndin fái endingu eða að á hana verki hljóðreglur. Ef
þessi hugmynd á rétt á sér þarf að gera ráð fyrir því að stofninn í stofn-
samsetningum sé að öllu leyti ómerktur beygingarlega og það er í fullu
samræmi við það sem kom fram í umræðunni í kafla 2.2, sbr. líka Eik
(2019:35). Stofnmyndin yrði þá einnig ómerkt í sambandi við orðflokk
vegna þess að orðflokksmerkingin er háð beygingarþáttum. Samanborið
við viðskeytt orð væri hægt að gera ráð fyrir því að stofnar í viðskeyttum
orðum með sumum viðskeytum, t.d. -lingur og -ingur, færu í gegnum
ferlið í (7) því þau taka með sér hljóðverpta stofna (i-hljóðvarp), sbr. kafla
3.6; með þeim hætti mætti svo skilja á milli samsetningar og afleiðslu.
Líta mætti á orðmyndun með -legur sem meira í ætt við samsetningar (sbr.
kafla 3.6) enda hefur verið bent á að viðskeytið hafi býsna sterk orðleg
einkenni (sjá t.d. Þorstein G. Indriðason 2016).
Hér verða sýnd fjögur dæmi um myndun stofnsamsetninga beint frá
stofnmyndinni, þ.e. hesthús og bágborinn annars vegar og kattliðugur og
flatbytna með óhljóðverptum stofnum hins vegar.
Afleiðsla stofnsamsetningarinnar hesthús með sterku nafnorði í stofni
er eins og sýnt er í (9):
Leitin að stofninum 89