Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Side 95
samrýmast á ýmsan hátt svipuðum niðurstöðum um stofnsamsetningar í
skyldum tungumálum, sbr. umræðuna í 2. kafla. Ekki er eins ljóst hvernig
fara eigi með kyn og orðflokk. Það má hugsa sér að stofnmyndin sé ekki
merkt þessum þáttum en að þeir komi fram annars staðar í afleiðslunni,
þ.e. í orðasafns- og beygingarmynd. Sumt mælir með því en þetta þyrfti
að rannsaka nánar. Í inngangi var því velt upp hvort greina ætti kjaft- í
kjaftæði sem sagnorðs- eða nafnorðsstofn. Ef stofninn er ekki merktur
orðflokki þá væri hér um hvorugt að ræða.
Skýringarinnar á því hvers vegna stofninn í stofnsamsetningum er
nær eingöngu óhljóðverptur er að leita í því að stofninn sem liggur orð -
mynduninni til grundvallar kemur frá stofnmynd afleiðslunnar í málkerf-
inu og þar virka ekki hljóðvörp. Athyglisverður er engu að síður sá munur
sem kom fram á stofnsamsetningum og viðskeyttum orðum. Í viðskeytt-
um orðum eins og kettlingur getur hljóðverptur stofn komið fyrir en ekki
í stofnsamsetningum, sbr. kattliðugur.
Að síðustu var svo gerð grein fyrir því hvernig myndun stofnsamsetn-
inga er frábrugðin myndun eignarfallssamsetninga. Sá munur var settur í
samband við afleiðsluna í málkerfinu. Fyrri liður eignarfallssamsetninga
fær beygingarendingu frá beygingarmynd málkerfisins en stofninn í stofn -
samsetningum kemur frá sérstakri stofnmynd. Stofn- og eignarfallssam-
setningar eru því myndaðar á mismunandi hátt í málkerfinu.
heimildir
Anderson, Stephen R. 1985. Phonology in the Twentieth Century. Theories of Rules and Theories of
Representation. University of Chicago, Chicago.
Anderson, Stephen R. 1992. A-Morphous Morphology. Cambridge Studies in Lingustics. Cam -
bridge University Press, Cambridge.
Ásta Svavarsdóttir. 1993. Beygingakerfi nafnorða í nútímaíslensku. Málfræðirannsóknir 5. Mál -
vísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.
Booij, Geert. 2007. The Grammar of Words. 2. útg. Oxford University Press, Oxford.
Chomsky, Noam, og Morris Halle. 1968. The Sound Pattern of English. Harper & Row, New York.
Cole, Jennifer, og José Ignacio Hualde. 2011. Underlying Representations. Marc van Oosten -
dorp, Colin J. Ewen, Elizabeth Hume og Keren Rice (ritstj.): The Blackwell Companion to
Phonology I, bls. 1–26. John Wiley & Sons, Ltd., New Jersey.
De Belder, Marijike. 2017. The root and nothing but the root: primary compounds in Dutch.
Syntax 20(2):138–169.
Eik, Ragnhild. 2019. The morphosyntax of compounding in Norwegian. Doktorsritgerð við NTNU
í Þrándheimi.
Eiríkur Rögnvaldsson. 1981. U-hljóðvarp og önnur a~ö víxl í nútímaíslensku. Íslenskt mál og
almenn málfræði 3:25–58.
Leitin að stofninum 95