Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 99
veturliði óskarsson og þorsteinn g. indriðason
Eignarfallssamsetningar
með sterkum lýsingarorðum í fyrri lið
Söguleg og samtímaleg úttekt
1. Inngangur
Eignarfallssamsetning er ein algengasta aðferð íslensks máls til að mynda
ný orð (sjá t.d. Ara Pál Kristinsson 1991:50 og Kristínu Bjarnadóttur
2005:129) en helstu umfjöllun um eignarfallssamsetningar er að finna hjá
Þorsteini G. Indriðasyni (1999, 2014), sjá nánar 2. kafla í þessari grein.1
Fyrri liðurinn (e. non-head), sem kallaður er ákvæðisliður, er fallorð í eignar -
falli, ósamsett eða samsett, ýmist í eintölu eða fleirtölu. Seinni liður inn, eða
höfuðið (e. head), getur þá verið eftir atvikum nafnorð, lýs ingar orð eða í
vissum tilfellum sagnorð og ákveður hann málfræðilega eiginleika sam-
setta orðsins.
(1) a. sól-ar(no.ef.et.)-hringur
b. jól-a(no.ef.ft.)-sveinn
c. dag-s(no.ef.et.)-gamall
d. aldur-s(no.ef.et.)-greina
e. tilraun-a(no.ef.ft.)-kenna
Merkingartengsl liðanna eru ekki alltaf fyllilega gegnsæ en fyrri liðurinn
felur þó yfirleitt í sér nánari útlistun, þrengingu eða ákvörðun á merkingu
eða hlutverki seinni liðarins. Þannig er xsólaryhringur einhvers konar
yhringur sem xsólin fer, xjólaysveinn er ysveinn sem tengist xjólunum og
xdagsygamall er sá sem er svo ygamall að hann hefur lifað einn xdag. Að
xaldursygreina felur í sér að ygreina xaldur, en á hinn bóginn felur það að
xtilraunaykenna ekki í sér að kenna tilraunir heldur u.þ.b. það að ykenna
(námsefni eða aðferðir) sem xtilraun, þ.e. í tilraunaskyni.
Íslenskt mál 43 (2021), 99–126. © 2021 Íslenska málfræðifélagið, Reykjavík.
1 Ritstjórum og ritrýnum Íslensks máls eru færðar þakkir fyrir gagnlegar athugasemdir
við fyrri gerð en allt það sem missagt kann að vera skrifast á okkar reikning.