Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 106
hand-ar) og eyr-na-stór (*stór eyr-na). Hér gengur ekki að mynda setning-
arlið með höfuðorði og eignarfallseinkunn með samsvarandi merkingu
(sjá Þorstein G. Indriðason 1999:139).
2.4 Eignarfallssamsetningar með sterkum lýsingarorðum í fyrri lið
Í þessum undirkafla verða ræddar eignarfallssamsetningar með sterkum
lýsingarorðum í fyrri lið og könnuð tengsl þeirra við setningarliði með
höfuðorði og eignarfallseinkunn sem er lýsingarorð. Aðgerðirnar til-
færsla og samruni, sem áður voru nefndar, verða prófaðar á þessar form-
gerðir. Merkingarlegu tengslin milli samsetningarinnar og setningar liðar -
ins í þessum tilvikum eru svipuð og í dæmunum í (3) en ólík dæmunum
í (4).
Í íslensku er að finna fremur fábrotna umfjöllun um eignarfallssam-
setningar með lýsingar orði í fyrri lið. Lítillega er minnst á slíkar samsetn-
ingar hjá Þorsteini G. Indriðasyni (2014:18) þar sem hann nefnir dæmi
eins og sjúkraskýli, holdsveikranýlenda, fátækrastyrkur og blindraletur. Kristín
Bjarnadóttir (2005:129) ræðir fyrri liði samsetninga sem eru lýsingarorð
og segir þá geta verið með ýmsum hætti. Hún nefnir þó ekki þá fyrri liði
sem eru umfjöllunarefni þessarar greinar. Hún nefnir hins vegar samsetn-
ingar með veikum lýsingarorðum í fyrri lið eins og litliskattur, mjóileggur
og stórastofa, sbr. kafla 2.3.1 hér fyrr. Aðrar tegundir sem hún nefnir eru
stofnsamsetningar með lýsingarorðum í fyrri lið, góðfús, ótilteknar end-
ingar í fyrri lið, blökkuþræll, lýsingarorð í miðstigi, efriskoltur, og lýsingar-
orð í efstastigi, hæstiréttur.
Þegar tengsl sterkbeygðra lýsingarorða í fyrri lið við höfuðorð í eignar -
fallssamsetningum eru skoðuð nánar koma í ljós mun skýrari merkingar-
leg tengsl milli samsetningarinnar og setningarliðarins en þar sem eignar-
fallseinkunnir sem eru nafnorð eiga í hlut. Þetta á þó ekki við um allar
eignarfallssamsetningar með nafnorði í fyrri lið eins og áður hefur komið
fram (sbr. muninn á t.d. fílsrani og eignarjörð). Í eftirfarandi dæmum, sem
öll eru úr RMS, eru skýr merkingartengsl milli eignarfallssamsetningar
og setningarliðar með samsvarandi höfuðorði og eignarfallseinkunn:
(5) eignarfallssamsetning höfuðorð með eignarfallseinkunn
a. sjúk-ra-tryggingar tryggingar sjúk-ra
b. hungrað-ra-sjóður sjóður hungrað-ra
c. vitlaus-ra-hæli hæli vitlaus-ra
d. dauð-ra-heimur heimur dauð-ra
Veturliði Óskarsson og Þorsteinn G. Indriðason106