Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Qupperneq 112
maðr, í hvoru tilfelli sem einkunnir með hús, pláz o.s.frv.: [hús [[sjúkra]
[manna]]], [pláz [[fátœkra] [manna]]] o.s.frv. Með viðsnúningi verður til
formgerðin sjúkra manna hús o.s.frv. Það má ætla að í einkunnarliðnum
hafi síðan orðið samruni (sjá 2.3.1), [[sjúkra] [manna]] > [sjúkramanna].12
Hið sama á við um flest hin fleirsamsettu orðin; samsetn ingarnar *dauðra -
maðr, *enskramaðr, *heilagramaðr o.s.frv. liggja þar ekki að baki.
Þess skal getið að við leit í ONP urðu nokkuð víða á vegi okkar dæmi
um orðatvenndir eða -þrenndir með lýsingarorði í eignarfalli fleirtölu
sterkrar beygingar sem fremsta lið, sem ekki eru settar fram sem upp-
flettiorð í orðabókinni. Þessi dæmi eru rakin í (9), alls 44 talsins. Til stytt-
ingar og þæginda verður hér á eftir oft talað um slíkar orðatvenndir eða
-þrenndir sem orðastæður. Það er okkar mat að þær endurspegli líklega
millistig milli setningarsviðs og orðmyndunarsviðs, þ.e. eins konar snún-
ing frá eftirsettum einkunnum til fyrirsettra og áfram til samsettra orða,
sbr. dæmi um eignarfallssamsetningar með nafnorð sem fyrri lið, sem
getið var um hér að framan (2.3.1), matmáls stund o.þ.h., sem eiga sér vafa-
laust uppruna í beinni orðaröð (no. + einkunn, stund matmáls o.s.frv.).
(9) a. aldrœnn: aldrœnna manna synir
b. dauðr: dauðra manna líkamr, dauðra manna þorp
c. dýrr: dýrra manna ætt
d. fár: fára manna vitni, fára vetra frestr
e. fátœkr: fátœkra faðir, fátœkra gestrisni, fátœkra manna féhirzla,
fátœkra manna fœða
f. góðr: góðra bónda virðing, góðra hlutr, góðra manna dómr, góðra
manna fortǫlur, góðra manna innsigli, góðra manna ráð
g. heiðinn: heiðinna manna sǫgur, heiðinna þjóða hégómi
h. heilagr: allra heilagra spítali, heilagra daga veiði, heilagra laga setn-
ing, heilagra manna bœn, heilagra manna samband, heilagra manna
ǫnd
i. heimskr: heimskra manna ráð
j. hygginn: hygginna manna ráð
k. illr: illra manna erfð/óðal, illra manna ǫnd
l. írskr: írskra manna siðir
m. kristinn: kristinna manna folk
n. lendr: lendra manna ætt
Veturliði Óskarsson og Þorsteinn G. Indriðason112
12 Einnig væri hugsanlegt að túlka þetta sem næsta stig á undan slíkum samruna og þá
sem setningarlega einingu, þ.e. frasa í fyrri lið.