Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 113
o. margr: margra hluta sakir, margra kynja auðæfi
p. ranglátr: ranglátra manna herbergi
q. rangr: rangra manna skuld
r. ríkr: ríkra manna konur
s. tíginn: tíginna manna siðr
t. trúlyndr: trúlyndra manna hjǫrtu
u. vándr: vándra manna dauði, vándra manna sveit
v. vesall: vesalla manna hjálp
x. vitr: vitra manna frásǫgn
y. þýðerskr: þýðerskra manna stofa (norskt, 1337)
z. ǫflugr: Ǫflugra manna akr (þýðing á lat. Ager robustorum, Vulgata)
Orðið margr er hér greint sem lýsingarorð en e.t.v. væri réttara að telja það
til fornafna, eins og hér er gert við orðið allr.
Einnig hér er lýsingarorðið nær alltaf fremsti liður og langflest dæmin
hafa tvíyrtan eignar fallslið, eða 41 af 44. Alls hafa 33 þeirra ef.ft. manna
sem seinni lið, en eitt dæmi er um hvert eftirfarandi orða, bónda, daga,
hluta, kynja, laga, vetra og þjóða. Lýsingarorðið hefur einu sinni fn. allra
sem undanfara, allra heilagra spítali. Þrjú hafa einyrtan eignarfallslið,
fátœkra faðir, fátœkra gestrisni og góðra hlutr, og eru þau áhugaverðust hér:
(10) a. fátœkra faðir: alla sína daga var hann […] fátækra faðir (GBpD 161)
b. fátœkra gestrisni: skolvm ver fysazt þaa lvti at eignazt, er oss leiði
til himins, þat er heilvg speki, hreinlifvi […] astzamlig geymsla,
fatækra gestrisni (Ant 63)
c. góðra hlutir: hata þu jllt ok teíng þigh vid goddra hlute (Mess³ 61)
Merkingin er vísast ‘faðir fátækra’, ‘gestrisni gagnvart fátækum’ og senni-
lega ‘hlutir tengdir góðum mönnum’ eða sambærilegt. Ekkert þeirra er
augljóst dæmi um líklega samsetningu og endurtúlkun; hið fyrsta er þó
næst því, þ.e. að líta megi svo á að þar sé fellt á brott manna en í hinum
dæmunum er annað röksamband á milli höfuðorðsins og eignarfallsein-
kunnarinnar, þ.e. ekki er um að ræða *gestrisni fátækra eða *hluti góðra.
Fyrri liðirnir í (6) (þ.e. uppflettiorð í ONP) eru nokkuð dreifðrar
merkingar. Helst er að flokka megi þau í þrennt eftir þema lýsingarorðs -
hluta þeirra, sbr. (11):
(11) a. Lífskostir og eiginleikar: dauðr, fátœkr, lendr, sjúkr
b. Trú: heilagr, helgr, kristinn
c. Uppruni/einkenni: enskr, hvítr (Hvítramanna-)
Eignarfallssamsetningar með sterkum lýsingarorðum í fyrri lið 113