Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 115

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 115
Samsetningarnar eru myndaðar með 20 mismunandi lýsingarorðum sem ákvarðandi lið í eignarfallshluta samsetningarinnar. Auk þeirra eru í RMS örnefnin Heiðinnamannaá, Heiðinnamannafjall, Írskrabrunnur og Þýskra - mannaland. Loks er þar heiti notað um Spánverjavígin svokölluðu, Spanskra - slag. Alls er því hér reiknað með 24 lýsingarorðum í fyrri lið. Hin háa tala fyrri liða, rúmlega 540 talsins í RMS, gefur þó ekki rétta mynd né réttan samanburð við eldra mál. Annars vegar er stór hluti sam- setninganna myndaður með einungis tveimur lýsingarorðum, sjúkur og fátækur (54% og 28% allra orðanna), og í minna mæli með þremur öðrum, veikur (6%), dauður (3%) og blindur (2%). Önnur lýsingarorð taka þátt í myndun mun færri samsetninga, 1% eða minna. Hins vegar eru um 180 orðanna með sjúkur og um 40 orð með fátækur fleirsamsett, þar sem fyrri liðurinn er samsett nafnorð með lýsingarorðinu sem fyrri lið, t.d. sjúkra- samlags+gjald og fátækra-fulltrúa+starf. Slíkar samsetningar segja ekkert um hina eiginlegu orðmyndun með lýsingarorðinu heldur eru einungis dæmi um nýja samsetningu tveggja nafnorða (sjúkrasamlag + gjald o.s.frv.) og liggja því utan við kjarnaefni þessarar rannsóknar. Af þessum rúmlega 540 samsetningum eru því um 320 (u.þ.b. 60%) það sem kalla má frumsam- setningar. Fyrri liðirnir eru tíundaðir í (13). Innan sviga er þar annars vegar fjöldi mismunandi sam setninga og hins vegar aldur elsta dæmis sem RMS hefur um hvert orð.14 Samsetningar með sjúkra- og fátækra- eru margar, sem fyrr segir, 292 og 154, og er því ekki fært að birta þær í töflu. Skal stuttlega gerð grein fyrir þeim áður en lengra er haldið. Samsetningar með sjúkra frá 18. öld eru tvær (sjúkrahús, sjúkraveður, bæði frá miðri öldinni), frá 19. öld eru þær 51, langflestar frá síðari hluta aldarinnar, og frá 20. öld alls 239. Samsetningar með fátækra eru ein frá 17. öld (fátækratíund, frá síðari hluta aldarinnar), 13 frá 18. öld (fátækra- flutningur, -blokk, -forlag, -forsvar, -framfæri, -fylgd, -för, -kassi, -peningur, -stytta, -tal, -tillag og -útsvar), 85 frá 19. öld, þar af um 50 frá síðari hluta aldarinnar, og frá 20. öld eru samsetn ingarnar alls 55.15 Eignarfallssamsetningar með sterkum lýsingarorðum í fyrri lið 115 14 Sum þessara orða eru til í fornu máli, t.d. allraheilagramessa, en eru í RMS aldurs- merkt með tilliti til þess hvenær þau koma fyrst fyrir í gögnum Ritmálssafnsins. Þau eru auðvitað gamall arfur frekar en dæmi um orðmyndun í yngra máli eða nútímamáli. 15 Táknanirnar 20f, 20s o.s.frv. í (13) sýna aldur elsta dæmis um orðið í RMS, þar sem „20“ merkir 20. öld og „f“, „m“ og „s“ merkja ‘fyrsti þriðjungur aldar’, ‘miðbik aldar’ (t.d. 1934–1967) og ‘síðasti þriðjungur aldar’. Leitað var eldri dæma á Tímarit.is og er ný aldurs- setning hér merkt með stjörnu (*) ef eldri dæmi fundust þar. Fleiri samsetningar má finna á netinu, einkum með þeim tveimur lýsingarorðum sem virkust eru í orðmyndun, fátækur og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.