Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 115
Samsetningarnar eru myndaðar með 20 mismunandi lýsingarorðum sem
ákvarðandi lið í eignarfallshluta samsetningarinnar. Auk þeirra eru í RMS
örnefnin Heiðinnamannaá, Heiðinnamannafjall, Írskrabrunnur og Þýskra -
mannaland. Loks er þar heiti notað um Spánverjavígin svokölluðu, Spanskra -
slag. Alls er því hér reiknað með 24 lýsingarorðum í fyrri lið.
Hin háa tala fyrri liða, rúmlega 540 talsins í RMS, gefur þó ekki rétta
mynd né réttan samanburð við eldra mál. Annars vegar er stór hluti sam-
setninganna myndaður með einungis tveimur lýsingarorðum, sjúkur og
fátækur (54% og 28% allra orðanna), og í minna mæli með þremur öðrum,
veikur (6%), dauður (3%) og blindur (2%). Önnur lýsingarorð taka þátt í
myndun mun færri samsetninga, 1% eða minna. Hins vegar eru um 180
orðanna með sjúkur og um 40 orð með fátækur fleirsamsett, þar sem fyrri
liðurinn er samsett nafnorð með lýsingarorðinu sem fyrri lið, t.d. sjúkra-
samlags+gjald og fátækra-fulltrúa+starf. Slíkar samsetningar segja ekkert
um hina eiginlegu orðmyndun með lýsingarorðinu heldur eru einungis
dæmi um nýja samsetningu tveggja nafnorða (sjúkrasamlag + gjald o.s.frv.)
og liggja því utan við kjarnaefni þessarar rannsóknar. Af þessum rúmlega
540 samsetningum eru því um 320 (u.þ.b. 60%) það sem kalla má frumsam-
setningar.
Fyrri liðirnir eru tíundaðir í (13). Innan sviga er þar annars vegar fjöldi
mismunandi sam setninga og hins vegar aldur elsta dæmis sem RMS
hefur um hvert orð.14 Samsetningar með sjúkra- og fátækra- eru margar,
sem fyrr segir, 292 og 154, og er því ekki fært að birta þær í töflu. Skal
stuttlega gerð grein fyrir þeim áður en lengra er haldið.
Samsetningar með sjúkra frá 18. öld eru tvær (sjúkrahús, sjúkraveður,
bæði frá miðri öldinni), frá 19. öld eru þær 51, langflestar frá síðari hluta
aldarinnar, og frá 20. öld alls 239. Samsetningar með fátækra eru ein frá
17. öld (fátækratíund, frá síðari hluta aldarinnar), 13 frá 18. öld (fátækra-
flutningur, -blokk, -forlag, -forsvar, -framfæri, -fylgd, -för, -kassi, -peningur,
-stytta, -tal, -tillag og -útsvar), 85 frá 19. öld, þar af um 50 frá síðari hluta
aldarinnar, og frá 20. öld eru samsetn ingarnar alls 55.15
Eignarfallssamsetningar með sterkum lýsingarorðum í fyrri lið 115
14 Sum þessara orða eru til í fornu máli, t.d. allraheilagramessa, en eru í RMS aldurs-
merkt með tilliti til þess hvenær þau koma fyrst fyrir í gögnum Ritmálssafnsins. Þau eru
auðvitað gamall arfur frekar en dæmi um orðmyndun í yngra máli eða nútímamáli.
15 Táknanirnar 20f, 20s o.s.frv. í (13) sýna aldur elsta dæmis um orðið í RMS, þar sem
„20“ merkir 20. öld og „f“, „m“ og „s“ merkja ‘fyrsti þriðjungur aldar’, ‘miðbik aldar’ (t.d.
1934–1967) og ‘síðasti þriðjungur aldar’. Leitað var eldri dæma á Tímarit.is og er ný aldurs-
setning hér merkt með stjörnu (*) ef eldri dæmi fundust þar. Fleiri samsetningar má finna
á netinu, einkum með þeim tveimur lýsingarorðum sem virkust eru í orðmyndun, fátækur og