Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Qupperneq 118
Orð með samsettan eignarfallslið, lýsingarorð + nafnorð, eru hins vegar
fá, einungis 14 talsins, mynduð með sjö lýsingarorðum og nær ætíð með
-manna- sem seinni hluta eignarfallsliðarins: fátækramannabarn, fátækra -
manna hreyfing, fátækramannalög; Heiðinnamannaá, Heiðinnamanna fjall;
helgradagaklæði, helgramannadýrkun, helgramannasaga; Hvítramanna-
land, Hvítramannamoggi; lendramannadeild, lendramannaráðuneyti;
mennskra mannabyggð og Þýskramannaland. Hér liggja augljóslega ekki að
baki samsetningar á borð við *fátækramaður eða *mennskramaður.
Hlutfallstölurnar fyrir nútímamálsorðin eru um það bil 5% með sam-
settan eignarfallslið (lo. + manna, einu sinni + daga) á móti um það bil
95% sem hafa þann lið ósamsettan (eða með samsettu lýsingarorði, t.d.
daufdumbrakennari). Sem fyrr segir fundust 42 samsett fornmálsorð af
þessu tagi við leit í ONP, sbr. (6), og 44 sambærilegar orðastæður aðrar
urðu þar að auki á vegi okkar, sem hafa má til hliðsjónar, sbr. (9). Einungis
tvö orðanna sem eru flettur í ONP hafa ósamsettan fyrri lið, örnefnið
Heilagrafjall og messudagsheitið heilagramessa, og hið sama gildir um
þrjár af orðastæðunum sem hafa sambærilegan einyrtan ákvæðislið í ef.ft.,
fátœkra faðir, fátœkra gestrisni og góðra hlutr (10). Hin orðin hafa samsett-
an fyrri lið með nafnorð í ef.flt., langoftast manna, sem síðari lið: t.d.
dauðramanna-umbúnaðr (6), dauðra manna líkamr (9). Hlutfallstölurnar
fyrir fornmálsorðin í heild eru um það bil 5% með ósamsettan eignar-
fallslið á móti 95% með samsettan lið. Þetta er því þveröfugt við það sem
við finnum í yngra máli.
Í nútímamálsorðunum er merkingarflokkun lýsingarorðanna í fyrri lið
þeirra svipuð og í fornu máli:
(14) a. Lífskostir og eiginleikar: blindur, dauður, daufdumbur, fátækur,
fullorðinn, geðvondur, heyrnardaufur, hungraður, húsvilltur, -laus
(heilbrigðis-, munaðar-, vit-), lendur, mennskur, myndugur, sjúkur,
skyldur, -veikur (berkla-, brjóst-, geð-, holds-, sinnis-), vitskertur
b. Trú: heiðinn, heilagur, helgur
c. Uppruni: hvítur (Hvítramanna-), írskur, spanskur, þýskur
Yfirleitt er ekki hægt að draga ályktanir um fjölda og tíðni orða út frá
orðtöku fyrir orðabókagerð þótt slík gögn geti gefið ákveðnar vísbending-
ar. Þó má ætla að aukinn fjöldi samsettra orða með sjúkra- og fátækra- á
19. og 20. öld bendi til þess að virkni orðmyndunarinnar aukist þá mjög,
eins og áður segir. Eftirtektarvert er líka að þetta virðist ekki leiða af sér
aukinn fjölda samsetninga með no. maður, raunar engar nýjar slíkar með
sjúkra-, og virðist svo sem krafan um nafnorð sem tilheyrir merkingar-
Veturliði Óskarsson og Þorsteinn G. Indriðason118