Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 132

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 132
stöður þessarar athugunar geta verið háðar bæði innri og ytri breytileika.3 Þar sem athugunin byggist eingöngu á einu samtali er ekki hægt að full- yrða að það sé dæmigert, hvorki fyrir þessa tvo málhafa né fyrir aldurs - hópinn sem þeir tilheyra. Engu að síður má nota niðurstöðurnar til þess að setja fram tilgátur og ef til vill geta þær komið að gagni við frekari rann - sóknir. 3. Aðferð og efniviður Þessi athugun er hluti af rannsóknarverkefninu Íslenskt unglingamál: Rannsókn á samskiptaaðferðum í raungögnum.4 Meginmarkmið þess var að kortleggja og varpa ljósi á ýmis einkenni í máli unglinga á Íslandi. Með hugtakinu unglingamál (e. youth language) er átt við málnotkun fólks á unglingsaldri hvort sem um er að ræða talað eða ritað mál.5 Gagna var meðal annars aflað með því að hljóðrita viðtöl við nemendur á skólatíma en þá var umsjónarmaður á vegum verkefnisins jafnan í hlutverki spyrils og viðmælendur meðvitaðir um rannsóknina. Þess vegna þótti rannsak- endum áhugavert að greina einnig samtöl sem ekki hefði verið safnað innan verkefnisins. Þau gögn sem hér eru til skoðunar eru því fengin úr hljóðupptöku af viðtali við tvær stúlkur frá árinu 2020 sem sótt var af opinni hlaðvarpsveitu á netinu. Þannig tengjast hvorki spyrillinn né við - mælendur hans rannsókninni og nöfnum þeirra hefur verið breytt. Við - talið er um 45 mínútna langt en hér eru aðeins til skoðunar sviðsetningar í máli stúlknanna og því eru orð spyrilsins ekki talin með. Samtalið var skráð með aðferðum samtalsgreiningar og samskiptamálfræði með notk- un forritsins ELAN. Stúlkurnar sem hér hafa fengið dulnefnin María og Lína eru 19 og 20 ára og tilefni viðtalsins eru sögusagnir sem fóru á flug eftir samskipti þeirra Ragnheiður Jónsdóttir132 3 Innri breytileiki (e. intra-speaker variation) merkir að sami málhafi notar ýmist eitt málbrigði eða annað en ytri breytileiki (e. inter-speaker variation) á við um breytileika milli málhafa (sjá t.d. Irisi Eddu Nowenstein 2012:19). Þannig getur málhafi t.d. notað tiltekin inngangsorð þegar hann er í félagsskap jafnaldra en önnur inngangsorð þegar hann ræðir við eldra fólk. Sömuleiðis geta málhafar notað inngangsorð á ólíkan hátt þrátt fyrir að vera jafnaldrar af sama kyni og þjóðerni. 4 Verkefnið hlaut styrk úr rannsóknarsjóði Rannís á árunum 2018–2020. Verkefnis - stjóri var Helga Hilmisdóttir en aðrir í verkefninu voru Ásgrímur Angantýsson, Ásta Svavarsdóttir, Finnur Friðriksson, Jón Guðnason og Sigríður Sigurjónsdóttir. 5 Fræðimenn eru ekki á einu máli um það hvaða aldursskeið skuli skilgreina sem ung- lingsár (sbr. Androutsopoulos 2005:1496) en í rannsóknarverkefninu er miðað við u.þ.b. 13–18 ára. Í þessari umfjöllun er hugtakið þó látið ná fram til 20 ára.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.