Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Síða 133
við drengi á svipuðu reki sem þær voru að hitta í fyrsta skipti. Sam ræð -
urnar eru afslappaðar en líflegar og stúlkunum er gjarnan mikið niðri
fyrir. Í viðtalinu lýsa þær atburðarás samskiptanna skref fyrir skref og
sviðsetningar eru tíðar, eða 110 talsins. Í fyrri hluta niðurstöðukaflans hér
næst á eftir verður farið yfir tíðni inngangsorða en í síðari hluta hans er
að finna nánari greiningu á notkun inngangsorða í tveimur samtalsbrot-
um.
4. Niðurstöður
Þegar inngangsorð í máli stúlknanna eru talin kemur í ljós að orð ræðu -
ögnin bara er langalgengust, líkt og sjá má á súluritinu á mynd 1. Niður -
stöðurnar eru því í samræmi við aðrar rannsóknir á inngangsorðum í ung-
lingamáli (sjá t.d. Eriksson 1995; Jönsson 2005; Evu Ragnarsdóttur
Kamban 2021). Súluritið á mynd 1 sýnir tíðni inngangsorða en þar eru þau
talin hvert fyrir sig, hvort sem þau koma fyrir stök eða ásamt öðrum orð -
um.
Mynd 1: Tíðni inngangsorða á undan sviðsetningum.
Skipta má inngangsorðunum í tvo flokka, annars vegar orðræðuagnir (81%),
þ.e. bara, eitthvað, þúveist, skilurðu, svona, alveg, hérna og beisiklí, og hins
vegar sagnir (19%), þ.e. segja, spyrja, hugsa, senda, horfa, setja, grátbiðja,
koma og henda í. Orðræðuögnin bara (N=64) kemur fyrir í rúmlega
helm ingi allra kynninganna en næstalgengust er orðræðuögnin eitthvað
(N=40) sem notuð er í 36% tilfella. Í þriðja sæti er sögnin segja (N=18)
sem kemur þó ekki fyrir í nema 16% kynninganna.
Við bara „hvað er í gangi?“ 133
0
10
20
30
40
50
60
70
Tíni inngangsora Tíðni i rð