Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 187
innar ᛇ verið fallið saman við hljóðgildi rúnarinnar ᛁ (nánar tiltekið hljóðgildið [iː])
og þær hafi því báðar getað táknað /i/ og /iː/. Þegar hér var komið sögu var staða
rúnarinnar ᛇ orðin mjög veik og hún nánast fallin úr notkun. Þessu þyrfti að
koma betur til skila en MS hefur gert.
Nafn sól-rúnarinnar var *sōwulō að mati MS. Önnur endurgerð sem finnst í
fræðiritum er *sōwelō (Krause 1970:29, 1971:59) eða *sōwilō (Krause 1966:4,
Düwel 2001:199); seinni myndin sýnir yngra málstig þar sem áherslulaust e í
frumgermönsku er orðið að i. Heimildir norrænna mála leyfa engan úrskurð um
það hvor endurgerðin er réttari (sbr. Jón Axel Harðarson 2001:38–39). Þó er ein-
faldast að skýra orðin sauil hk. (/sōil/) ‘sól’ í gotnesku og sól kvk. í norrænu sem
nafngert hvorugkyn og kvenkyn, þ.e. *sōwelan og *sōwelō, af lýsingarorði *sōwela-
sem rekja má til *seh2-el-o- ‘sem tilheyrir eða tengist sólinni’ í indóevrópsku (sjá
Jón Axel Harðarson 2014:110).
Heiti m-rúnarinnar er endurgert sem *mannaz, þ.e. sem a-stofn. Þessa endur -
gerð má finna í sumum ritum um germanska rúnafræði, t.d. Musset (1965:130),
Krause (1966:4, 1970:29)3 og Düwel (2001:8, 199), sbr. einnig Spurkland (2005:
10–11 [frnorr. *mannaR]). En hún er þó ekki rétt eins og nú skal sýnt. Í frum-
germönsku var þetta orð, þ.e. orðið um mann, samhljóðastofn, nánar tiltekið n-
stofn, *man-an-/man-n-. Seinna breyttist sterka stofnmyndin *manan- í *mannan-
eftir veiku myndinni *mann-,4 sbr. gotn. manna ‘maður, karlmaður’ (et. nf.
manna, þf. mannan, þgf. mann (< *manni), ef. mans (< *manns < *manniz) og
fe. monna, manna (við hlið reglulegu myndarinnar mon(n), man(n)), þgf. et. menn
(< *manni)).5 Germönsk mál varðveita vel samhljóða stofnabeygingu orðs ins í
fleirtölu, sbr. gotn. nf.(/þf.) flt. mans (við hlið mannans < *mannaniz), físl. menn,
mennr, meðr, fe. menn, ffrís. men (einnig mon/man eins og í et.), fsax. man, fhþ.
man (allar þessar myndir eru komnar af *manniz) en leifar hennar er einnig að
finna í eintölu, sbr. þgf. fe. menn (sjá hér að ofan), fsax. og fhþ. man, einnig ef.
Ritdómar 187
tíma haft tvíhljóðið /ei/ (og það er mjög sennilegt) verður að gera ráð fyrir að þetta tvíhljóð
hafi þegar sætt einhljóðun þegar fuþark varð til sökum þess að ekki hefði verið ástæða til
að tákna tvíhljóðið /ei/ með sérstakri rún fremur en önnur tvíhljóð. Þetta má því nota sem
terminus post quem fyrir aldursákvörðun rúnastafrófsins. — Tvíhljóðið /ei/ sem frumgerm-
anska hafði varð ekki að einhljóði fyrr en eftir greiningu samgermönsku í mállýskur. Á
áletruninni á hjálmi B frá Negau, sem er með venetísku stafrófi og talin vera frá lokum 2.
til miðrar 1. aldar f. Kr., er tvíhljóðið enn varðveitt í myndinni teiva, sbr. físl. Týr, flt. tívar
(um þessa áletrun sjá Rix 1992:433–434 og Nedoma 1995).
3 Nefna má að í Krause (1971) er mynd nf. et. maR, sem kemur fyrir á Eggja-steini,
ýmist rakin til *man(n)R í eldri frumnorrænu („frühurnordisch“, bls. 52) eða *mannaR
(„urn.“, bls. 97), þ.e. hér er ýmist gert ráð fyrir samhljóðastofni eða a-stofni.
4 Einfalda n-ið kemur enn fyrir í samsetningum eins og gotn. mana-maurþrja ‘mann-
morðingi’, mana-seþs ‘mannkyn’ (sem forlið samsettra orða var n-stofni skipt út fyrir a-
stofn eins og kunnugt er, sbr. t.d. gotn. guma-kunds ‘karlkenndur, karlkyns’ : guma
‘karlmaður’, stofn guman-/gumin-).
5 Um uppruna og myndun þessa orðs sjá Jón Axel Harðarson (2009:15–16).