Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 193
norrænu verið *witan(n) og nh. *witan. Að því er þátíðarmyndunina varðar hefur
hún samkvæmt vitnisburði gotnesku (3. p. et. fh. þt. witaida) verið leidd af stofn-
myndinni *witai- > *witē-, þ.e. þátíðarstofninn hefur verið *witaiđ- > *witēđ-. Á
sama hátt hefur nafnháttur sagnarinnar duga verið *duǥan í frumnorrænu og
þátíðarstofninn *duǥaiđ- > *duǥēđ-. Við þetta má bæta að ef nafnhátturinn hefði
verið *duǥēn hefði hann ekki orðið að duga með hljóðréttum hætti. — Til sam-
ræmis við það sem hér hefur verið sagt þarf að leiðrétta myndina „*witēn-“ á bls.
99.
11. Forsaga 1. p. et. haitē ‘heiti’ í frumnorrænu
Um hið gamla miðmyndarform með þolmyndarmerkingu haite (= haitē > fnorr.
heiti ‘ég er kallaður’) er það sagt á bls. 71 að það sé venjulega skýrt sem atematísk
mynd með endingunni -ē < ie. „*-ai“ og borið saman við nt. mm. bhárē (af √bhr̥
‘bera’) og perf. mm. cakrḗ (af √k ‘gera’) í fornindversku (reyndar er venja að hafa
ekki lengdarmerki yfir find. e þar sem það er alltaf langt). Sökum þess að aðrar
myndir innan beygingardæmis miðmyndar í frumgermönsku voru tematískar
(sbr. gotn. 2. p. et. haitaza og 3. p. et. haitada < frgerm. *hait-a-zai, *hait-a-đai
< ie. *-o-so, *-o-to) verður að gera ráð fyrir að mynd 1. p. et. hafi verið það
einnig, þ.e. haitē < *haitai < frgerm. *haitō̃i < ie. *-o-h2a (sjá Jón Axel Harðarson
2017:942).9
12. Ýmislegt
Um muninn á myndunum horna og tawido á Gallehus-horninu annars vegar og
endurgerðu myndunum fyrir frumgermönsku, *hurnan og *tawidōn, hins vegar er
það sagt á bls. 24 að frumnorræna hafi glatað nefhljóðinu n í bakstöðu. Hér ber
að athuga að hið brjóstletraða (eða hástæða) n í frgerm. myndunum táknar að nef-
hljóðið n sé við það að falla brott og nefjunarþáttur þess færist yfir á undanfarandi
sérhljóð. Í frumnorðurgermönsku og að öllum líkindum einnig í eldri frumnor-
rænu hafa viðkomandi sérhljóð enn verið nefjuð, sbr. muninn á nf. et. laþu ‘löð,
heimboð’ (< *-ū < frgerm. *-ō) og þf. et. runo = rūnō ‘rún’ (< *-ō̃ ≈ frgerm. *-ōn).
— Um endinguna -a í nf. et. karlkenndra n-stofna sjá 8. kafla hér að ofan.
Á sömu blaðsíðu er bent á sérhljóðið o í frnorr. holtijaR (einnig á Gallehus-
horninu) andspænis u í hinum germönsku málunum. Hér hefur eitthvað misfar-
ist. Á bls. 22 er texti Gallehus-hornsins færður til frumgermansks málstigs og
þýddur á gotnesku og fornnorrænu (forníslensku). Einungis frumgermanska
myndin hefur u í umræddu orði.
Á bls. 26 er mannsnafnið harja ‘hershöfðingi, hermaður’ (á Vimose-kambin-
um) sagt hafa rótina har- sem komin sé af ie. *kor- ‘her, stríð’. Slíkt rótarnafnorð
kemur þó hvergi fyrir. Hins vegar eru næg vitni um stofnmyndirnar *kor-o- og
Ritdómar 193
9 Endingin -e (í stað *-ai) í find. bháre stafar af nýjung í indóírönsku (sjá Jón Axel
Harðarson 1993:54 með tilvísunum).