Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Side 194
*kor-o- í indóevrópskum málum (sbr. orðsifjabækur). — Í germönsku kemur
myndin *hari- fyrir í samsetningum (sbr. harigasti ‘hergestur’ á hjálmi B frá
Negau, sjá hér að ofan). Hún endurspeglar ie. i-stofn *kor-i- ‘her, stríð’ sem o-
stofn *kor--o- ‘sem lýtur að eða tengist her eða stríði’ hefur sennilega verið leidd-
ur af (seinna hefur þessi stofn verið nafngerður).
Orðmyndirnar þrijoR dohtriR ‘þrjár dætur’ (á Tune-steini) eru á sömu blað -
síðu sagðar samsvara orðsifjafræðilega find. „tisras duhitāras“. Burtséð frá ólíkri
orðmyndun töluorðsins er tvennt sem nefna má um þennan nafnlið í fornind-
versku. Nf. flt. af duhitar- var ekki duhitāras heldur duhitaras (í vedísku duhi -
táras). Þá hefði verið eðlilegra að hafa orðmyndirnar í fónemískum búningi, þ.e.
/tisras duhitaras/, því annars þarf að huga að sandhi-reglum í fornindversku
(/tisras duhitaras/ → tisro duhitaraḥ).
Á bls. 27 er frgerm. stofnmynd frændsemisorðsins móðir hljóðrituð
„[mo:ˈðér-]“ (með ie. áherslu). Ef slík hljóðritun þykir nauðsynleg þarf reyndar að
gæta þess að á undan r kom frgerm. e fram sem [æ] sem síðan varð að a, sbr.
*hwaþera- [xwaθæra-] ‘hvor’ (< *kwó-tero-, sbr. gr. πότερος) > frnorr. *hwaþara- >
fnorr. hvaðarr og þf. et. *fađerun [faðærũ] > frnorr. *fađarun > fvnorr. fǫður. Hið
sama gildir um hljóðritunina „[faˈðer-]“ á bls. 42.
Hljóðavíxlin í 1., 2. og 4. kennimynd sagnarinnar finna eru skýrð þannig að í
finna, fann sé [Vnː] orðið til úr [ˈVnθ] (þar sem sérhljóðið á undan [nθ] bar
áherslu) en í fundinn sé [-nd-] orðið til (úr [-nð-]) í umhverfinu [-n.ˈðV-] (svo
einnig á bls. 136). Hér væri réttara að segja að í 3. og 4. kennimynd, fundum, fund-
inn, hafi áhersla upphaflega verið á beygingarendingu eða viðskeyti. Í frumgerm -
önskum fyrirrennara myndarinnar fundinn hefur áherslan líklega verið á síðasta
atkvæði (*funđenáz/*funđanáz) áður en hún fluttist yfir á fyrsta atkvæði.
Kennimyndir sagnarinnar vera í fornnorrænu eru (enn á sömu blaðsíðu)
sagðar hafa verið: vesa, vas, váru (v ǫ́ru), verit. Allt fram yfir 1200 voru myndirnar
vesa og vas reglulegar í forníslensku. Á 12. öld var myndin v ǫ́ru notuð (rituð
v ǫ́ro). Á 13. öld eftir alhæfingu r í beygingardæminu og eftir samfall sérhljóðanna
ǫ́ og á voru kennimyndirnar þessar: vera, var, váru, verit. Krónólógískt rétt er
sem sé að hafa 3. kennimyndina v ǫ́ru við hlið vesa, vas.
Þá er fjórða kennimynd sagnarinnar kjósa í fornnorrænu rituð „korit“. Rétt
mynd er kørit þar sem o hefur sætt R-hljóðvarpi (kør- < frnorr. *koR-). Frum -
norræna stofnmyndin er endurgerð sem „*kuRina- (*-ana-)“. Rétt er *koRana-
(< *kuzana-), sem síðar fékk viðskeytið -in(a)-.10
Á bls. 45 eru myndir þgf. et. og nf. flt. af orðinu fjǫrðr í fornnorrænu, þ.e. firði
og firðir, endurgerðar sem frnorr. *ferþiu og *ferþiuR. Hljóðfræðilega nákvæmara
(og í samræmi við almenna táknun MS á -ijV- í frumnorrænu) er *ferþiju og
*ferþijuR. Hið sama gildir um mynd þgf. et. *suniu, sem tvisvar kemur fyrir á bls.
57; nákvæmara væri að rita *suniju. Eins og sést á beygingu u-stofna í fornnor-
rænu hefur umsnúningur Sieverslögmáls á eftir stuttri rót (-ijV- > -jV-) ekki
Ritdómar194
10 Um alhæfingu viðskeytisins -in(a)- í lh. þt. sterkra sagna í norrænu sjá Jón Axel
Harðarson (2001:69–73).