Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 201
Ritfregnir
Matteo Tarsi (ritstj.). 2021. Studies in General and Historical Linguistics
Offered to Jón Axel Harðarson on the Occasion of his 65th Birthday. Inns -
brucker Beiträge zur Sprachwissenschaft, Institut für Sprachwissen schaft
der Universität Innsbruck, Innsbruck. xv + 402 bls.
Þetta myndarlega afmælisrit inniheldur safn greina eftir vini, samstarfsfólk og
nemendur Jóns Axels Harðarsonar, prófessors í íslenskri málfræði við Háskóla
Íslands, í tilefni af 65 ára afmæli hans. Ritstjóri er Matteo Tarsi, nýdoktor við
Háskólann í Uppsölum.
Greinarnar eru tuttugu talsins og endurspegla fjölbreytt áhugamál viðtakand-
ans, ekki síst að því er snertir tungumálin sem fjallað er um: Þau spanna allt frá
latínu, grísku, indó-írönsku og hettítísku til armensku, tokkarísku og lítt þekkts
fornítalísks máls sem nefnt er suður-píkenska, að ógleymdum germönskum
málum, þar á meðal auðvitað íslensku, og aukinheldur pólsku og ungversku.
Röð kaflanna fylgir íslenskri hefð, þ.e. höfundum er raðað í stafrófsröð eftir
skírnarnafni. Greinarnar fjalla um margvísleg efni og bera vott um gríðarlegan
lærdóm; þær eru ýmist ritaðar á þýsku eða ensku, fyrir utan þrjár sem eru ritaðar
á íslensku, enda eftir íslenska fræðimenn. Látið verður duga að segja lítillega frá
íslensku greinunum hér. Helgi Skúli Kjartansson kannar „fylliorðið“ viðsjála
of/um, sem einkum kemur fyrir í forníslenskum kveðskap en þekkist þó líka í
lausamálstextum („Hvernig of jafngilti, eða breyttist í, um“). Eins og höfundur
rekur komu of og um fyrir á víxl í elstu handritum en um tók smám saman við.
Til skýringar á þessari breytingu er teflt saman tveim tilgátum, „sérhljóðatilgát-
unni“ og „forsetningatilgátunni“. Þótt hvorug sé ný af nálinni tengir höfundur
þær saman á einkar hugvitsamlegan hátt og fyllir upp í með nákvæmum athug-
unum.
Katrín Axelsdóttir ritar um atriði sem er flóknara en virðast mætti við fyrstu
sýn („Tvær, þrjár athugasemdir um tveim(ur) og þrem(ur)“). Niðurstaðan styður
þá viðteknu skoðun að orðmyndin tveim sé upprunalegari en tveimur en þremur
sé aftur á móti upprunalegri en þrem. Að sögn höfundar voru löngu myndirnar
(tveimur, þremur) orðnar miklum mun alengari en þær styttri (tveim, þrem) þegar
á 16. öld, eins og þær eru enn á okkar dögum. Í þessu sambandi mætti geta þess
að ýmsir fræðimenn, allt frá Jacob Wackernagel til Magnúsar Snædals, hafa velt
fyrir sér mögulegu sambandi á milli lengdar orða og lífvænleika þeirra í tungu-
málinu.
Loks fjallar Kristján Árnason um eitt áhugaverðasta efni í sögulegri beygingar -
fræði íslensku, það hvernig ákveðni greinirinn og miðmyndin margslungna urðu
Íslenskt mál 43 (2021), 201–202. © 2021 Íslenska málfræðifélagið, Reykjavík.