Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 203
Sigríður Mjöll Björnsdóttir. 2021. Discovering gender and inflection: A view
from Icelandic. Doktorsritgerð frá UiT Norges arktiske universitet, Tromsø.
207 bls.
Sigríður Mjöll Björnsdóttir varði doktorsritgerð sína þann 20. september 2021.
Leiðbeinendur hennar voru Marit Westergaard og Terje Lohndal (UiT Norges
arktiske universitet og NTNU Norges teknisk-naturvitenskapelige universitet).
Doktorsnefndin samanstóð af Jennifer Culbertson (University of Edinburgh),
Kathryn Schuler (University of Pennsylvania) og Peter Svenonius (UiT). Grund -
vallarspurning doktorsritgerðarinnar er hvernig börn greina á milli reglubund-
inna og óreglubundinna mynstra í íslenskri nafnorðabeygingu. Þessi spurning er
fræðilega mikilvæg þar sem eðli alhæfinga á máltökuskeiði hefur verið fræði -
mönnum mikið deiluefni. Einkum og sér í lagi hefur verið deilt um hvort börn
tileinki sér málfræði móðurmáls síns með því að læra reglur eða með því að leggja
einstaka þætti hennar á minnið og/eða alhæfa fyrst og fremst út frá tíðni (sbr. t.d.
umræðu hjá Newport 2020).
Íslensk nafnorðabeyging er vel til þess fallin að varpa ljósi á þessa spurningu
þar sem hún samanstendur af (ó)reglubundnum beygingarmynstrum. Sem dæmi
um reglubundið mynstur er tilhneiging karlkynsnafnorða til þess að taka end -
ing una -ar í fleirtölu. Börn alhæfa slík reglubundin mynstur á máltökuskeiði,
samanber ótækar orðmyndir á borð við *maðar (menn) í sjálfsprottnu tali ungra
barna (Sigríður Sigurjónsdóttir 2007). Í máli fullorðinna kemur líka fram til-
hneiging til slíkra alhæfinga eins og sést á tilhneigingu karlkynsnafnorða til að
taka fleirtöluendinguna -ar í stað -ir, samanber til dæmis ?Ítalar í staðinn fyrir
Ítalir. Þó eru ýmsar undantekningar frá þessu reglubundna mynstri því kven-
kynsnafnorð geta líka tekið fleirtöluendinguna -ar (sjá t.d. umfjöllun hjá Margréti
Jónsdóttur 1993).
Á hinn bóginn eru fjölmörg dæmi um að ekkert reglubundið mynstur sé til-
tækt. Til að mynda er málfræðilegt kyn ýmissa tökunafnorða, eins og e-mail og
jógúrt, á reiki. Þá eru stundum tvær eða fleiri beygingarmyndir tækar, líkt og tví-
myndir í fleirtölumyndun sterkra kvenkynsnafnorða, á borð við hurð (hurðir,
hurðar) og lest (lestir, lestar), gefa til kynna (sbr. t.d. Margréti Jónsdóttur 1988–
1989). Að lokum eru göt (e. paradigmatic gaps), ef svo má að orði komast, í beyg-
ingarkerfinu þar sem engin beygingarmynd er tæk. Þannig eru mörg hvorug-
kynsnafnorð aðeins til í fleirtölu eins og jól og vonbrigði þrátt fyrir að merkingar-
lega sé ekkert því til fyrirstöðu að hafa þau í eintölu.
Í ritgerðinni er leitast við að skýra hvað skilyrði dreifingu slíkra mynstra í
íslenskri nafnorðabeygingu. Meginniðurstaða ritgerðarinnar er að dreifinguna
megi skýra með hliðsjón af máltökuferli sem einkennist af leit að virkum (e. pro-
ductive) tengslum (e. correspondences) milli beygingarmynda og beygingarform-
deilda. Sem dæmi um slík tengsl má nefna að veik kvenkynsnafnorð taka ávallt
fleirtöluendinguna -ur. Þannig leiða slík virk tengsl til reglubundinna mynstra í
Ritfregnir
Íslenskt mál 43 (2021), 203–206. © 2021 Íslenska málfræðifélagið, Reykjavík.