Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Síða 205
kyn í því skilyrði, þrátt fyrir að það sé algengasta kyn endingarlausra nafnorða í
nefnifalli eintölu.
Þessar niðurstöður samræmdust forspá virkniþröskuldsins sem spáði fyrir
um að börn lærðu virkar reglur um úthlutun málfræðilegs kyns fyrir endingarnar
-r, -i og -a, en að öðrum kosti þyrftu þau að leggja kyn nafnorða á minnið í
íslensku. Fjöldi endingarlausra nafnorða í nefnifalli eintölu í karlkyni og sérstak-
lega kvenkyni gerir það að verkum að hvorugkyn nær ekki yfir virkniþröskuldinn
og er því ekki alhæft, ólíkt mynstrunum í virka skilyrðinu, þar sem undantekn-
ingarnar voru ekki nógu margar til þess að koma í veg fyrir að mynstrin væru
alhæfð. Þessi niðurstaða er áhugaverð fyrir þær sakir að vanalega hefur verið gert
ráð fyrir því að regluleiki og tíðni haldist í hendur í málfræði (sbr. t.d. Hudson
Kam og Newport 2005, 2009). Líkan Baayen spáir því hins vegar að börn læri
reglubundin mynstur á sama hátt og óreglubundin mynstur sem samræmdist
ekki niðurstöðum rannsóknarinnar. Hvorugkyn hefur alla jafna verið talið sjálf-
gefið (e. default) kyn í íslensku (sjá t.d. Steinmetz 1986) en niðurstöðurnar styðja
ekki þá tilgátu. Þá voru engin tengsl milli aldurs barna og notkunar hvorugkyns
sem gefur vísbendingu um að þau tileinki sér ekkert virkt mynstur fyrir hvorug-
kyn á máltökuskeiði.
Í annarri tilrauninni var sambærilegri aðferðafræði beitt, nema að þessu sinni
voru bæði málfræðilegt kyn og fleirtölumyndun framkölluð á grundvelli virkra
eða óvirkra endinga í nefnifalli eintölu. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga
hvort börn (N=27, 2;6–5;3 ára) og fullorðnir (N=20) drægju sömu skörpu skil á
milli reglubundinna og óreglubundinna mynstra í fleirtölumyndun og við úthlut-
un málfræðilegs kyns. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að sú væri raunin: Í virka skil -
yrðinu alhæfðu bæði börn og fullorðnir málfræðilegt kyn og fleirtöluendingar á
grundvelli virkra endinga í nefnifalli eintölu. Þannig alhæfðu þátttakendur karl-
kyn á grundvelli endinganna -r og -i, líkt og í fyrstu tilrauninni, og völdu fleir-
töluendinguna -ar (100%). Því virtust börn jafnt sem fullorðnir nema virk tengsl
á milli úthlutunar karlkyns og fleirtöluendingarinnar -ar, þrátt fyrir að ýmis
kven kynsorð taki einnig þá endingu í nefnifalli fleirtölu. Þá alhæfðu þátttakendur
kvenkyn í tilviki endingarinnar -a í nefnifalli eintölu og fleirtöluendinguna -ur. Á
hinn bóginn úthlutuðu þátttakendur málfræðilegu kyni og völdu fleirtöluending-
ar af handahófi í óvirka skilyrðinu. Með öðrum orðum, þá virtust þátttakendur
nota þekkingu sína á málfræðilegu kyni til þess að alhæfa fleirtöluendingar á nýjum
nafnorðum.
Í þriðju og síðustu tilrauninni voru börn (N=28, 5;0–8;3 ára) og fullorðnir
(N=20) beðin um að mynda eintölumynd nýrra nafnorða ásamt ákveðnum greini
á grundvelli annaðhvort virkra eða óvirkra fleirtöluendinga í íslensku. Niður -
stöðurnar endurspegluðu niðurstöður fyrri tilraunanna hjá fullorðnum en börn
áttu í erfiðleikum með verkefnið, sérstaklega yngri aldurshópurinn.
Ritfregnir 205