Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 3
!Formáli.
Rit þetta er samið eftir athugunum er jeg safnaði á rann-
sóknarför um Borgarfjörð og Hvalfjörð sumarið 1920.
Nálega helmingur ritsins er lýsing á hinum fornu sjávar-
menjum, er eg kannaði, en síðari hlutinn skýrir frá álykt-
unum, er virðist mega leiða af rannsóknunum. Jarðlagalýs-
ingarnar mun mörgum finnast þurrar afléstrar; en eigi var
auðið að sleppa þeim, eða stytta að mun. Pær eru undir-
stöður undir ályktunum höfundarins, og eftir þeim á að
vera hægt að dæma um röksemdafærslu hans. Auk þess
eru þær nauðsynleg leiðbeining fyrir þá, sem síðar vilja
kanna hinar umræddu jarðmyndanir. Oft hefir mjer sjálfum
fundist það mikið mein, hve ógreinilega ýmsum jarðmynd-
unum hefir verið lýst af þeim, er þær hafa kannað; stund-
um jafnvel ekki hægt með vissu að finna þá staði, sem at-
hugaðir hafa verið, vegna óglöggra staðaákvarðana. — Rit
þetta er áframhald af ritum, er eg hefi áður samið, um
fornar sjávarmenjar við Húnaflóa og Breiðafjörð, sem gefin
hafa verið út í erlendum tímaritum. Var það ætlun mín að
halda rannsóknum áfram í sömu átt, sem víðast á landinu,
og jafnframt að rita og fá gefið út ítarlegar skýrslur um
árangur rannsóknanna. En til þessa þarf fé, tíma og ó-
dreyfða krafta, ef eitthvað verulega á að verða ágengt.
Rannsóknarferðir hér á landi kosta allmikið, og til þeirra
þarf að nota besta tíma ársins, sumarið. Stórum meiri
tíma og starf krefur það þó, að vinna úr athugunum
þeim, sem safnað er, og rita svo um þær, að árangurinn
komi Ijóst og skipulega fram. Sje eigi unnið úr þeim fróð-
leik, sem safnað er, er hann lítilsvirði fyrir aðra. Sundur-