Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Side 22
18
Mya truncata (Sandmiga), 2 sk. og nokkur brot. Skelj-
arnar þunnar og þverstýfðar aftan.
Saxicava rugosa (Rataskel). Nokkur brot.
Buccinum undatum (Beitukóngur), 1 eint. (H. Ó3).
Balanus sp. (Hrúðurkarl), nokkur brot.
Skeljarnar voru allar teknar í malar- og leirskriðum utan
í bökkunum, og föstu lögin voru svo leirorpin, að skipun
þeirra varð ekki athuguð til hlítar. F*ó sá sumstaðar til lag-
skiftra leirlaga, neðan til í bökkunum, en sandur og smá-
möl ofar.
Fyrir ofan Steina er landið mishæðótt, víða allháir kletta-
ásar, með mýrardældum á milli. Lengra upp með Þverá eru
flatlendis ræmur og melar umhverfis ána 30 — 40 m. hátt y.
s. Hjá Gunnlaugsstöðum sá jeg leirbakka við ána, 40 m. y. s.
í krikanum, þar sem Litla-Þverá fellur í aðalána, eru
reglulegir marbakkar; sjest skipun laganna í þeim greinilega
í lækjarskorningi sunnan við veginn, er liggur yfir Litlu-
Pverá ofan til við ármótin. Hjer eru sjávarlögin 6 — 8 m.
þykk: 1) (efst) brimnúin möl og sandur, 2) lagskift leirlög
með lárjettum lögum, 3) lagskiftur leir, en smálögin beygl-
uð og bogin. Jökulnúnar klappir koma sumstaðar i Ijós
undir leirnum. Dýraleifar fundust hjer engar. Yfirborð mar-
bakkans 40 m. y. s.
í holtunum hjá Arnbjargarlæk sá jeg fjöruborð með brim-
sorfnu grjóti rúmlega 80 m. hátt y. s.
Jeg kannaði eigi í sumar landið upp með Litlu-Þverá.
Hefi jeg áður farið þar um eftir veginum að Grjóthálsi.
Neðan til er flatlendi umhverfis ána um 40 m. hátt y. s.,
er nær fram fyrir Högnastaði. í Norðtunguskógi, fyrir aust-
an það, hefi jeg sjeð brimbarin malarlög 60 — 65 m. y. s.
Fyrir ofan skóginn er og allbreitt' flatlendi 45 — 60 m. y. s.
Tel jeg líklegt, að sjór hafi um eitt skeið náð þangað upp,
alla leið fram að Hermundarstöðum.
Allháir klettaásar girða fyrir mynni Örnólfsdals. Hefir Örn-
ólfsdalsá brotið sjer gil í gegnum þá, og rennur síðan með
fram þeim að vestan í kvíslum, er sameinast hjá Norðtungu.
Berghaftið í dalmynninu er víða 80 m. hátt y. s. Framan
í því eru sumstaðar mjóir klettastallar; virðast það vera