Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 24
20
ið þar núna möl saman í eyrar. En yfirborð melanna er svo
marflatt og að útliti sem yfirborð marbakkanna venjulega
er, og malarkamburinn hjá Ásbjarnarstöðum, virðist í engu
frábrugðinn malarkömbum, er myndast við sjó. Efstu lábörðu
malarþrepin inn á milli klapparásanna fyrir vestan Sleggju-
læk, sem jeg tel vera fjöruborð, liggja öll hjer um bil á
sömu hæð (c. 100 m. y. s.). Gætu þau tæpast verið svo
reglubundin, ef þau væru mynduð af straumvatni. Auk þess
eru núin malarlög svo víða inn á milli ásanna fyrir vestan
Búrfell, þar sem áin hefði varla getað náð til, þó að hún
hefði runnið sunnar út dalsmynnið en nú.
c) Sœmyndanir umhverfis Hvítá.
Bakkana meðfram Hvítá kannaði jeg á ýmsum stöðum
frá Bíldshömrum skamt fyrir ofan þar sem Norðurá fellur
í Hvítá, upp að ármótum hennar og Þverár. Hjer eru bakk-
ar árinnar víðast flatlendir og lágir, eigi nema 10—12 m. y. s.
Ofan á eru sumstaðar ung lög af dökkleitum sandi og
ieir, mynduð af árframburði. Undir þeim sjást víða grá og
blágrá eldri leirlög með skýrri lagskiftingu, sem óefað eru
forn sjávarleir, en engar fann jeg þar sædýraleifar.
Við ferjustaðinn norðvestur af Stafholtsey (suðvestur af
svonefndu Agnholti) gengur klapparhlein fram undan leir-
lögunum út í ána. Þar ber hærra á leirbökkum við ána en
fyrir ofan og neðan; gengur þar lág melalda úr holtum fyrir
vestan að ánni; virðist hún vera beint áframhald af Faxinu,
en það er lág alda fyrir neðan Neðranes, sem Hvítá á síð-
ari öldum hefir brotist í gegnum.1
í melfaxinu hjá ofannefndum ferjustað er jarðlagaskipunin
þessi:
') Faxið virðist vera áframhald af lágri melöldu, er liggur þvert yfir
láglendið. Liggur hún meðfram Hvítá að norðan, þar sem hún renn-
ur til austurs frá mynni Flókadalsár. Austan við Hvítá er svonefnt
Kálfanes áframhald hennar; en það er breiður melhryggur, er ligg-
ur frá Hvítá upp með Flókadalsá norðanverðri upp í melana fyrir
neðan mynni Flókadals. Hæð öldunnar er víðast 15—25 m. y. s.