Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Síða 30

Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Síða 30
26 er djúpt, að brimrótin nær eigi að hreyfa það til. Marbakk- ar af möl og sandi eru því víða myndaðir talsvert fyrir neðan sjávarmál á mismunandi dýpi. Brimstallar, sem sær- inn á sama tíma hefir mótað í fast berg, liggja því venjulega nokkru hærra en marbakkarnir, og er hæðarmunurinn því meiri, sem brimið hefir verið meira við ströndina, t. d. við útnes. Inn í fjörðum, þar sem ölduróts gætir lítið, geta mar- bakkar myndast á mjög litlu dýpi, jafnvel sem beint áfram- hald af fjörunum sjálfum. Suður af túninu á Litlakroppi eru lágar malaröldur, eða malarkambar af núinni möl, er liggja í bugðum þvert yfir dalsmynnið suður undir Steðja, um 90 m. hátt y. s. Klettaröðull af grágrýti (dóleriti) gengur niður miðjan Flókadal; hefir hann upptök sín í heiðunum austur undir Oki. Fer hann smálækkandi niður eftir dalnum og endar niður í dalsmynninu fyrir ofan Steðja. Er jaðar hans bratt- ur að framan. Er engu líkara en þar hafi sjór meitlað brim- klif eða fjöruborð ca. 100 m. hátt y. s. Geirsá kemur úr Flókadal norðanvert við klapparröðul- inn og rennur í stórum bugðum niður á láglendið og eftir því til norðurs í Reykjadalsá skamt fyrir ofan Klett. Á Iág- lendinu eru mjög víða 4 —6 m. þykk sjávarlög í bökkum hennar, lagskiftur leir undir, en sandur og smáger möl ofan á. Kannaði jeg lögin á ýmsum stöðum, en fann þar engar sædýraleifar. e) Skeljalög og marbakkar við Flókadalsá. Meðfram Flókadalsá að sunnan eða vestan, spöl fyrir ofan ármót hennar og Hvítár, eru melar og marbakkar 20 — 30 m. háir y. s. í kröppum krók, er verður á ánni rjett fyrir ofan ármót- in, er allhár brattur bakki við ána. Par eru þykk hallandi sandlög niður að miðjum bakkanum eða meira; en niður við ána koma fram lagskift leirlög, er ganga niður í árbotn- inn. Áin er hjer 15-16 m. há y. s. Hjer fann jeg lítið eitt af skeljum á strjáli í leirnum, bæði í bakkanum og í sjálf- um árfarveginum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Rit (Vísindafélag Íslendinga)

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit (Vísindafélag Íslendinga)
https://timarit.is/publication/1735

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.