Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Qupperneq 37
33
Skeljarnar fann jeg í lausum leirruðningi og virtust þær
að mestu komnar úr sandblandna Ieirnum. (3) 10—15 m. y. s.
Tegundirnar vóru þessar:
Leda pernula (Trönuskel), 1 brot af allstórri skel.
Macoma calcaria (Hallloka), 3 sk., 15 láshlutar og ca. 20
brot önnur (L 36). Algengasta tegundin.
Mya truncata (Sandmiga), 2 láshlutar og nokkur brot;
heldur þunnar.
Saxicava rugosa (Rataskel), 2 gallaðar skeljar, 2 brot, í
meðallagi þykkar.
Neptunea despecta (Hafkóngur), 2 brot af Iitlu eintaki.
Balanus porcatus (Hrúðurkarl), 5 skelhlutar.
Skeljalög þessi eru óefað mynduð eftir að hækkun sæv-
arins eða lækkun landsins hafði náð hámörkum, þegar land-
ið var tekið að rísa aftur úr sjó, því að skipun laganna virð-
ist benda á síminkandi dýpi. Malarlagið, er deilir leirlögunum
við Tunguá, gæti þá ef til vill skoðast sem vottur um aft-
urkipp í lækkun sjávarins eða öllu fremur vottur um sjer-
skilda sjávarhækkun, er átt hefði sjer stað meðan lögin voru
að myndast. Pessi eina athugun af þessu tæi nægir þó
ekki sem heimild fyrir slíkri ályktun, því að sjerstakar ástæð-
ur geta verið þess valdandi, að lagskipunin ruglist á þennan
hátt á einstökum stöðum.
Fyrir utan Seleyri eru aftur á kafla háir leirbakkar við
sjóinn. Liggur vegurinn upp á þá af eyrinni. Kannaði jeg
þá spöl út fyrir veginn.
Neðst er ca. 6 m. þykk lög af þjettum, lagskiftum leir,
en ofan á 4 — 5 m. þykk lög af lagskiftum sandi og smá-
gervri möl. Hjer gat jeg engar dýraleifar fundið.
Þaðan er malarorpinn melhalli upp á aðalmelbakkana,
sem eru allbreiðir og liggja 40 — 50 m. y. s. Upp við fjalls-
ræturnar er annað malarþrep nokkru hærra en melarnir,
65 — 70 m. hátt y. s. Þangað niður ná malarskriður úr
Hafnarfjalli, svo að sjávarmörk verða eigi rakin hærra upp.
Frá Straumeyri út að Höfn eru engir verulegir marbakk-
ar og þar gætir hinna lausu sjávarlaga minna. Ströndin er
nokkuð aflíðandi frá sjónum upp að Hafnarfjalli (ca. 60 m.
3