Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Side 68
64
lög væru minjar eftir tvær sjávarhœkkanir, er aðgreindar hefðu
verið af grynkunarskeiði og þá hefði millilagið myndast.
Einkennilegt var það, að í neðri leiriögunum á báðum
þessum stöðum fundust eingöngu skeltegundir af norð-
Iægum uppruna (arktiskar). Reyndar lifa þær tegundir einnig
í hlýjum sjó nokkuð sunnarlega. En við Gröf báru sumar
þeirra þann svip, er þær helst hafa í kaldari liöjum (þykkar
skeljar af Mya truncata, var. uddenvallensis og Saxicava). í
efri Ieirlögunum á báðum stöðum fann jeg eina teg. af suð-
lægum uppruna (boreala) (Gluggaskel, Anomia), sem hvergi
hejir fundist lifandi jyrir norðan þau svœði, er Golfstraum-
urinn vermir.
í hinum háu marbökkum hjá Melum í Melasveit eru tvö lög
rauðbrún og menguð af járnlá (oxideruð) ofarlega í bakk-
anum. Liggur á milli þeirra ca. 4 m. þykt Iag af sandi og
möl, sem er aigerlega ómengað af járnefnum (sjá bls. 36 og
2. mynd). Möl og sandur verða eigi rauðmenguð af járn-
efnum, nema á landi, við áhrif vatns og lofts, einkum þar
sem járnmengað vatn seitlar í jörðu og súrefni Ioftsins nær
til að breyta járninu í ryð. Bœði járnmenguðu lögin hljóta
þvi að haja rauðlitast á landi. En hvernig stendur á því,
að millilagið milli þeirra hefir engum litbrigðum tekið?
Hugsanlegt er, að marbakkar þessir hafi risið úr sjó end-
ur fyrir löngu, svo að neðra járnmengaða lagið (lag 4 á 2.
mynd), sem liggur ca. 20 m. y. s., hafi hafist yfir sjávarmál
og náð að rauðmengast. Síðan hafi sjór í annað sinn geng-
ið yfir bakkana, og sjávarlögin, er ofar liggja, myndast ofan
á þessu rauðlitaða lagi. — Efra rauða lagið (lag 2 á 2. mynd)
hafi svo járnmegnast miklu síðar, er bakkarnir síðast risu úr
sjó óg sjórinn seig niður að núverandi fjörumáli.
Áður hefi jeg bent á, að efri hluti leirlaganna, sumstaðar
í Melabökkum, sje eigi samlægur (concordant) eldri leirlög-
unum neðan til í bökkunum. Lítur svo út sem neðri leir-
lögin hafi orðið fyrir eyðandi áhrifum og geilar grafist í
þau áður en efri lögin mynduðust. — Retta gæti ef til vill
bent á grynkun sjávar eða hækkun landsins á tímaskeiði,
er Iiðið hefir milli þess að þessi tvö Ieirlög mynduðust.
Hjer er spurning vakin, sem mikils er um vert að úr