Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 73
69
1749 — 1869. En við Stokkholm 0,44 cm. á ári frá 1774 —
1875.
Það er algeng skoðun manna í ýmsum hjeruðum hjer á
landi, að sjávarstaðan sje að breytast, og þykjast ýmsir gamlir
menn sjá þess verulegan mun á þeim tíma, er þeir muna.
Eftir því sem jeg hefi haft spurnir af, halda ýmsir því
fram, að sær sje að lækka við strendurnar í Húnaflóa, einn-
ig við Vestfirði og í norðanverðum Breiðafirði. Hins vegar
er það ætlan manna, að sær sje að ganga á land eða hækka
þar fyrir sunnan, bæði á Snæfellsnesi fyrir sunnan Grund-
arfjörð, í Faxaflóa, á Reykjanesi, í Árnessýslu og Vestmanna-
eyjum. — Vegna þess að nákvæm merki vanta til þess að
miða sjávarhæðina við um lengri tíma, verður eigi með vissu
dæmt um, að hve miklu leyti þessi skoðun sje á gildum
rökum bygð.
Mjög víða á þessu svæði hefir særinn brotið og brýtur
enn af landinu; hefi jeg dregið saman ýmsar áreiðanlegar
upplýsingar um landbrot af völdum sjávarins bæði á Reykja-
nesi, Álftanesi, utanverðu Seltjarnarnesi, Kjalarnesi, Mýrum
og Snæfellsnesi (Ólafsvík). Yrði of langt mál að birta þær
upplýsingar hjer.
Á svæði því, sem jeg fór um í sumar, ber mest á land-
broti í bökkunum hjá Melum og Ási í Melasveit. Bakkarnir
liggja mikið til óvarðir fyrir öldunni utan úr Faxaflóanum.
Sjórinn fellur alveg upp að bökkunum. Neðri hluti bakk-
anna er myndaður af leirlögum, sem öldurnar vinna vel á,
og etur sjórinn því stöðugt lögin og holar undan efri lög-
unum, svo að þau hrynja niður. Mölinni og leirnum, sem nið-
ur hrynur, sópar sjórinn jafnóðum burtu, því að hvergi er
stórgrýti í lögunum, er safnast geti í röst eða malarkamb í
fjörunni til varnar bökkunum. Heldur því landbrotið stöð-
ugt áfram.
Einna hraðast miðar landbrotinu í norðanverðum bökk-
unum hjá Melum. Guðmundur bóndi Thorgrímsson, sem
búið hefir í Belgsholti meira en hálfa öld, sagði mjer, að
fyrir hjer um bil 50 árum hefði verið ca. 75 m. spölur frá
kirkjugarðinum á Melum fram á bakkaröndina. Nú líggur
bakkaröndin yfir garðinn og brotnar árlega framan af hon-