Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Side 75
71
síðan á landnámstíð, en eigi hefir hún getað verið mjög
mikil, varla svo að verulegur munur sjáist á mannsæfinni.
Undir leirnum í Borgarvogi kvað vera fjörumór (Helgi Jóns-
son 1913), alt að 1 — 2 m. á þykt. Hefir mór þessi víst
sokkið í sjó á undan landnámstíð, eða að minsta kosti á
undan þessum atburðum eða áður en Egilssaga var rituð.
Ymsir gamlir menn við Húnaflóa hafa fullyrt við mig, að
sjór hafi lækkað þar við flóann á þeim tíma, er þeir muna;
hafa þeir bent mjer á sker, er eigi hafi sjest, nema í stærstu
stórstraumsfjörum, þegar þeir voru ungir, en nú sjást þau
nálega við hverja fjöru. Fullyrða menn einnig, að ýms sund
og leiðar sjeu að grynka. Á svona lauslegum athugunum
verður ekki bygt. Hæð sjávarins við flóð og fjöru er svo
mörgu háð, að eigi er auðvelt að ákveða slíkar breytingar,
nema með nákvæmum mörkum, sem miða megi við á löng-
um tíma. — Auk tungls og sólar, sem ráða sjávarföllunum,
hafa vindarnir allmikil áhrif; ef hvass vindur stendur af hafi,
inn í flóa og firði, flæðir sjórinn hærra en ella. Pegar loft-
þunginn er mikill og loftvog stendur hátt, verða fjörurnar
meiri og flæðarnar minni, en litlar fjörur og miklar flæðar
fylgja lægri mælisstöðu, því að loftþunginn hefir áhrif á sjávar-
hæðina. — Pessu hefir alþýða manna veitt eftirtekt sum-
staðar á Vesturiandi og spáð véðri eftir sjávarföllunum.
Ef hafflötur í Húnaflóa hefði lækkað um 1 m. sfðan
á landnámstíð (1 m.m. á ári), hefði Borðeyri á dög-
um Ingimundar gamla (891 e. Kr.) að mestu legið í sjó,
og varla getað talist eyri. Svo lítillar hækkunar eða minni
gætir ekki mikið á mannsaldrinum.
Jeg sleppi því að þessu sinni að telja þau dæmi, er jeg
hefi dregið saman hjá ýmsum, sem þeir hafa talið sem
sönnun fyrir skoðun almennings í þessu máli. Hins vegar
ætla jeg að nefna önnur atriði, er virðast benda í þá átt, að
sjórinn um alllangt skeið muni hafa verið í hækkun syðra,
en í lækkun nyrðra.
Við Húnaflóa, þar sem láglendar og flatar strendur liggja
að hafi, og malarkambar hafa myndast hver fyrir framan
annan meðfram fjörunni og sær bætir smámsaman við, þar
ýara malarkambarnir venjulega smálækkandi frá 4—5 m.