Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 75

Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 75
71 síðan á landnámstíð, en eigi hefir hún getað verið mjög mikil, varla svo að verulegur munur sjáist á mannsæfinni. Undir leirnum í Borgarvogi kvað vera fjörumór (Helgi Jóns- son 1913), alt að 1 — 2 m. á þykt. Hefir mór þessi víst sokkið í sjó á undan landnámstíð, eða að minsta kosti á undan þessum atburðum eða áður en Egilssaga var rituð. Ymsir gamlir menn við Húnaflóa hafa fullyrt við mig, að sjór hafi lækkað þar við flóann á þeim tíma, er þeir muna; hafa þeir bent mjer á sker, er eigi hafi sjest, nema í stærstu stórstraumsfjörum, þegar þeir voru ungir, en nú sjást þau nálega við hverja fjöru. Fullyrða menn einnig, að ýms sund og leiðar sjeu að grynka. Á svona lauslegum athugunum verður ekki bygt. Hæð sjávarins við flóð og fjöru er svo mörgu háð, að eigi er auðvelt að ákveða slíkar breytingar, nema með nákvæmum mörkum, sem miða megi við á löng- um tíma. — Auk tungls og sólar, sem ráða sjávarföllunum, hafa vindarnir allmikil áhrif; ef hvass vindur stendur af hafi, inn í flóa og firði, flæðir sjórinn hærra en ella. Pegar loft- þunginn er mikill og loftvog stendur hátt, verða fjörurnar meiri og flæðarnar minni, en litlar fjörur og miklar flæðar fylgja lægri mælisstöðu, því að loftþunginn hefir áhrif á sjávar- hæðina. — Pessu hefir alþýða manna veitt eftirtekt sum- staðar á Vesturiandi og spáð véðri eftir sjávarföllunum. Ef hafflötur í Húnaflóa hefði lækkað um 1 m. sfðan á landnámstíð (1 m.m. á ári), hefði Borðeyri á dög- um Ingimundar gamla (891 e. Kr.) að mestu legið í sjó, og varla getað talist eyri. Svo lítillar hækkunar eða minni gætir ekki mikið á mannsaldrinum. Jeg sleppi því að þessu sinni að telja þau dæmi, er jeg hefi dregið saman hjá ýmsum, sem þeir hafa talið sem sönnun fyrir skoðun almennings í þessu máli. Hins vegar ætla jeg að nefna önnur atriði, er virðast benda í þá átt, að sjórinn um alllangt skeið muni hafa verið í hækkun syðra, en í lækkun nyrðra. Við Húnaflóa, þar sem láglendar og flatar strendur liggja að hafi, og malarkambar hafa myndast hver fyrir framan annan meðfram fjörunni og sær bætir smámsaman við, þar ýara malarkambarnir venjulega smálækkandi frá 4—5 m.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Rit (Vísindafélag Íslendinga)

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit (Vísindafélag Íslendinga)
https://timarit.is/publication/1735

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.