Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Side 12

Víkurfréttir - 15.12.2022, Side 12
Brons er nýr sportbar sem hefur opnað við Sólvallagötu 2 í Keflavík í húsnæði þar sem Bókabúð Kefla- víkur var til margra áratuga. Eig- endur eru Blue bræðurnir og fjöl- skyldur þeirra, Magnús Sverrir og Þorsteinn Þorsteinssynir í Blue Car rental bílaleigunni. Formleg opnun var síðasta föstudag en framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu mánuði og í raun lengur því aðrir aðilar voru komnir langt með staðinn þegar Blue eða Brons bræður sáu tækifæri í því að kaupa hann. Framkvæmdum er ekki lokið því eftir áramót verður opnaður veit- ingastaður þar sem boðið verður upp á létta rétti, einnig verður út- búið karaókíherbergi og annar „lounge“ salur verður opnaður. Á Brons er pílan eitt aðalaðdrátt- araflið en slíkir staðir hafa notið vinsælda í höfuðborginni. Einnig er hægt að fylgjast með íþróttavið- burðum á sjónvarpskjám. Að sjálf- sögðu er bar þar sem í boði eru allir helstu drykkir. Annar bróðirinn, Þorsteinn eða Steini Blue, fékk nú nafnið Steini „brons“. Hann sagði frá því að sögnin „að bronsa“ væri alkefl- vísk en þýðir auðvitað að halda fót- bolta á lofti. „Þetta er svona róleg opnun getum við sagt því við eigum eftir að bæta verulega í á staðnum, ekki síst með opnun veitingastaðar. Við vonum að bæjarbúar eigi eftir að koma og njóta veitinga og afþreyingar á nýjum stað. Það má segja að Brons sé góð viðbót í flóru veitinga- og skemmtistaða á svæðinu. Eitthvað nýtt og skemmti- legt fyrir samfélagið,“ sagði Magnús Sverrir í spjalli við Víkurfréttir sem mættu á formlega opnun en þar voru meðfylgjandi myndir teknar. BRONS Í GÖMLU BÓKABÚÐINNI Í KEFLAVÍK Bronsfólkið! Magnús og Þorsteinn Þorsteinssynir, Guðrún Sædal Björgvinsdóttir og Elísa Ósk Gísladóttir. VF-myndir/pket Fjölmargir vinir og ættingjar voru í opnunarhófinu á Brons. Sumir rifu í pílu. Séð inn í hluta húsnæðis Brons. Mynd/Davíð Már 12 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.