Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Side 40

Víkurfréttir - 15.12.2022, Side 40
Gunnhildur Gunnarsdóttir átti heldur óvenjulega fæðingu en hún eignaðist dóttur sína á forstofugólfinu á æskuheimilinu sínu. Gunnhildur og Gylfi Freyr, faðir barnsins, sýndu mikla hetjudáð þegar barnið kom í heiminn með flýti þann 11. júlí 2021 áður en viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Stúlkan fékk síðar nafnið Freyja Mist en Gunn- hildur segir það hafa verið „skrifað í skýin því hún hafi eiginlega valið sér þetta nafn.“ Blaðamaður Víkurfrétta settist niður með Gunnhildi sem rifjaði upp þennan örlaga- ríka dag í lífi fjölskyldunnar. Laugardaginn 10. júlí 2021 fóru þau Gunnhildur og Gylfi í brúðkaup hjá bróður hans en þá voru tveir dagar í settan dag hjá Gunnhildi. „Ég var þarna í hælaskóm og kjól og var nær allan tímann að hlaupa á eftir Gunnari Elís, eldra barninu okkar. Þegar klukkan var orðin átta að kvöldi til var ég orðin virkilega þreytt en reyndi að draga það að fara heim því þetta var stór dagur í lífi bróður Gylfa,“ segir Gunnhildur en hún átti bókaðan tíma í nálastungur á HSS klukkan níu sama kvöld til að ná að slaka á og sofa betur um nóttina. „Þarna klukkan átta fór ég að verða virkilega þreytt og pikkaði í Gylfa og spurði hvort við gætum farið heim, sem við gerðum.“ Gunnhildur fór í nálastungur klukkutíma seinna og byrjaði þá að fá verki, hún vissi að það þýddi að barnið kæmi í heiminn á næstu klukkutímum eða í það minnsta á næsta sólarhringnum. Það sem hún vissi hins vegar ekki var að ótrúleg atburðarás átti eftir að eiga sér stað. „Ég svaf ekkert alla nóttina fyrir verkjum. Þrátt fyrir það vakti ég ekki Gylfa því ég vildi að hann myndi ná að hvíla sig vel. Það gerði ég af fenginni reynslu en þegar strákurinn okkar kom í heiminn tók það svo langan tíma svo ég vildi að hann myndi vera út- hvíldur til að tækla þessa fæðingu vel,“ segir Gunnhildur og bætir við: „Það er ótrúlegt hvernig lífið er, sem betur fer leyfði ég honum að sofa svo hann var vel í stakk búinn að takast á við það sem átti eftir að gerast. Ég var alla nóttina að berjast við þessa verki og reyna að liggja í rúminu. Ég var á þessum tíma búin að vera í meðgöngujóga hjá Möggu Knúts og þar lærði ég að anda mig í gegnum verkina – eitthvað sem ég kunni ekki þegar ég fæddi strákinn okkar. Kemur í ljós að þegar maður andar sig í gegnum verkina leyfir maður öllu að opnast og líkamanum að gera það sem hann þarf að gera. Ég var staðráðin í að ná að anda mig í gegnum þetta. Ég var uppi í rúmi með jógatónlist í eyrunum og andaði dúpt þar til klukkan var orðin sjö um morguninn. Þá var ég alveg að drepast úr verkjum og hringdi í tengdamömmu og bað hana um að sækja Gunnar Elís, sem hún gerði. Við vorum svo komin upp á HSS um níuleytið á sunnudagsmorgninum.“ Pabbinn tók á móti barninu í forstofunni með neyðarlínuna á öxlinni Lítil Freyja fæddist á Freyjuvöllum Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is Nýfædd Freyja ásamt foreldrum sínum á forstofugólfinu. 40 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.