Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Page 52

Víkurfréttir - 15.12.2022, Page 52
Jólastemmning á aðventustund í Innri Njarðvíkurkirkju Jólaandinn sveif yfir vötnum á öðrum sunnudegi í aðventu á aðventustund í Innri-Njarðvíkurkirkju. Sr. Brynja Þor- steinsdóttir, prestur, stýrði stundinni sem var hin hátíðlegasta. Tónlistarfólk úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar flutti nokkur jólalög og kirkjugestir sungu jólasálma með kór kirkjunnar. Hluti kórsins, Vox Felix, söng einnig nokkur lög. Þá flutti Jenný Þórkatla Magnúsdóttir jólahugvekju. Pólarhraðlestin í Andrews Hátíðarsýning DansKompaní var sett upp í Andrews Theatre laugardaginn 3. desember. Sýningin í ár var byggð á jólaævintýrinu um Pólarhraðlestina og voru dansarar frá fjögurra ára og upp úr sem tóku þátt í sýningunni. „Mikil tilhlökkun hefur verið meðal nemenda og kennara skólans fyrir sýningunni en þetta er í fyrsta skipti sem skólinn heldur hátíðarsýningu á þessari stærðargráðu í desember. Á sýningunni mátti sjá hina ýmsu dansstíla sem kenndir eru við skólann eins og t.d. djassballett, klassískan ballett, street dance, commercial, nútímadans, söngleikjadans ásamt leiklist,“ sagði Helga Á. Ólafsdóttir, skólastjóri DansKompanís. 52 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.