Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Qupperneq 57

Víkurfréttir - 15.12.2022, Qupperneq 57
GLEÐILEGA HÁTIÐ og farsælt komandi ár Fyrsta áfanga Hlíðahverfis í Reykjanesbæ lýkur í júlí 2020 ÍBÚÐIR Á SÖLU HJÁ FASTEIGNASÖLUM grófu gríni. Okkur finnst gaman að vera með létt grín og vera skemmti- lega óviðeigandi. Það er kannski rétt að taka það fram að við erum að taka fullt af lögum þar sem grínið er ekki klúrt á nokkurn hátt.“ Hópurinn syngur þó ekki aðeins jólalög í dónalegum búningi heldur líka þessi hefðbundnu sem við könnumst flest við. En eiga þær það aldrei til að syngja gríntextana þegar þær koma fram sem Jólabjöll- urnar en ekki Drjólapjöllurnar? „Mörg af lögunum sem eru með dónatexta eru upprunalega ein- hver lög sem við syngjum líka. Við eigum þá alveg ótrúlega erfitt með að ruglast ekki, sérstaklega í lagi sem heitir Hátíðarsköp, sem er í raun lagið Hátíðarskap í nýjum búningi. „Ég kemst í hátíðarskap“ verður þá að „ég er með hátíðarsköp“. Við eigum alveg á hættunni að ruglast og það hefur alveg gerst en það er þá yfirleitt bara ein okkar sem ruglast en það heyrist oftast ekki þar sem hinar syngja réttan texta.“ Hvert er uppáhaldsjólalagið þitt og hvert er uppáhaldsgrínlagið þitt af þeim sem þið syngið? „Uppáhalds fallega jólalagið sem við syngjum er I’ll be home for Christmas, það er mjög erfitt að velja uppáhaldsdónalagið því það eru svo mikið af nýjum lögum sem við erum að taka í ár og þau eru svo ótrúlega skemmtileg. Ég hugsa að það sé lag sem við erum ósam- mála um hvað heitir en við köllum það yfirleitt Guttorm. Mér finnst það mjög skemmtilegt lag en það fjallar um að árið 2013 var umfjöllun í fjöl- miðlum um að starfsfólkið í Hús- dýragarðinum borðaði dýrin sem var slátrað á jólahlaðborði eða eitthvað svoleiðis og það er í raun megin inn- takið í þessu lagi. Ég held að það lag sé í uppáhaldi eins og er, en það er fljótt að breytast.“ Hvernig verða jólin í ár hjá þér per- sónulega? Ég er rosalega mikið fyrir hefðir svona í kringum hátíðir, þá sér- staklega jólahefðir. Ég vil bara hafa hlutina eins og þeir eru og hafa alltaf verið. Jólin fyrir mér snúast fyrst og fremst um að vera með fjölskyldunni minni. Á Aðfangadag er alltaf möndlugrautur í hádeginu og svo förum við í messu klukkan sex og komum svo heim, pabbi sér yfirleitt um matinn þar sem hann er lærður kokkur - sem er algjör lúxus. Það er aldrei neitt sparað í þessa máltíð en undanfarin ár hefur alltaf verið humar í forrétt, anda- bringur í aðalrétt og Toblerone ís í eftirrétt. Mamma og pabbi eru búin að vera að berjast núna í þónokkur ár að breyta því en okkur, mér og litlu frænku minni, þykir það mjög erfitt. Við erum svolítið vanafastar og viljum hafa hlutina eins og þeir hafa alltaf verið. Í ár fengu þau leyfi til að breyta þessu en við þurftum að funda um þetta og það var sam- þykkt að aðalrétturinn yrði lamba- hryggur, gegn því að við myndum fá andabringur við eitthvað annað tilefni. Við þurfum ennþá að fá anda- bringurnar okkar en þær þurfa ekki að vera þarna akkúrat á aðfangadag, það var niðurstaðan eftir stífar samningaviðræður. Annars ætla ég að syngja með Jólabjöllunum og reyna að vera sem mest með fjöl- skyldunni og hafa það kósý.“ Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is „Í dag er vinsælast að fá okkur í svona „dónaprógram“, við erum aðallega í því en tökum hitt að sjálfsögðu líka að okkur með glöðu geði“ VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum // 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.