Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Síða 58

Víkurfréttir - 15.12.2022, Síða 58
Innihald: Uppskrift gerir 10 litlar pav- lovur Botnar: 6 eggjahvítur 300 gr sykur salt á hnífsoddi 1 tsk vanilludropar 1 tsk mataredik Fylling: 500 ml rjómi 1 poki karamellukurl 200 gr Toblerone eða annað súkkulaði 200 gr KEA vanilluskyr Toppur: Þau ber sem ykkur finnst góð, fallegt að skreyta með súkkulaðispæni, flórsykri og myntu. Aðferð botnar: Hitið ofninn í 100°C 1. Eggjahvíturnar eru þeyttar með salti og sykrinum er bætt við rólega á meðan þeytt er. 2. Þegar eggjahvíturnar eru orðnar alveg stífar er ediki og vanilludropum bætt út í og hrært rólega 3. Á bökunarpappír eru litlar kúlur myndaðar og hola mynduð með skeið í miðjunni 4. Sett í ofninn í eina og hálfa klst. Best er að slökkva síðan á ofninum og leyfa pavlov- unni að geymast yfir nóttu inni í ofni. Aðferð fylling: 1. Rjóminn er þeyttur og restinni er blandað varlega saman við. 2. Rjóminn fer ofan á pav- lovuna og þær skreyttar með berjum og því sem ykkur finnst gott. Innihald: 500 ml. rjómi 4 egg 1 msk vanilludropar hnífsoddur salt 8 msk flórsykur 150 gr Toblerone 100 gr piparkökur 3 msk Baileys Aðferð: 1. Eggin og flórsykurinn er þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós. 2. Saltinu, vanilludropum og Baileys bætt við og hrært. 3. Tobleroneið og piparkök- urnar saxað í litla bita. 4. Rjóminn er þeyttur sér og svo er öllu blandað saman varlega með sleif. Blandan sett í form og inn í frysti, best er að útbúa ísinn kvöldið áður. Ég hef einnig gert ísinn nokkrum sinnum og slept baileysinu, hann er mjög góður þannig líka. Kökuna skreytti ég með jarðaberjum, Toblerone og Mars-íssósu sem er æðisleg með ísnum. Mars íssósa: 4 Mars-súkkulaðistykki 50 gr rjómasúkkulaði 200 ml rjómi Allt sett í pott og brætt saman við vægan hita án þess að sjóða. Pavlova með karamellukurli, toblerone og berjum Æðislega góðar laxasnittur sem er fljótlegt að útbúa og tilvalið að bjóða fram í jóla- boði eða sem forrétt Innihald: Pönnukökur Graflaxsósa Graflax Rjómaostur Dill Aðferð: Ég notaði tilbúið pönnu- kökuduft, auðvitað hægt að gera pönnukökur eftir amerískri pönnuköku upp- skrift líka litlar pönnukökur eru steiktar á pönnu, eins og ein matskeið af deigi. Hægt er að spara sér tíma með því að gera pönnukökurnar kvöldinu áður. Pönnukökurnar eru smurðar með graflaxasósunni og graflax, rjómaostur og dill sett ofan á. Laxasnittur Baileys jólaís með Toblerone og piparkökum Jólauppskriftir Gígju: „Ég held ég sé nokkuð mikið jólabarn, ég elska allt sem tengist jólunum. Það er eitthvað svo mikill sjarmi yfir öllu í desember og ég upplifi ekki neitt jólastress eins og margir,“ segir Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, flugfreyja, varabæjarfull- trúi og matarbloggari. Hún hefur í desember deild uppskriftum með lesendum Víkurfrétta. Hér eru þrjár góðar frá henni. Gleðilega hátíð! 58 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.