Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 4
Kaffi og te hefur hækk- að um 18,5 prósent á einu ári. Ör hækkun vaxta bítur frá sér. Ýmir Örn Finn- bogason hjá Deloitte Ég reikna með að þetta verði erfiður róður hjá fleiri stéttarfélögum en Eflingu. Ragnar Þór Ingólfsson, for- maður VRkristinnpall@frettabladid.is Akureyri Skipulagsráð Akur- eyrarbæjar fór fram á breytingu á húsnæðisáætlun bæjarfélagsins á nýjasta fundi sínum, sem gerði ráð fyrir að fjölga hagkvæmum íbúðum á viðráðanlegu verði og félags- íbúðum. Málinu var síðar vísað til afgreiðslu bæjarráðs og er boltinn því þar. Ef breytingarnar verða samþykkt- ar verður gerð krafa um að félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélagsins verði fimm prósent af nýju húsnæði árlega. Þar að auki verði hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði þrjátíu prósent af árlegu húsnæði sem rísi í sveitarfélaginu. Þetta sé í samræmi við ramma- samning ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í hús- næðismálum. n Fimm prósent verði félagsíbúðir Framkvæmdir á Akureyri. Fréttablaðið/auðunn kristinnpall@frettabladid.is sAmfélAg Tæplega 49 þúsund íslenskir ríkisborgarar eru með skráða búsetu erlendis. Tæplega fjórðungur þeirra er búsettur í Danmörku þar sem búa 11.590 Íslendingar. Þá eru Íslendingar búsettir í hundrað af 193 aðildar- ríkjum Sameinuðu þjóðanna, þar af aðeins einn Íslendingur í fimm- tán ríkjum. Þetta kemur fram í nýrri taln- ingu Þjóðskrár. Norðurlöndin Dan- mörk, Noregur og Svíþjóð bera af í fjölda Íslendinga, en heilt yfir búa rúmlega 29 þúsund Íslendingar í þessum þremur löndum. Vestanhafs eru tæplega 6.500 Íslendingar með búsetu í Bandaríkj- unum og níu hundruð í Kanada, en aðeins 76 í Suður-Ameríku. Þá eru rúmlega hundrað Íslendingar með skráða búsetu í Afríku, tæplega 250 í Asíu og um 700 í Eyjaálfu. n Flestir flytjast til Norðurlandanna „Takk fyrir að sýna okkur að krabbamein er ekki dauðadómur“ lifidernuna.is Kolluna upp fyrir mig og vinkonu mína! kristinnhaukur@frettabladid.is neytendur Bjór er sú matvara sem hefur hækkað minnst á Íslandi á einu ári, aðeins 4,7 prósent frá des- ember árið 2021 til desember árið 2022. Nautakjötið hefur hins vegar hækkað um 21,3 prósent. Heilt yfir hefur matvara á Íslandi hækkað um 10,5 prósent. Þetta er mun minni hækkun en meðal- hækkun matar verðs í ríkjum Evrópusambandsins, sem er 18,2 prósent. Hafa ber þó í huga að mat- arverð á Íslandi er með því hæsta. Hér hefur kjötvara hækkað mest. Lambakjöt hefur hækkað um 19,2 prósent, alifuglakjöt um 14,6 og svínakjöt um 12 prósent. Hækkun kjötvara er í heildina 17,8 prósent. Önnur vara sem hefur hækkað óvenjulega mikið á Íslandi eru kaffi og te, 18,5 prósent, en flestar aðrar vörur hafa hækkað um 8 til 10 pró- Bjór hækkað lítið en kjöt mikið gar@frettabladid.is kjArAmál „Það er ekkert í okkar samningum sem kveður á um slíkt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um þær fullyrðingar að taka þurfi upp nýgerða samninga Samtaka atvinnulífsins ef samtökin semji um annað við Eflingu. Halldór Benjamín Þorgrímsson, framkvæmdastjóri SA, hefur ítrekað sagt að ekki sé hægt að semja um annað við Eflingu en gert hafi verið í samningum við VR og Starfsgreina- sambandið. Meðal annars sagði Halldór í Silfrinu á RÚV sunnu- daginn 15. janúar síðastliðinn, að vandinn væri sá að ef SA féll ist á nálg un Ef l ing ar þyrftu sam tök in að taka upp nýgerða kjara samn inga við aðra, sem meðal annars er VR. Ragnar Þór segist ekki vita hvað Halldór sé að vísa í. „Við erum ekkert með í okkar samningum sem læsir aðra inni eða eitthvað slíkt. Það eru engar kvaðir í okkar samningi sem kveða á um að það þurfi að taka upp okkar samn- ing, sé samið með öðrum hætti við önnur stéttarfélög,“ segir Ragnar. Ef slíkt væri raunin hefði þegar orðið af því þar sem verkfræðingar hafi síðar samið með öðrum hætti en VR. „Þeir gera samning þar sem pró- sentuhækkunin gildir lengra upp launastigann.“ Ragnar bendir á að margir kjara- samningar losni á næstunni. „Þetta er allt að fara af stað. Þó að við höfum gengið frá skammtíma- samningi þá eru margar stéttir eftir. Þannig að ég reikna með að þetta verði erfiður róður hjá fleiri stéttar- félögum en Eflingu,“ segir Ragnar Þór. „En þetta náttúrlega endar allt á einn veg; það verður gerður kjara- samningur. Ég bara að vona að það náist góð niðurstaða.“ n Segir samning VR ekki læsa önnur stéttarfélög inni sent. Svo sem mjólk og ostar, egg, kornmeti, grænmeti og ávextir. Í Evrópu er mikil hækkun í mjólk- urvörum og kornmeti. Stór hluti korns var innfluttur frá Rússlandi og Úkraínu fyrir stríð. Langmesta hækkunin er hins vegar í sykri, 56,6 prósent. Hér á Íslandi hefur sykur aðeins hækkað um 7,8 prósent. n Nautakjöt hefur hækkað um rúmlega 21 pró- sent. Fréttablaðið/ SteFán Vaxtaumhverfið á fasteigna- markaði hefur hreyft við fólki sem færir sig hratt yfir í verðtryggð lán. Verðlækk- unarferlið á fasteignamarkaði sem hófst um mitt síðasta ár heldur áfram. ser@frettabladid.is húsnæðismál Verð á einbýli jafnt og fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu fer lækkandi, sem gefur til kynna að fasteignamarkaðurinn sé heldur að kólna frá því sem var á fyrri hluta síðasta árs. Þó er salan enn með ágætum, eink- um og sér í lagi í fjölbýlishúsum. Breytingarnar eru mun minni úti á landi. Þetta staðfesta nýjar tölur úr mælaborði Deloitte, sem byggja á sölutölum frá Þjóðskrá Íslands, en þær benda til þess að verðlækkunar- ferlið, sem hófst um mitt síðasta ár, haldi áfram. „Það mátti búast við þessu í því vaxtaumhverfi sem við lifum í um þessar mundir. Ör hækkun vaxta bítur frá sér,“ segir Ýmir Örn Finn- bogason, yfirmaður viðskipta- greindar hjá Deloitte. Ef horft er fyrst til þróunar á verði og sölu íbúða í fjölbýli, má sjá af tölum Deloitte að fermetra- verð hefur að meðaltali lækkað úr 737 þúsundum króna í nóvember á síðasta ári í 709 þúsund í desember. Það er tæplega fjögurra prósenta verðlækkun. Fleiri kaupsamningar voru þó gerðir í fjölbýli í desember en nóv- ember, alls 351 og hafa þeir ekki verið f leiri í þeim mánuði frá 2019. Fjölgunin nemur ellefu prósentum. Dýrasta íbúðin í fjölbýli í des- ember var á Grettisgötu 53B og seldist á 230 miljónir króna. Fasteignamarkaðurinn fer kólnandi Dýrustu eiginirnar í desember Í einbýli: Blikanesi 22, 295 milljónir króna. Í fjölbýli: Grettisgötu 53B, 230 milljónir króna. Vaxtaumhverfið hreyfir við fólki, en nærri níutíu prósent lána á fasteignamark- aði eru nú orðin verðtryggð. Fréttablaðið/ anton brink Á sama tíma og samið var um f leiri kaup á íbúðum í f jölbýli á höfuðborgarsvæðinu á milli umræddra mánaða, fækkaði kaup- samningum í einbýli um sextán prósent. Einungis 67 kaupsamning- ar voru gerðir í þeim eignaflokki. Dýrasta einbýlishúsið í desember síðastliðnum reyndist vera í Blika- nesi 22 í Garðabæ. Það einbýlishús var selt á 295 milljónir króna. „Það sem er að gerast við þessar aðstæður er að bankarnir eru orðn- ir miklu grimmari en áður gagnvart kaupendum,“ segir Ýmir Örn og bætir við: „Það er erfiðara en áður að komast í gegnum greiðslumat.“ Viðbrögð fólks séu að breyta um lánaf lokka. „Það heldur uppi kaupgetunni með því að breyta yfir í verðtryggt lán,“ segir Ýmir Örn, „en nærri níutíu prósent lána eru nú orðin verðtryggð lán. Það er brostinn á f lótti frá óverðtryggðu lánunum,“ segir Ýmir Örn Finn- bogason. n nánar á Fréttavaktinni á Hringbraut í kvöld. 4 FRéttiR FRÉTTABLAÐIÐ 26. jAnúAR 2023 FiMMtUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.