Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 6
Þetta er svo ungt lið sem stjórnar bænum að það man ekki þegar Akureyri var iðnaðar- bær. Þorsteinn E. Arnórsson, fyrrverandi safnstjóri Ég sé ekki fyrir mér að hér verði byggð nein stóriðjufyrirtæki frekar. Júlíus Sólnes, verkfræðingur og fyrsti um- hverfisráðherra Íslands Í raun ættu rafbyssur að byrja sem tilrauna- verkefni ef ekki er hægt að stöðva þessa reglu- gerðarbreytingu. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræð- ingur „Takk fyrir að sýna okkur að krabbamein er ekki dauðadómur“ Kolluna upp fyrir mig og vinkonu mína! lifidernuna.is bth@frettabladid.is BRidds Reykjavík Open, alþjóð- legt briddsmót, hefst í Hörpu í dag. Langt er síðan eins margir hafa tekið þátt í briddsmóti hérlendis. Keppendur koma f rá ý msum heimshornum. Fjöldi þátttakenda verður alls á áttunda hundrað samkvæmt skráningum. Kvennasveit Hjör- dísar Eyþórsdóttur heimsmeistara og atvinnumanns í bridds sem býr í Bandaríkjunum er meðal þátttak- enda. Í sveitinni er meðal annars nýbakaður Bandaríkjameistari í ungmennaflokki. Að sögn Matthíasar Imsland, framkvæmdastjóra Bridgesam- bands Íslands, er mótið eitt stærsta briddsmót sem haldið hefur verið á Íslandi og það fjölmennasta um árabil. Mótið hefst klukkan 19 í kvöld og lýkur síðdegis á sunnudag. Fyrstu tvo dagana fer keppni fram í tvímenningi en síðari tvo dagana verður spiluð sveitakeppni. n Eitt stærsta briddsmót Íslandssögunnar hefst í dag bth@frettabladid.is AkuReyRi Þorsteinn E. Arnórsson, hollvinur og fyrrverandi safnstjóri Iðnaðarsafnsins, segir að framtíð Iðnaðarsafnsins á Akureyri sé í mikilli óvissu. „Við verðum að loka safninu ef ekkert gerist fjárhagslega fyrir 1. mars,“ segir Þorsteinn. Safnið hef ur aldrei verið á föstum framlögum hjá Akureyr- arbæ en notið stuðnings. Utanað- komandi styrktaraðilar hafa átt stóran þátt í að halda rekstrinum gangandi, að sögn Þorsteins. Síð- ustu sex ár hefur staðan verið svo erfið að Þorsteinn hefur tekið að sér safnstjórn með hléum án þess að fá greitt fyrir. Félagar í Hollvinasamtökum Iðnaðarsafnsins rituðu bænum bréf nýverið þar sem kemur fram að safnið þurfi 7,5 milljónir fyrir 1. mars. Annars verði því lokað. „Ég ætla að geyma þau orð sem ég mun hafa um bæjarfulltrúa ef safn- inu verður lokað,“ segir Þorsteinn. Iðnaður var áður mjög umfangs- mikill á Akureyri. Safnið heldur utan um þá sögu og hefur vakið mikla athygli þau 25 ár sem það hefur starfað. „Þetta er svo ungt lið sem stjórnar bænum að það man ekki þegar Akureyri var iðnaðarbær og við framleiddum hér allt sem við þurftum,“ segir Þorsteinn. „Það er einn vandinn.“ Í þessu samhengi megi skýra lokun Smámunasafnsins. n Iðnaðarsafnið nálægt þroti og hætta á lokun Rafbyssur ættu að byrja sem tilraunaverkefni ef ekki er hægt að stöðva reglugerðar- breytingu, að sögn afbrota- fræðings. Mjög sjaldan ástæða til að beita þeim, enda notkun þeirra hættuleg. Umboðs- maður krefur ráðherra svara. bth@frettabladid.is LöggæsLA Ekki er ástæða til að lög- reglan geri rafbyssur að staðalbún- aði. Hins vegar getur við ákveðnar kringumstæður verið gott að lög- reglumenn beri þessi vopn. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson af brotafræðingur. Mikill styrr stendur nú um þær breytingar sem að óbreyttu verða að veruleika, þar sem íslenskir lögreglumenn hafa fengið heimild til að nota rafbyssur. Á Alþingi hefur verið bent á fjölda dauðsfalla vegna notkunar þessara vopna. Þá hefur umboðsmaður Alþingis gert athugasemd við fram- gang málsins. Umboðsmaður, Skúli Magnússon, hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá dómsmálaráðherra og bendir á að samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands skuli halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Með hliðsjón af þessu og aðdraganda málsins, eins og hann hefur verið rakinn í fjöl- miðlum, er ráðherra beðinn að svara ýmsum spurningum. Fram hefur komið hjá forsætis- ráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, að málið hafi ekki verið formlega rætt innan ríkisstjórnarinnar. Reglur um eftirlit séu skilyrði áður en vopn- unum verði beitt. Jón Gunnarsson dómsmála- ráðherra hefur sagt að hægt verði að koma í veg fyrir meiðsli á lög- reglumönnum með notkun nýju vopnanna. Rafvopnin auki öryggi lögreglufólks umfram kylfur sem heimilt er að bera í dag. Helgi Gunnlaugsson segir að mjög sjaldan sé þörf á rafbyssum. „Þær eru varasamar, þessar byssur, það hefur margoft komið í ljós erlendis,“ segir Helgi. „En það á við um öll valdbeitingartæki ef þeim er misbeitt.“ Helgi segir að eins og lögreglan sé mönnuð í dag á Íslandi, margir ómenntaðir og ekki með mikla þjálfun að baki, sé varasamt að heimila notkun rafbyssa. „Tilraun í Noregi sýndi litla notkun lögreglunnar á rafbyssum, óverulegar breytingar en samt var hægt að sjá að lögreglan taldi sig öruggari með þessi vopn.“ Alltaf er hætta á misbeitingu. Af leiðingarnar geta orðið mjög hættulegar að sögn Helga. Að mati hans er engin þörf á að lögreglan geri raf byssur að staðalbúnaði hér á landi þótt við ákveðnar kringum- stæður geti verið réttlætanlegt að lögreglumenn beri þessi vopn. „Eftirlit er vitaskuld nauðsynlegt sem og skráning notkunar og áhrifa. Í raun ættu rafbyssur að byrja sem tilraunaverkefni ef ekki er hægt að stöðva þessa reglugerðarbreytingu,“ segir Helgi. Hann segir að mörg skelfileg mál hafi komið upp í Evrópu síðustu ár þar sem vopnum eða ofbeldi er beitt og lögreglufólk sé skotið. Það er áhugavert að lögreglan í Færeyjum ber skotvopn við dagleg skyldustörf en notar þau nánast aldrei,“ segir Helgi. Lögreglan í Fær- eyjum er dönsk og námið skipulagt af Dönum. „Í þessari friðsældarparadís sem Færeyjar eru skiptir öllu að lögreglu- mennirnir eru vel þjálfaðir en hér á landi eru oft undirmannaðar vaktir, því miður,“ segir Helgi. Jón Gunnarsson dómsmálaráð- herra svaraði fyrirspurn Frétta- blaðsins um athugasemdir umboðs- manns Alþingis í gær í gær á þann veg að hann myndi svara umboðs- manni. Ekki fengust nánari upp- lýsingar um hvernig ráðherra mun svara umboðsmanni n Varar við rafbyssum nema í mjög sérstökum tifellum bth@frettabladid.is ORkumáL Fyrsti umhverfisráðherra Íslands, Júlíus Sólnes, segir nóg komið af stóriðju hér á landi. Hann vill algjört stóriðjustopp á Íslandi um ókomna tíð en hafnar á sama tíma vindmyllugörðum hérlendis. Fram kom á Fréttavaktinni á Hringbraut í viðtali við Júlíus í gær- kvöldi að lukkuriddarar sem reki áróður fyrir vindmyllum tali nú á svipuðum nótum og þeir sem áður töluðu fyrir laxeldi í öllum fjörðum hérlendis í eiginhagsmunaskyni. Júlíus segist hafa grun um að Norð- menn standi að baki þeim Íslend- ingum sem hafi hæst um vindorku hér á landi. Veðrið er vandamál fyrir vind- orku hér á landi, að sögn Júlíusar, einkum ofsaveður. Þá yrðu sjónræn áhrif mikil og orkan yrði stopul í stað þess að vera örugg alla daga. Ekki væri hægt að reka iðnað sem byggði á þessari orku. Einnig segir Júlíus að íhlutir í vindmylluorkugörðum séu ekki umhverfisvænir. Vindorka sé því ekki algræn þótt sums staðar þyki hún góð viðbót. Júlíus gerir einnig athugasemdir við þá pólitísku ákvörðun að allt rafmagn frá Kárahnúkavirkjun fari á lágu verði til eins fyrirtækis. Hann telur nóg komið af stóriðju. „Ég sé ekki fyrir mér að hér verði byggð nein stóriðjufyrirtæki frekar,“ segir Júlíus, verkfræðingur og fyrsti umhverfisráðherra landsins. n Vill algjört stóriðjustopp Einn helsti afbrotafræðingur Íslands varar mjög við notkun rafbyssa hér á landi nema í undantekningartilvikum. Hann óttast að óþjálfaðir lögreglumenn misbeiti vopnunum. fréttablaðið/afp Skúli Magnús- son, umboðs- maður Alþingis Von er á gríðarlegum fjölda keppnis- spilara í bridge í Hörpunni. 6 fréttIr FRÉTTABLAÐIÐ 26. jAnúAR 2023 fIMMtUDAGUr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.