Fréttablaðið - 26.01.2023, Side 8

Fréttablaðið - 26.01.2023, Side 8
Meint brot voru framin á árunum 2012 til 2020. Saman erum við sterkari. Mateusz Mora- wiecki, for- sætisráðherra Póllands Þjóðverjar sögðust í gær ætla að færa Úkraínumönnum fjór- tán Leopard 2 A6 skriðdreka. Samtals ætla Þjóðverjar og samstarfsþjóðir að senda 88 slíka skriðdreka til Úkraínu. gar@frettabladid.is Úkraína Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kynnti formlega í gær ákvörðun Þjóðverja um að senda fjórtán af hinum fullkomnu Leop- ard 2 A6 skriðdrekum sínum til Úkraínu. Samhliða sagði Scholz Þjóðverja samþykkja að aðrar þjóðir sendi einnig slíka skriðdreka til Úkraínu en slíkt er háð leyfi þeirra sem fram- leiðanda skriðdrekanna. Þjóðverjar myndu til að byrja með senda fjór- tán skriðdreka og að markmiðið sé að senda samtals 88 skriðdreka til Úkraínu þegar sendingar frá sam- starfsþjóðum eru meðtaldar. Svarar sá fjöldi til tveggja herfylkja. „Þessi ákvörðun er í samræmi við þekkta stefnu okkar um að styðja Úkraínu eftir bestu getu,“ sagði Scholz eftir ríkisstjórnarfund í Berlín. Allt væri þetta gert í sam- ráði við bandalagsþjóðir Þjóðverja. Fram kemur í umfjöllun spænska blaðsins El País að Þjóðverjar hafi eftir langvarandi þrýsting tekið þessa ákvörðun, í kjölfar þess að bandarískir embættismenn sögðu að gert hefði verið bráðabirgðasam- komulag um að senda skriðdreka af gerðinni M1 Abrams til Úkraínu til að aðstoða heimamenn í að hrinda innrás Rússa, sem hófst fyrir tæpu ári. Með því að Bandaríkin sendi einnig skriðdreka úr sínu vopna- búri vonist Þjóðverjar til að dreifa áhættunni af gagnráðstöfunum Rússa. Vitnar El País til hernaðar- sérfræðingsins Ekkehard Brose sem kveður þátttöku Bandaríkanna hafa verið grundvallaratriði svo Evrópa myndi ekki standa ein frammi fyrir kjarnorkuvopnaógn frá Rússlandi. Sálfræðilega séð sagði Brose það einnig hafa verið erfitt fyrir Þjóð- verja að senda skriðdreka sína austur á bóginn til átaka við Rússa enn á ný og vísaði hann þá til heims- styrjaldarinnar síðari og ábyrgðar Þjóðverja á þeim hörmungum. Dmitry Peskov, talsmaður stjórn- valda í Kreml, var ómyrkur í máli í gær og sagði fyrirætlanir Þjóðverja og Bandaríkjamanna vera hörmu- legar. „Ég er sannfærður um að margir sérfræðingar skilji fáránleika þess- arar hugmyndar,“ sagði Peskov við fréttamenn. Aðalatriðið væri að menn væru augljóslega að ofmeta áhrif þessarar sendingar á hern- aðarmátt Úkraínumanna. „Þessir skriðdrekar munu brenna niður, alveg eins og allir hinir – nema þeir kosta mikið og það mun enda á herðum skattborgara í Evrópu,“ boðaði talsmaðurinn. Nýlegar skoðanakannanir í Þýskalandi sýna að almenningur í Þýskalandi skiptist í fylkingar gagn- vart því að senda Leopard skrið- drekana til Úkraínu. Mateusz Morawiecki, forsætis- ráðherra Póllands, fagnaði ákvörð- un Þjóðverja. Hún væri stórt skref í að stöðva Rússa. „Saman eru við sterkari“ skrifaði Morawiecki í færslu á Twitter. n Úkraína fái tvö herfylki af Leopard 2 frá bandaþjóðum í Evrópu og NATO kristinnhaukur@frettabladid.is alþjóðamál Innflutningur á rúss- neskum vörum hefur helmingast hjá ríkjum Evrópusambandsins síðan í febrúar, þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. Í febrúar voru 7 pró- sent af innflutningi ESB frá Rúss- landi en í dag er hlutfallið um 3,5 prósent. Útflutningur hefur minnk- að úr rúmlega 2 prósentum niður í 1. Minnkandi viðskipti með orku á stóran hlut í þessu. Fyrir stríðið voru 35 prósent gass innflutt með þremur pípum frá Rússlandi og stefnt var að því að taka þá fjórðu, Nordstream 2, í gagnið innan skamms. Núna lítur út fyrir að ekk- ert verði af þeim áformum og hlut- fall rússnesks gass er komið undir 20 prósent. Innf lutning ur á olíu hef ur minnkað úr 25 prósentum niður í tæplega 15. Hlutfall rússneskra kola hefur fallið úr 45 prósentum í 13. ESB stefnir að því að verða alger- lega óháð Rússum um orku vegna árásargirni og óstöðugleika stjórn- valda í Kreml. Viðskipti með flestar aðrar vörur hafa einnig minnkað. Til að mynda járn, stál og áburð. Sumt stingur þó í stúf, eins og til dæmis verslun með nikkel. Hlutfall nikkelinnflutnings frá Rússlandi hefur aukist úr 42 í 43 prósent frá tímanum fyrir stríð. n Verslun ESB við Rússa minnkað með flestar vörur Von Der Leyen stefnir að því að gera ESB óháð Rússum um orku. Heimildir: Alþjóðlega herfræðirannsóknarstofnunin, Reuters Mynd: Flickr © GRAPHIC NEWS Úkraína fær þýska Leopard 2 skriðdreka Úkraína kveðst þurfa hina þýsksmíðuðu Leopard 2 skriðdreka, mest notuðu vestrænu skriðdrekana, til að verjast innrás Rússa. Lager af Leopard 2 í Evrópu- og NATO-löndum HeilarŒöldi í þjónustu/ til reiðu *Í aðildarferli að NATO †Ekki í NATO Að ofan: Norskur Leopard 2 skriðdreki Í þjónustu Á lager Í pöntun Þýskaland Grikkland Spánn Tyrkland Pólland Finnland* Sviss† Svíþjóð* Kanada Austurríki† Ungverjaland Noregur Danmörk Portúgal 321 353 327 316 247 100 134 120 82 56 36 44 37 44 16 12 100 Áætlað 200+ 2.500+ Þann 7. febrúar í fyrra heimsótti varnarmálaráðherra Þýskalands Litáen í til- efni afhendingar fimm Leopard 2 skriðdreka. Fréttablaðið/Getty kristinnhaukur@frettabladid.is frakkland 26 ára fransk-spænskur verkfræðingur missti eista eftir högg frá lögreglumanni á mótmæl- um í París síðastliðinn fimmtudag. Maðurinn krefst skaðabóta vegna þessa. Um 80 þúsund manns voru samankomin, samkvæmt innan- ríkisráðuneytinu, til að mótmæla áætlunum Emmanuels Macron Frakklandsforseta um hækkun líf- eyrisaldurs, úr 62 í 64 ár. Mótmælin voru skipulögð af verkalýðsfélög- unum sem halda því fram að 400 þúsund hafi mótmælt. Náðist það á myndbandsupp- töku þegar lögreglumaður lemur verkfræðinginn með kylfu í klofið. „Þetta var svo fast högg að það þurfti að fjarlægja annað eistað,“ sagði Lucie Simon, lögmaður verk- fræðingsins, sem var samkvæmt blaðinu The Local enn þá á spítala. „Þetta var hvorki sjálfsvörn né nauðsyn. Myndirnar tala sínu máli og hann var ekki handtekinn,“ sagði Simon. n Missti eista í mótmælum Frakkar mótmæla ákvörðun Macron. kristinnhaukur@frettabladid.is kanada John de Ruiter, 63 ára gam- all leiðtogi andlegrar hreyfingar í vesturhluta Kanada, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. Hreyfingin heitir College of Integrated Philosophy og er staðsett í borginni Edmonton í Alberta-fylki. Hefur de Ruiter verið sakaður um að reka sértrúarsöfnuð. Meint brot de Ruiter voru framin á árunum 2012 til 2020. Lögreglan í Edmonton handtók de Ruiter en í frétt breska ríkissjónvarpsins BBC um málið segir að hann muni snúa aftur til starfa hjá hreyfingunni í þessari viku. Samkvæmt lögreglunni á de Ruiter að hafa sagt fórnarlömbunum að hann hafi fengið skilaboð frá öndum um að hafa kynmök við þau og þau myndu öðlast andlega uppljómun af að stunda með honum mök. Lög- regluna grunar að fórnarlömbin séu fleiri og leitar nú að þeim. n Trúarleiðtogi ákærður fyrir kynferðisbrot John de Ruiter olafur@frettabladid.is dómSmál Aðalmeðferð í máli Fri- gusar II gegn Lindarhvoli og íslenska ríkinu vegna Klakka ehf. hófst í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Fyrstur í vitnastúku var Steinar Þór Guðgeirsson, lögmaður Lindar- hvols og ríkisins í málinu. Helga Vala Helgadóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, tók málefni Lindarhvols upp í umræðum um störf þingsins í gær og vísaði til rétt- arhaldsins í héraðsdómi. Helga Vala rifjaði upp að fjármála- ráðherra hefði stofnað Lindarhvol til að koma í verð þeim eignum sem féllu ríkissjóði í skaut eftir samninga við slitabú föllnu bankanna. Sagði hún fjármálaráðherra hafa fengið trúnaðarvin sinn til að stýra félag- inu og vísaði þar til vinasambands Bjarna Benediktssonar og Steinars Þórs Guðgeirssonar. Helga Vala sagði spurningar hafa vaknað um starfsemi Lindarhvols og Sigurður Þórðarson, sem settur var ríkisendurskoðandi vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda, hafi skilað skýrslu um hvers hann varð áskynja við rannsóknina en núver- andi og fyrrverandi forseti Alþingis hafa enn ekki leyft birtingu þess- arar skýrslu, þrátt fyrir ákvörðun forsætisnefndar þar um. Mögulega komi í ljós morgun þegar Sigurður Þórðarson ber vitni í málinu hvað stóð í skýrslunni. „Dómsmálið snýst um ákvarðanir stjórnenda Lindarhvols um hverjir fengu að kaupa og á hvað. Þá vill svo ótrúlega til að stjórnandi Lindar- hvols er fenginn Ad Hoc, til að starfa sem ríkislögmaður og annast þann- ig vörn íslenska ríkisins og Lindar- hvols gagnvart sókn gegn hans eigin ákvörðunum,“ sagði Helga Vala. Aðalmeðferð málsins lýkur í dag. n Segir fjármálaráðherra hafa ráðið trúnaðarvin Steinar Þór Guð- geirsson, lög- maður ríkisins, gaf vitnaskýrslu í 90 mínútur í gær. Fréttablaðið/ erNir 8 fRéTTiR FRÉTTABLAÐIÐ 26. jAnúAR 2023 fiMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.