Fréttablaðið - 26.01.2023, Síða 10

Fréttablaðið - 26.01.2023, Síða 10
Íbúðalánasjóður braut neytendalánalög en héraðsdómur og Landsréttur dæmdu að lögbrotið skyldi standa án afleiðinga fyrir sjóðinn. Við vonum samt að þetta stafi af því að sífellt fleiri leigjendur þekki til Leigjendaað- stoðarinnar og leiti sér aðstoðar. Kolbrún Arna Villadsen, stjórnandi Leigjendaað­ stoðarinnar Neytendur Kærunefnd húsamála úrskurðaði í fyrra að leigusala væri óheimilt að innheimta verðbætur á húsaleigu eftir á, þrátt fyrir að verðtryggingar- ákvæði sé í leigusamningi. Ársskýrsla Leigjendaað- stoðarinnar kemur út í dag. Leigjendaaðstoð Neytendasam- takanna bárust tæp þúsund erindi á síðasta ári, 82 á mánuði, og fjölgaði erindum um 12,2 prósent frá árinu 2021. Fjöldi erinda á mánuði var 72 árið 2021. Leigjendur eru stærsti hópurinn sem nýtir sér þjónustu Leigjendaað- stoðarinnar, eða 84 prósent. Hlut- fall leigusala er 14 prósent, eða 142 erindi, sem er talsverð aukning frá árinu 2021 þegar leigusalar voru 11 prósent þeirra sem nýttu sér þjón- ustuna, eða 95 talsins. Fyrirspurnum á öðru tungumáli en íslensku fjölgaði um 87 prósent milli ára og voru þær 364 í fyrra. Athygli vekur að f lokkurinn „riftun“ var með um 17 prósent fyrirspurna frá þeim sem tala erlent tungumál en 13 prósent frá íslenskumælandi árið 2021, en í fyrra varð mikil fækkun í þessum málaflokki og taldi hann 11 prósent fyrir báða hópa. Á síðasta ári var f lokkurinn „tryggingar“ um 20 prósent fyrir- spurna hjá þeim sem tala erlend tungumál en 13,4 prósent frá íslenskumælandi. Árið 2021 var þessi f lokkur um 13 prósent hjá báðum hópum. Þetta kann að benda til þess að meira sé um að neytendum sé neitað um endur- greiðslu tryggingarfjár. „Við vonum samt að þetta stafi af því að sífellt fleiri leigjendur þekki til Leigjenda- aðstoðarinnar og leiti sér aðstoðar,“ segir Kolbrún Arna Villadsen, stjórnandi Leigjendaaðstoðarinnar. Óheimilt að innheimta verðbætur eftir á Erindum til Leigjenda­ aðstoðarinnar fjölgaði um 12,2 prósent milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM Ólafur Arnarson olafur @frettabladid.is Í skýrslunni er birt reynslusaga þar sem reyndi á tungumálaerfið- leika leigjanda og aðstoð Leigj- endaaðstoðarinnar við gerð kæru til kærunefndar húsamála. Málið snerist um að leigusali neit- aði að endurgreiða tryggingafé upp á 330 þúsund krónur við skil íbúðar. Leigjandi hafði leigt hjá leigusala í rúm þrjú ár og ekki var ágreiningur um skilin á hinu leigða né neitt er tengdist þeim, en aftur á móti taldi leigusali að leigjandi skuldaði um 640 þúsund vegna vangoldinnar leigu. Hélt leigusali því eftir tryggingu. Samkvæmt leigusala kom fram í leigusamningi að leiga myndi taka breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs og væri skuldin til- komin vegna þessa. Leigjendaað- stoðin taldi leigusala ekki hafa heimild til afturvirkrar hækkunar þar sem hann hafði ekki nýtt sér hana á leigutíma. Leigjendaaðstoðin reyndi milli- göngu í málinu en þar sem leigusali og lögmaður hans töldu að um lög- mæta kröfu væri að ræða og eina til- laga þeirra að málalykt var að lækka meinta skuld niður í 330 þúsund krónur ráðlagði Leigjendaaðstoðin leigjandanum að leggja málið fyrir kærunefnd húsamála. Sendi leigj- andi inn kæru sem var vísað frá þar sem hún barst ekki á íslensku. Í kjöl- farið aðstoðaði Leigjendaaðstoðin leigjanda við að útbúa kæruna á íslensku og var niðurstaða kæru- nefndarinnar að leigusala bæri að endurgreiða leigjanda tryggingu að fullu. Með þessum úrskurði leikur eng- inn vafi á því lengur að leigusala er óheimilt að innheimta verðbætur á leigu eftir á, þrátt fyrir að verðtrygg- ingarákvæði sé í leigusamningi. Kolbrún Arna segir Leigjendaað- stoðina hafa nýtt sér þjónustu Lang- uage Line til að málavextir lægju skýrt fyrir í málinu. Að hennar sögn eru vísbendingar um að þeir sem ekki eru íslenskumælandi þekki síður réttindi sín sem leigj- endur. Hlutfallslega f leiri erindi komi á erlendum tungumálum en íslensku um atriði eins og trygg- ingar, greiðslu leigu og aðgengi leigusala, auk þess sem Leigjenda- aðstoðin hafi oftar milligöngu um slík erindi. Enn fremur endar mun hærra hlutfall erinda hjá kærunefnd húsamála þegar leigjendur eru ekki íslenskumælandi. n olafur@frettabladid.is Í gær fór fram málf lutningur í Hæstarétti í máli sambúðarfólks gegn ÍL-sjóði vegna uppgreiðslu- gjalds sem Íbúðalánasjóður inn- heimti þegar þau greiddu upp lán sitt hjá sjóðnum. Staðfest hefur verið á öllum dóm- stigum að uppgreiðslugjaldið var innheimt í trássi við lög um neyt- endalán vegna þess að í skuldabréfi var engin skýring á því hvernig fjár- hæð gjaldsins skyldi reiknuð. Héraðsdómur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að brot sjóðs- ins á lögum um neytendalán skyldu engar afleiðingar hafa fyrir sjóðinn. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Hæstiréttur samþykkti að taka málið fyrir. Bendir það til þess að réttinum þyki niðurstaðan geta verið fordæmisgefandi eða haft verulega samfélagslega þýðingu. Í f lestum skuldabréfum Íbúða- lána sjóðs voru skilmálar þar sem fram kom ákvæði um útreikning uppgreiðslugjalds og hafa dóm- stólar komist að þeirri niðurstöðu að í þeim tilfellum sé innheimta uppgreiðslugjaldsins lögmæt. Á tilteknu tímabili vantaði hins vegar lýsingu á útreikningi upp- greiðslugjalds í skuldabréf Íbúða- lána sjóðs og skuldabréfið sem málið snýst um var einmitt gefið út á því tímabili. Við réttarhaldið í gær kom fram að búið er að stefna ÍL-sjóði í 15 til 17 málum þar sem þennan skilmála vantar í skuldabréfin. Einnig kom fram að ÍL-sjóður viðurkennir að skilmálann vanti í skuldabréfin en hefur ekki hug- mynd um hvers vegna svo er, hvern- ig það gerðist eða yfir hve langt tímabil skuldabréf sjóðsins voru án skýringa á útreikningi uppgreiðslu- gjalds. Málaferlin hafa nú staðið í á fjórða ár án þess að ÍL-sjóður hafi komist til botns í þessu máli. Að loknum málf lutningi var málið dómtekið og ætti dómur að falla innan mánaðar. n Tekist á um afleiðingar lögbrots Fram kom í Hæstarétti í gær að ÍL­sjóður getur ekki skýrt út hvers vegna skuldabréf Íbúðalánasjóðs brutu gegn lögum um neytendalán. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI olafur@frettabladid.is Netglæpir eru vaxandi vandamál í heiminum og hér á Íslandi förum við ekki varhluta af því. Netglæpir hafa kostað samfélagið 1,5 milljarða frá árinu 2017. Fórnar- lömbin eru einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir og nemur tjón þeirra um 300 milljónum á ári hverju af völdum netglæpa og -svika. Þetta er aðeins það tjón sem tilkynnt hefur verið til lögreglu. Reikna má með því að tjónið sé umtalsvert meira. Einstaklingar hafa tapað 600 milljónum og fyrir- tæki og félagasamtök 900 millj- ónum frá 2017. Netglæpir byggja á því að mis- nota traust fólks og svíkja af því fjármuni, aðgang eða upplýsingar. Helsta vörn fólks felst í því að treysta ekki í blindni og bregðast ekki strax við fyrirmælum sem við fáum send heldur staldra við, „taka tvær“ og fara í gegnum nokkur skref áður en ákvarðanir eru teknar varð- andi háar fjárhæðir og viðkvæmar upplýsingar. Á vefsíðunni taktutvaer.is eru góð ráð til neytenda um það hvernig best er að vara sig á netinu: n Skoða vefslóð í hlekk eða þegar á vefsíðuna er komið. Er slóðin traust? Eru nöfn eða fyrirmæli rétt skrifuð? n Sannreyna greiðsluupplýs­ ingar. Er upphæðin rétt? Er hún í réttum gjaldmiðli? Er hún að fara á réttan stað? n Hafa samband við fyrirtæki eða stofnanir ef vafi kviknar. Eitt sím­ tal getur sparað háar fjárhæðir. n Er líklegt að einstaklingurinn, fyrirtækið eða stofnunin hafi samband með þeim aðferðum sem um ræðir? n Taka tvær mínútur og velta fyrir sér: Er tilboðið of gott til að vera satt? Varúð á netinu 10 fréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 26. jAnúAR 2023 fiMMTUDAGUr
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.