Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 12
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is halldór Frá degi til dags Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráð- herra Á þriðjudag var sérstök umræða á Alþingi um lofts- lagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi (COP27) sem haldin var í lok síðasta árs og um markmið Íslands í loftslagsmálum. Loftslagsmálin eru stærsta áskorun samtímans og COP-ráðstefnan er stærsti alþjóðlegi vettvangurinn þar sem þau eru til umfjöllunar. Það er alltaf við hæfi að ræða lofts- lagsmálin á þinginu, eins og í samfélaginu öllu. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hafa sett sér háleitustu markmið í heimi þegar kemur að lofts- lagsmálum. Auk þess að fylgja öðrum Evrópu- ríkjum í því þá setti ríkisstjórnin sér enn háleitari markmið. Sjálfstæð markmið Íslands eru kolefnishlutlaust Ísland árið 2040, að Ísland verði óháð jarðefnaelds- neyti fyrst ríkja og, það sem er næst okkur í tíma, 55% samdráttur í losun á beina ábyrgð Íslands. Þessi markmið og áskoranirnar sem þeim fylgja eru ekkert smáræði. Við verðum að hafa hraðar hendur ef við ætlum okkur að ná þeim. Til þess að ná 55% markmiðinu verðum við að draga saman losun um 1,3 milljónir tonna. Megin- þorri þeirrar losunar er í samgöngum á landi. Við verðum því að hlaupa á ógnarhraða í grænu orku- skiptin til þess að ná þessu markmiði. Á síðasta ári stigum við gífurlega mikilvæg skref í orkuskiptum. Við rufum níu ára kyrrstöðu með samþykkt þriðja áfanga rammaáætlunar. Við kláruðum aflaukningarfrumvarpið sem heimilar stækkun á virkjunum í rekstri. Orkusjóður styrkti orkuskiptaverkefni um rúman milljarð og við ein- földuðum styrkjaumhverfi til umhverfisvænnar húshitunar. Nú stendur yfir endurskipulagning umhverfis- ráðuneytisins og undirstofnana þess með það fyrir augum að vera betur í stakk búin að ná þessum gífurlega háleitu markmiðum. Markmið endur- skipulagningarinnar eru margþætt en fyrst og fremst að skipulagið þjóni verkefninu sem er fram undan. Höfuðáherslan fram á veginn verður að vera sú að við beinum kröftum okkar í að ná settum mark- miðum en ekki að setja okkur ný markmið. Nóg er af verkefnum, nú þarf að framkvæma. n Háleit markmið Þessi mark- mið og áskoran- irnar sem þeim fylgja eru ekk- ert smá- ræði. Við verðum að hafa hraðar hendur ef við ætlum okkur að ná þeim. Í friðsömustu löndum Evrópu – og þau eru blessunarlega fleiri en færri, á almenningur erfitt með að setja sig í spor Úkraínumanna sem berjast ýmist fyrir lífi sínu eða óttast það á hverri stundu að flugskeyti Rússa hitti heimili þeirra fyrir. Og hversdagslega kann þessi tilhæfulausi og ógeðslegi stríðsrekstur Rússa á hendur nágrönn- um sínum að vera jafn fjarlægur og hann er óskiljanlegur. Það hjálpar heldur ekki upp á hluttekninguna að gera að stríðið hefur dregist á langinn – og ekki er nema innan við mánuður þar til það hefur staðið yfir í heilt ár. En skelfingin er söm og áður. Líkin hrannast upp. Örkumlin blasa við á hverri fréttamynd- inni af annarri. Engu er hlíft. Eyðileggingin eykst dag frá degi. Innviðirnir eru sundurtættir, enda er spellvirkjunum einkum og sér í lagi beint að skólum, söfnum, samgöngumannvirkjum og rafstöðvum, fyrir nú utan heilu íbúðahverfin í stórum borgum og smáum. Og heita má að einu gleðilegu tíðindin sem berast frá Úkraínu hverfist um óbilandi baráttuþrek heimamanna, jafnt hermanna, helstu ráðamanna og allrar alþýðunnar austur á sléttunum miklu. Í allri þessari gleymsku betur settra íbúa álfunnar má ekki leiða sjónir frá því sem raun- verulega er að gerast í álfunni. Úkraínumenn eru að verja Evrópu. Þeir eru varðmenn hennar. Þeir fórna sér fyrir íbúana vestan landamær- anna, en þeir hinir síðarnefndu vita sem er að ekkert ógnar friði þeirra og lífsviðurværi meira en ef Rússum tekst að hertaka Úkraínu. Og það er af því að næst myndu Pútíntátarnir anda ofan í hálsmál frjálsra íbúa álfunnar, sem margir hverjir hugsa með hryllingi til Sovéttímans þegar lamandi hönd hins illa og spillta var lögð af sínum ógnarþunga yfir frumkvæði og áræði einstaklinga – og það í heilan mannsaldur. Sá tími má aldrei verða aftur. Og það er ein þjóð sem er öðru fremur að berjast fyrir því að svo verði ekki. Það er í þessu ljósi sem það verður að teljast helst til aumkunarvert að sjá aðrar Evrópuþjóðir heykjast á því að láta Úkraínumönnum vopn í hendur. Þar hafa Þjóðverjar dregið lappirnar hvað lengst, framleiðendur fullkomnustu skrið- dreka álfunnar sem forystumenn í Kænugarði hafa ítrekað óskað eftir til að hjálpa hermönn- um sínum á víðum völlum vígstöðvanna. Vonum seinna er Olaf kanslara Scholz, þeim varfærna og hógláta ráðamanni í Berlín, að snúast hugur – og ætla má að byssukjöftum hlé- barðanna verði nú snúið í rétta átt. Evrópa er í húfi. n Varðmenn Evrópu Úkraínu- menn eru að verja Evrópu. Þeir eru varðmenn hennar. benediktboas@frettabladid.is Hnegg Miðflokksins Öllum fannst Áramótaskaupið gott nema þeim sem kjósa Mið- flokkinn. Þetta kemur fram í könnun Maskínu sem birtist í gær. Samkvæmt henni fannst alls 89 prósentum landsmanna Áramótaskaup Dóru Jóhanns- dóttur gott. Eðlilega. Þegar betur er rýnt í gögnin kemur svo í ljós að aðeins fimm prósentum fannst skaupið vera mjög slakt. Tuðandi karlmenn, 60 ára og eldri, eru þar í miklum meiri- hluta og áberandi er hversu margir hinna óánægðu kjósa Miðflokkinn, eða 19,4 prósent. Óánægjuraddirnar eru einnig sterkar innan Sósíalistaflokksins enda þar svo sem ekki beint margt fólk sem bregður fyrir sig bröndurum á stórum stundum. 34 hellisbúar Ein merkilegasta niðurstaða könnunar Maskínu er að af tæp- lega þúsund manns sem tóku þátt voru 34 sem sögðust ekki hafa horft á skaupið. Það er með ólíkindum, því hvað er annað að gera á gamlárskvöld en að hlakka til skaupsins? Enn er rætt um skaupið og ný smáatriði koma í ljós því fólk er enn að tala um og enn að horfa. En þessir 34 sem horfðu ekki. Hvernig taka þeir þátt í samræðum? Kannski fylla þennan hóp þó miklir sérfræð- ingar í snjómokstri, tæmingu flugvéla í fárviðri, borgarskipu- lagi og rafbyssum. Láta jafnvel skoðanir sínar í ljós. n „Það er svo gott að tala við einhvern sem hefur farið í gegnum svipaða reynslu“ lifidernuna.is Kolluna upp fyrir öll sem berjast við krabbamein og aðstandendur! 12 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 26. jAnúAR 2023 FIMMTuDAGuR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.