Fréttablaðið - 26.01.2023, Page 15

Fréttablaðið - 26.01.2023, Page 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 26. janúar 2023 Þráðurinn er upphafið og endirinn Ása Bríet Brattaberg er nú á lokaári sínu í hönnun á kvenfatnaði í skólanum sem hana dreymdi alltaf um að læra í, Central Saint Martins í London. „Þaðan hafa uppáhaldshönn- uðirnir mínir útskrifast og sjálf útskrifast ég þaðan í vor,“ segir Ása. Ása Bríet er upprennandi hönnuður á lokaári sínu í fatahönnunarnámi í London. Verk hennar bera vott um mikla næmni gagnvart áferð og sögu textíls. Mynd/aðsend Ása Bríet Brattaberg er 26 ára gömul og er frá Íslandi og Færeyjum. Hún útskrifaðist með sveinspróf í kjólasaumi frá Tækniskólanum í Reykjavík 2016 og fór þaðan í textíldeildina í Myndlistaskólanum í Reykjavík. „Mér fannst mikil- vægt að hafa öðlast góða þekk- ingu á textíl áður en ég stefndi í fatahönnun. Ég hef farið í nokkur starfsnám á námsferlinum og lærði meðal annars hanskagerð hjá Tho- masine Barnekow 2017, vann hjá fatahönnuðinum Anne Isabella í Berlín síðasta vor og svo vann ég hjá textíldeild Chanel í París í sex mánuði á síðasta ári, sem var alveg ógleymanleg upplifun og reynsla,“ segir Ása Bríet. Rauði þráðurinn Ása ólst upp umkringd handa- vinnu kvennanna í kringum sig og var snemma byrjuð að taka upp prjónana og prófa sig áfram á saumavélinni. „Núna, þegar ég vinn að lokalínunni minni er ég mikið að skoða uppruna textílaðferða, bæði í vefnaði, prjóni og útsaumi. Þráðurinn hefur alltaf verið mikil- vægur í minni sköpun, hvort sem ég spinn mitt eigið garn úr ull frá ömmu og afa sem eru sauðfjár- bændur, eða afmynda efni með því að taka ívaf úr uppistöðu þess. Ég endurnýti gamlar flíkur sem minn efnivið í hönnun. Það gefur mér óútreiknanlega útkomu sem mér finnst bæði spennandi og krefjandi að vinna með. Í mínu sköpunarferli byrja ég oftast á því að vinna með textíl út frá ákveðinni hugmyndafræði sem ég hef. Þaðan fer ég svo að leika mér með prufurnar á líkamanum. Ég ímynda mér hvernig megi yfirfæra textílinn í flíkur og form og leyfi þá oft efninu að ráða ferðinni. Mér finnst mjög áhugavert að vinna á þessa leið, þar sem að textíllinn er mjög mikilvægur í minni hönnun og gefur hverri flík tækifæri á að vera einstök.“ Innblástur og áferðir „Ég er alltaf með augun opin og forvitin fyrir öllu í kringum mig. Ég verð meira fyrir innblæstri af myndlist og tónlist heldur en fata- hönnun. Auðvitað er ég þó með puttann á púlsinum og fylgist með hvað er í gangi hverju sinni frá tískupöll- unum í París og London. En ég skoða kannski meira hvað var að gerast í fatahönnun þegar stærstu meistar- arnir voru enn uppi. Ég fylgist mikið með David Altmejd og er mjög hrifin af þráðainnsetningum hans og and- litsskúlptúrar hans gefa mér alltaf einhverja ónotalega fallega tilfinn- ingu. Jeanne Vicerial er magnaður þráðaskúlptúristi og svo er ég alveg að dýrka Cecile Feilchenfeldt, sem er ótrúlegur prjónahönnuður og gerir ótrúlegustu hluti í prjóni fyrir helstu tískuhús Parísar.  Netglæpir verða sífellt flóknari. FRÉTTaBLaðIð/GeTTy sandragudrun@frettabladid.is Sérfræðingar í netöryggi telja að tæki ætluð til heimilis- og einkanota verði helstu skotmörk netglæpamanna í ár, ef marka má breska fjölmiðla. Almenningur verður sífellt oftar fyrir netárásum og ógnanirnar verða stöðugt flóknari. Í skýrslu frá árinu 2022 um stöðu netöryggis, sem gefin var út af netöryggisfyrirtækinu ReasonLabs, kemur fram að stórfyrirtæki verja miklum tíma og peningum í að tryggja netöryggi sitt, en að sumir einstaklingar þyrftu að koma upp jafn öflugum vörnum heima við. Víðtækari árásir Í skýrslunni kemur einnig fram að þar sem stórfyrirtæki eru sífellt betur varin gegn árásum hafa netglæpamenn þurft að breyta aðferðafræði sinni. Í stað þess að eyða miklum tíma í eitt fórnar- lamb innan fyrirtækis ráðast þeir á milljónir fórnarlamba í von um að finna veikan hlekk. Árásirnar eru orðnar víðtækari og tæknin sem þeir nota er háþróaðri en áður. Þar sem fólk er í auknum mæli farið að vinna heima hjá sér fer það frekar með fyrirtækistölvurnar heim. Þar eru varnir hugsanlega minni en á vinnustaðnum. Vefveiðar eru enn stærsti árásarþátturinn. Vegna þessa er undirstrikað í skýrslunni að brýn þörf er fyrir aukna fræðslu til almennings um netöryggi. n Heimili skotmörk netglæpamanna

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.