Fréttablaðið - 26.01.2023, Side 16

Fréttablaðið - 26.01.2023, Side 16
Jóhanna María Einarsdóttir jme @frettabladid.is Ása segir að í lokalínunni sinni hafi mikill tími farið í rann- sóknarvinnu um hvernig hún geti unnið í jafnmengandi iðnaði og fata- iðnaðurinn er, og hvernig hægt sé að gera betur. Mynd/Árni Skeng Gegnsætt prjón með perlum. Hér heima er Sólveig Dóra að gera mjög spennandi hluti í fatahönnun og mig dreymir um listaverk eftir Loja Höskulds. Svo er Magnea alltaf að gera spennandi hluti með íslensku ullina. Minn stíll myndi ég segja að sé áferðarmikill en ég er líka með auga fyrir nákvæmni. Ég er ryth mísk með rómantískum blæ, hávær en samt svo hljóðlát. Áferð veitir mér innblástur og ég tengi áferð mjög mikið við tilfinningar. Ég fæ líka innblástur frá fólki sem ég sé í kringum mig, myndlist og tónlist. Að hlusta á tónlist og upplifa tónlist á klúbbi með fólki í kringum mig sem dansar í takt við tónlistina veitir mér mikinn inn- blástur og tengist aftur við þessar tilfinningar og áferð sem ég yfir- færi inn í taktfasta vinnu í textíl.“ Er einhver sérstakur áratugur í tískunni sem þú heillast af? „Ég fæ ekki beint mikinn inn- blástur frá sérstökum áratug, en ætli ég sé ekki bara mest heilluð af því að í „gamla daga“ klæddi fólk sig meira upp hversdagslega og notaði sparifötin sín meira en nú.“ Hefur þú sjálf gaman af tísku og að klæða þig í fallegar f líkur? „Já algjörlega, ég kaupi helst flíkur í „second hand“ búðum, nytjamörkuðum eða á mörkuðum þegar ég ferðast. Svo finnst mér mjög gaman að leika mér að setja saman mismunandi áferð í lögum. Svo var áramótaheitið mitt að leika mér meira með flíkurnar sem ég á, breyta þeim eða bara að stílísera þær öðruvísi en áður.“ Lokalínan er upphafið Ása Bríet hefur verið að vinna í lokalínunni sinni síðan í ágúst í fyrra. „Það hafa nokkrir mánuðir farið í rannsóknarvinnu og þróun á textíl. Ég fékk nú á dögunum skólastyrk frá skartgripafyrir- tækinu Swarovski sem er með pró- gramm fyrir unga upprennandi hönnuði sem vinna í kringum sjálfbærni í sinni hönnun. Það er mikill heiður að fá þennan skóla- styrk og hjálpar mér mjög við gerð á lokalínunni minni. Í mínu ferli hefur farið mikil rannsóknarvinna í að skoða hvernig hægt sé að vinna í iðnaði sem er mjög mengandi fyrir umhverfið, hvernig megi hanna á sjálfbærari máta og koma inn í þennan iðnað með það sjónarmið að það er hægt að gera betur. Að það sé hægt að koma fram ein- hverjum breytingum á því hvernig framleiðsluferli er hagað og varð- andi ákvarðanir um uppruna efnis í hönnuninni og fólkið sem vinnur í tísku. Ég er núna að komast að lokaniðurstöðum með flíkurnar sem ég mun sýna sem hluta af lokalínunni minni. Það er mikil vinna fram undan þar sem flest  allar flíkurnar krefjast mikillar handavinnu, en það er bara spenn- andi verkefni að takast á við. Það getur verið frekar yfirþyrmandi að hugsa til þess að loksins sé komið að því að gera lokalínuna sína eftir öll þessi ár sem ég hef verið að læra einhvers konar hönnun. En ég reyni að minna mig á að þetta verður alls ekki „lokalínan“ mín, þetta er bara upphafið á einhverju frábæru sem ég mun takast á við eftir útskrift í vor,“ segir Ása Bríet. n Flík úr Pre Collec- tion eftir Ásu Bríeti. Balenciaga Project, sýnt á Balenciaga safninu í Getaria 2022. Mynd/Viðar Logi Skór úr íslenskri ull. K A V IT A 2 kynningarblað A L LT 26. janúar 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.