Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 23
 Hraði stafrænnar umbreyt- ingar og tækifærin í snjall- þroska fyrirtækja gera það að verkum að það er mjög brýnt fyrir öll fyrirtæki að horfa gagn- rýnum augum á rekstur, tilgang og sókn til framtíðar. Ósk Heiða Sveinsdóttir starfar sem forstöðumaður þjónustu og markaða hjá Póstinum og ber ábyrgð á sölu- og markaðsdeild, þjón- ustuveri, upplifun viðskipta- vina og vefmálum. „Ég legg mikla áherslu á að það sé gaman í vinnunni því oft reynir á þegar tekist er á við stór og flókin verkefni. Þá þarf að vanda til verka og nýta hugvitið, ástríðuna og þekkinguna sem er til staðar.“ Ósk segir mikilvægast að vinna náið saman þvert á deildir og fyrirtækið allt en með miklu og virku samtali gerist hlutirnir hraðar og árangurinn verði meiri. „Þegar allir dansa í takt, með óskir viðskiptavina að leiðarljósi gerast góðir hlutir,“ bætir hún við. „Hraði stafrænnar umbreytingar og tækifærin í snjallþroska fyrir- tækja gera það að verkum að það er mjög brýnt fyrir öll fyrirtæki að horfa gagnrýnum augum á rekstur, tilgang og sókn til framtíðar,“ segir Ósk. „Við erum meðvituð um þetta og þess vegna er mikilvægt að leggja áherslu á að eiga samtal við markaðinn, að hlusta og bregðast við hugmyndum og rýni.“ Að sögn Óskar hefur Pósturinn gengið í gegnum miklar breyt- ingar, enda er markaðurinn sem fyrirtækið starfar á að taka mjög hröðum breytingum á heimsvísu. „Það eru fá ástarbréf póstlögð í dag en þeim mun fleiri pakkar á ferð og flugi í gegnum kerfin okkar. Við höfum gert góða aðgerðaáætlun fyrir árið 2023 til að bæta þjónustu og leggjum áherslu á framfarir með „litlum sigrum“ en mikil- vægum til að koma á umbótum. Allar breytingar eru að sögn Óskar hugsaðar út frá væntingum viðskiptavina og brátt muni við- skiptavinir Póstsins upplifa fleiri breytingar til hins betra. „Það verður áhugavert að sjá hvernig verslun og þjónusta mun ná nýju jafnvægi nú þegar Covid- áhrifanna gætir minna en síðustu ár. Áfram gildir þó að gefa þarf í þegar kemur að stafrænni þróun til að mæta breyttum raunveru- leika. Við sem neytendur viljum stýra tímanum okkar sjálf. Til dæmis með því að nýta netverslun og heimsendingar og spara tímann sem fer í akstur og heimsóknir í verslanir sem eru dreifðar um landið. Við bara pöntum í net- verslun og bökum pitsu, skráum okkur á jóganámskeið og verjum tíma með fjölskyldunni á meðan pakkinn fer sína leið,“ segir Ósk. Mikilvægi fyrirtækjamenningar Ósk er umhugað um fyrirtækja- menningu og vaxtarmiðaðan hugsunarhátt. „Góðir leiðtogar þurfa að vera framtíðarþenkjandi og leggja áherslu á að skapa sóknar- og vaxtarmiðaða fyrir- tækjamenningu. Hún snýst ekki bara um að kalla eftir nýstárlegum hugmyndum heldur líka að nýta gögn sem verða til í núverandi starfsemi til að gera enn betur. Sífelld endursköpun er nauðsynleg til að fyrirtæki geti vaxið. Það þarf að þora að ögra núverandi ástandi,“ segir hún. „Árangur næst þegar það er hluti af fyrirtækjamenningunni að afla þekkingar og það er svigrúm til að gera tilraunir til að vaxa. Hvort sem hlutirnir ganga upp eða ekki má alltaf draga lærdóm af slíkum tilraunum. Keyrum á gögnum, ekki tilfinningu.“ Að mati Óskar er mikilvægur þáttur í vaxtarmiðuðum hugs- unarhætti að hafa hugann bæði Viðskiptavinurinn er í öndvegi Ósk Heiða Sveinsdóttir segir verkefnin vera mörg í síbreytilegu um- hverfi, en í þeim felist líka mörg tækifæri. MYND/AÐSEND við núverandi viðskiptavini og þá sem bætast síðar í hópinn. „Staf- ræn vegferð sem nú stendur yfir í mörgum fyrirtækjum býður upp á nýjar leiðir til að leysa verkefni á skilvirkan og notendavænan hátt. Við getum borið kennsl á viðskiptavini framtíðarinnar með gagnrýni og búið til lausnir og þjónustu sem hentar þeim. Í rót- grónu fyrirtæki eins og Póstinum er gagnamengið stórt, en mestu skiptir að það séu dregnar réttar ályktanir af gögnunum. Markmið- ið er að fá frekari innsýn í hvernig mögulegt er að taka framförum og gera betur. Þarfir viðskiptavinarins eru og verða alltaf að vera í for- grunni, sama hvert verkefnið er,“ segir hún. „Að standa vaktina með sterku teymi, þar sem grunngildin eru samvinna og ástríða, er lærdómur sem er engu líkur. Með aukinni áherslu á þjónustukannanir og mælingar sjáum við hvernig við- skiptavinir nýta þjónustuna, það eru dýrmætar upplýsingar sem nýtast okkur í áframhaldandi sókn og umbótum. Verkefnin eru mörg, til dæmis réðumst við í stórt verkefni með þjónustuverinu sem snerist um að innleiða stafræna lausn sem snýr að samskiptum við viðskiptavini. Annað skemmti- legt verkefni var rýni á vörumerki Póstsins sem í framhaldinu var tekið til endurskoðunar þó að hið klassíska lógó sem allir þekkja fái að halda sér,“ segir Ósk. Rödd viðskiptavinarins þarf að heyrast „Við ætlum að halda áfram á þessari vegferð og byggja upp þétt póstboxanet um allt land svo að fólk geti sent og sótt pakka hvar og hvenær sem það vill,“ segir Ósk. „Viðskiptavinurinn á að hafa val um hvernig hann á viðskipti og samskipti við okkur og hvort hann kýs að koma á pósthús, hringja í þjónustuverið og fá ráðgjöf hjá starfsmanni, tala við spjallkisann Njál eða í gegnum appið. Það fer bara eftir því hvað hentar hverjum og einum.“ Ósk telur það sjálfsagða kröfu í dag að stýra því hvernig við nýtum þjónustu fyrirtækja sem við skiptum við. „Það er bara þannig að þegar einu verkefni lýkur, þá tekur nýtt við. Þannig á það líka að vera í lifandi fyrirtæki. Ef það væri ekki „aksjón“ þá væri þetta ekkert gaman. Með samtali við markaðinn sjáum við svo hvernig fólk nýtir þjónustuna okkar og getum þá haldið áfram að þróast og bregðast við í þessu síbreytilega umhverfi, hlutir verða og eiga að taka breytingum. Allt í takt við vonir, óskir og væntingar okkar sem viðskiptavina,“ segir Ósk Heiða Sveinsdóttir hjá Póstinum að lokum. n Meðal nýjunga hjá Póstinum eru póstboxin, sem nú eru komin á tugi staða um allt land og viðskiptavinir geta notað til að senda og sækja póstsendingar. kynningarblað 7FIMMTUDAGUR 26. janúar 2023 Félag kVenna í atVinnulíFinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.