Fréttablaðið - 26.01.2023, Side 28

Fréttablaðið - 26.01.2023, Side 28
Merkin eru ólík og henta fyrir mis- munandi aldurshópa, enda eru viðskiptavinir Belladonna á breiðu aldursbili. Kristín Tinna Aradóttir er framkvæmdastjóri og með- eigandi Wrinkles Schmink- les Iceland og leiðir einnig gönguhópinn Fjalladrottn- ingar sem starfar innan FKA. Kristín Tinna er 34 ára og starfaði áður í 8 ár hjá Árvakri á auglýs- inga- og markaðssviði áður en hún féll fyrir áströlskum húðvörum sem henni fannst Íslendingar eiga skilið að kynnast. „Wrinkles Schminkles eru ástralskar vörur sem vinna gegn ótímabærri öldrun húðar á nátt- úrulegan hátt. Við höfðum tekið eftir þessum vörum í vinsælum þáttum eins og Real housewives of Australia, Revenge Body með Khloé Kardashian og í Shark Tank svo eitthvað sé nefnt og vakti áhuga okkar og við þurftum að prófa. Árangurinn leyndi ekki á sér og var því farið í að flytja þetta til landsins,“ segir Kristín Tinna sem rekur fyrirtækið ásamt Alexöndru Eir Davíðsdóttur. Wrinkles Schminkles Iceland var síðan stofnað í nóvember 2021. „Við byrjuðum rólega með okkar eigin vefverslun og inni á vel völdum snyrtistofum en núna erum við búnar að stækka töluvert, erum komnar í verslanir á borð við Hagkaup og Heimkaup og erum á leiðinni í stóra apótekakeðju ásamt því að vera enn á fjölmörg- um snyrtistofum um land allt.“ Algjör töfravara Hún segir vöruúrval Wrinkles Schminkles einkar fjölbreytt. „Við erum með breitt úrval af hágæða vörum sem allar vinna á einn eða annan hátt gegn fínum línum og auka ljóma húðarinnar. Ávaxta- sýrumeðferðir og örnálameðferðir á snyrtistofum eru geysivinsælar en geta verið tímafrekar og stund- um erfitt að finna tíma sem lendir ekki á vinnutíma eða tekur tíma frá þér frá börnunum svo dæmi séu tekin. Við erum því til dæmis með ávaxtasýruklúta sem eru sérhannaðir fyrir andlit og aðra fyrir háls og bringu og tekur sú meðferð aðeins 2 mínútur heima í stofu. Sama með örnálameðferðir, við bjóðum upp á örnálaplástra sem unnu einmitt til verðlaunanna Beauty Award 2022. Plástrarnir eru með 1.800 örsmáum míkrónálum sem leysast upp í húðinni og spýta góðum efnum inn í grunnlag húðarinnar. Þú einfaldlega sefur með þá svo þeir taka engan tíma frá þér.“ Kristín bendir enn fremur á að einnig er hægt að fá lífræna maska fyrir augu, andlit og bringu sem leysast upp í náttúrunni á aðeins átta vikum en augnmask- anum er oft líkt við „bótox á 15 mínútum“ og er algjör töfravara. Hrukkur ekki neikvæðar „Vinsælustu vörurnar okkar eru þó silíkonplástrarnir,“ heldur hún áfram og bætir við: „Þeir eru úr 100% hágæða silíkoni. Flestir kjósa að sofa með plástrana og sjá mun á aðeins einni nóttu. Það er hægt að fá bótox í andlit og fylliefni en háls og bringa eru svæði sem erfitt er að díla við og eru oft konur með rennislétt andlit með hjálp en mun hrukkóttri húð á hálsi og bringu, til dæmis vegna sólarskemmda. Við erum því með silíkonplástra sem eru sérstaklega hannaðir fyrir þessi svæði. Þessir plástrar hjálpa ekki einungis með fínar línur heldur viðhalda þeir raka og auka kollagenframleiðslu húðar- innar. Og enn betra er að þeir eru margnota í allt að 20 skipti!“ segir Kristín Tinna, sem er mjög í mun að umhverfið skaðist ekki í leit að sléttari húð. Hún heldur áfram: „Kosturinn við plástrana er að þú ert ekki að breyta þér. Þeir eru náttúruleg lausn sem bæði minnkar línur sem fyrir eru og virka fyrirbyggjandi líka en okkur finnst ungt fólk spá mikið í hvað það geti gert til að fyrirbyggja fínar línur.“ Hún tekur fram að hrukkur séu ekki í eðli sínu neikvæðar. „Konur þurfa alls ekki að hafa áhyggjur af því að fá línur eða að vera með fínar línur. Þær geta bæði gefið sjarma og sýnt persónuleika, en fyrir þær sem vilja vinna á línum er þetta ein leið án lýtalækninga,“ segir hún og bætir við: „Wrinkles Schminkles í Ástralíu er í sífelldri þróun og er von á nýrri vöru á markað innan skamms.“ Að lokum vill Kristín Tinna taka fram að út janúar eru ávaxtasýruklútar að verðmæti 3.890 krónur í kaupauka með hverri sölu úr vefverslun. n Allar nánari upplýsingar má finna í vefversluninni www.wrinkles.is. Fínni línur án tímafrekra aðgerða Kristín Tinna Aradóttir, meðeigandi og framkvæmdastjóri Wrinkles Schminkles Iceland. fréttablaðið/ernir Þessir plástrar hjálpa ekki einung- is með fínar línur heldur viðhalda þeir raka og auka kollagenfram- leiðslu húðarinnar. Og enn betra er að þeir eru margnota í allt að 20 skipti. Verslunin Belladonna hefur verið starfandi í tæp 19 ár og hefur fyrir löngu unnið sér sess hjá konum sem velja fallegan og vandaðan fatnað. Nú er vorlínan að streyma inn með spennandi nýjungum. Stella Ingibjörg Leifsdóttir, eigandi Belladonna, segir að það sé alltaf gaman þegar vorlínan komi í verslunina. „Það verður sko hægt að dressa sig upp fyrir páskana og vorið hjá okkur,“ segir hún. „Það er margt spennandi að gerast með vorinu, fallegir litir og fjölbreytt tíska. Konur eru alltaf velkomnar til okkar í verslunina í Skeifunni 8 til að skoða og máta. Við tökum vel á móti viðskiptavinum okkar og veitum persónulega og faglega þjónustu,“ segir Stella. Fatnaður hjá Belladonna er í stærðum frá 38–60, jafnt fyrir vinnuna eða viðburði. Þá eru einn- ig í boði fallegar yfirhafnir. „Það skiptir sköpum fyrir sjálfstraust og útgeislun kvenna að klæðast flík- um sem fara þeim vel,“ segir Stella, en hún hefur mikla ástríðu fyrir vinnunni og verður alltaf jafnglöð þegar viðskiptavinir hennar ganga út með sælubros á vör eftir að hafa fundið réttu flíkina eða hlutinn sem leitað var að. Fjölbreytnin er í fyrirrúmi hjá Belladonna sem býður upp á mikið úrval af smart og vönduðum tísku- fatnaði og fylgihlutum. Vörurnar koma frá Danmörku, Hollandi og Þýskalandi. „Merkin eru ólík og henta fyrir mismunandi aldurs- hópa, enda eru viðskiptavinir Belladonna á breiðu aldursbili. Litir og áferð passa við hverja árs- tíð og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við leitumst við að bjóða upp á fjölbreytni, þægindi og góð verð,“ segir Stella og bætir við að mikill metnaður sé lagður í að láta þetta þrennt fara saman. „Núna erum við á fullu að að taka upp vorsendingar. Við leggjum áherslu á mikið úrval af vönduðum vörum en lítið magn af hverri gerð, því það þurfa ekki allir að vera eins,“ segir Stella. „Eins og nærri má geta með verslun sem er með svo fá eintök af hverri tegund þá eru breytingar örar í búðinni og nýjar sendingar eru teknar upp í hverri viku. Þessi ríka áhersla á einstaklingseðli kvenna hefur áhrif á innkaupastefnu verslunar- innar,“ segir Stella og hefur fundið ánægju viðskiptavina með þetta fyrirkomulag. „Við erum með mikið úrval af fallegum og fáguðum sparifötum og eigum og eigum eftir að fá enn meira. Síðan eru það yfirhafnir, fylgihlutir og allt þar á milli svo hægt er að raða saman heildarút- litinu, hver og ein eftir sínum stíl,“ segir Stella, sem nýtur þess að aðstoða viðskiptavini sína við að finna réttu flíkina. Netverslun hefur stóraukist hjá Belladonna en hún er opin allan sólarhringinn. „Það er ávallt hægt að versla á netinu, í vefversluninni getur þú skoðað þig um og verslað á þínum hraða þegar þér hentar og fengið vörurnar sendar heim sem sparar tíma og fyrirhöfn og hentar líka mjög vel fyrir viðskiptavini okkar á landsbyggðinni,“ segir Stella og bætir við: „Við leggjum mikla áherslu á basic vörur, því við þurfum jú allar að eiga góðan grunn fyrir alla daga, eins og buxur, boli, túnikur og leggings að ógleymdum sokkum og nær- fatnaði. Síðan koma alls konar nýjar vörur inn, eitthvað nýtt og spennandi í hverri viku.“ n Opnunartími í Belladonna er klukkan 11-18 virka daga og klukkan 11-15 á laugardögum í Skeifunni 8, sími 517-6460. Sjá einnig belladonna.is, facebook. com/VersluninBelladonna og In- stagram @verslunin_belladonna. Netverslun www.belladonna.is Fallegur klæðnaður eykur sjálfsöryggi Stella Ingibjörg segir að vorlínan sem nú fari að berast í verslunina verði glæsileg. fréttablaðið/ernir 12 kynningarblað 26. janúar 2023 FIMMTUDAGURFélag kvenna í atvinnulíFinu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.