Fréttablaðið - 26.01.2023, Side 33

Fréttablaðið - 26.01.2023, Side 33
Iða Brá, aðstoðarbankastjóri Arion banka, segir undan- farin tíu ár hafa verið gríðar- lega spennandi og krefjandi umbreytingatíma og þar spili stafræn vegferð bank- ans og viðskiptavina hans eitt stærsta hlutverkið. Iða Brá Benediktsdóttir tók nýlega við starfi aðstoðarbankastjóra Arion banka en hún er jafnframt framkvæmdastjóri viðskipta- bankasviðs. Iða hefur verið við- loðandi bankageirann frá blautu barnsbeini. „Ég er 46 ára, fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Faðir minn var bankamaður og mér hefur alltaf þótt þetta áhugavert svið. Ég hef allan minn starfs- feril starfað í banka og byrjaði þar ung í sumarstarfi með námi. Á tímabili var draumurinn að verða endurskoðandi en á síðasta ári mínu í háskóla tók ég nokkra fjármálakúrsa í viðskiptafræðinni sem kveiktu áhugann enn frekar á fjármálageiranum. Þetta lá vel við og mér hefur alltaf þótt þetta skemmtilegt,“ segir Iða. Fjölbreytt verkefni Bankastörf eru fjölbreytt og hefur Iða sinnt margvíslegum störfum innan bankans á ferlinum. „Ég hef lært mikið á leiðinni og er enn að læra, sem gefur starfinu ómetan- legt gildi. Í apríl í fyrra tók ég við stöðu aðstoðarbankastjóra og síðustu fimm ár hef ég starfað sem framkvæmdastjóri viðskipta- bankasviðs, og held þeirri stöðu áfram. Síðarnefnda staðan hefur verið afar gefandi og skemmtileg. Síðustu ár hef ég upplifað gríðar- lega umbreytingatíma þar sem þjónusta bankans þróast frá því að byggja á heimsóknum við- skiptavina í bankaútibú, yfir í að verða nánast einvörðungu stafræn. Við höfum þróað mikinn fjölda stafrænna lausna sem viðskipta- vinir okkar kunna vel að meta og einfalda þeim að eiga samskipti við bankann. Nú er orðið svo að langstærstur hluti af samskiptum viðskiptavina við bankann fer fram í gegnum stafrænar leiðir, og þar af er stærsti hlutinn í gegnum appið. Eftir sem áður erum við með útibú – öfluga þjónustukjarna – í öllum landsfjórðungum. Það hefur sjaldan átt sér stað jafn veigamikil breyting á banka- starfsemi og undanfarin tíu ár. Við vorum til dæmis fyrst til þess að bjóða upp á hlutabréfaviðskipti í appi bankans. Við viljum halda þeirri vegferð áfram og gera verð- bréfamarkaðinn aðgengilegri. Einnig má nefna að í gegnum staf- rænar leiðir bankans er nú hægt að sækja um íbúðalán eða bílalán á örfáum mínútum. Næsta skref er að tengja starf- semi bankans við tryggingarnar, en Vörður og Arion samþættu starfsemi sína að miklu leyti í fyrra. Við viljum halda áfram að þróa starfsemi bankans og bjóða upp á alhliða fjármála- þjónustu, og verða tryggingarnar hluti af vöruúrvali bankans. Sem aðstoðar bankastjóri nær starfs- svið mitt til allra þátta í starfsemi bankans. Ég, ásamt öðrum stjórn- endum og bankastjóra, ber ábyrgð á því að móta og framkvæma stefnu bankans. Mér er samstarfið við Vörð sérstaklega hugleikið þar sem ég er einnig varaformaður stjórnar Varðar trygginga.“ Leitað á ný mið „Það aðgreinir Arion banka frá öðrum bönkum á Íslandi að við horfum nú í auknum mæli til norðurslóða, það er Grænlands, Færeyja, Alaska og Norður-Noregs. Þetta verða stöðugt mikilvægari landsvæði hvað varðar mikilvægar auðlindir, yfirstandandi orku- skipti og tengda starfsemi. Einnig er mikil uppbygging fram undan á þessu svæði meðal annars í tengsl- um við aukna ferðamennsku. Með því að horfa einnig til norðurslóða aukum við fjölbreytileika okkar tækifæra til muna.“ Þjónusta sniðin að hverjum og einum „Fjármál eru stór hluti af lífi okkar allra. Bankar koma því við sögu á mörgum af stærstu augnablikum í lífi fólks: við kaup á íbúð, fjár- festingum, námi, við stofnun fyrirtækja og fleira, og við hjá Arion banka viljum vera til staðar við þessi mikilvægu tímamót. Nú skiptir miklu að vera með öflugt starfsfólk í útibúum okkar. Úti- búin munu alltaf skipta okkur og viðskiptavini okkar miklu. Því munum við halda áfram að styrkja okkar kjarnaútibú á sama tíma og við vinnum í að efla stafrænu þjónustuna fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Með því að auka vöruúrval bankans með tryggingalausnum og betra aðgengi að verðbréfaviðskiptum og almennum bankaviðskiptum, viljum við bæta upplifun við- skiptavina. Okkar reynsla er að þeir kunni að meta þægindin og greiðan aðgang að upplýsingum þegar kemur að fjármálum. Það er óneitanlega þægilegt að hafa allt fjármálatengt á einum og sama staðnum. Með Verði tryggingum og sjóðstýringafyrirtækinu Stefni býður Arion núna upp á breiðasta þjónustuframboð fjármálafyrir- tækja hér á landi. Nýlega settum við svo af stað þjónustuleið sem við köllum Pre- míu. Hún hentar okkar umsvifa- mestu viðskiptavinum sem geta ekki reitt sig alfarið á stafrænar lausnir. Við komum til móts við þann hóp með sérsniðinni per- sónulegri þjónustu sem vissulega er vel studd af okkar stafrænu lausnum.“ Áskoranir smæðarinnar Að sögn Iðu fylgja því nokkrar áskoranir að reka víðfeðma banka- starfsemi á landi sem er jafn lítið og Ísland er, og þar að auki með lítinn gjaldmiðil. „Bankarnir eru stórir í íslensku samhengi, en á sama tíma minnstu kerfislega mik- ilvægu bankar í heimi. Það gilda þó sömu kröfur um okkur og um stóru bankana í nágrannalöndum okkar. Og í sumum tilfellum gilda meiri kröfur en annars staðar, til að mynda um eiginfjárhlutfall. Það eru bæði kostir og gallar við að vera með lítinn gjaldmiðil. Verðbólgan hér á landi í dag er annars eðlis en annars staðar í heiminum og ættum við að eiga auðveldara með að ná tökum á henni. Við erum um margt á betri stað en mörg önnur lönd varðandi húshitum og rafmagn, erum sjálfum okkur næg um eldsneyti og aðra orkugjafa og verðum því ekki fyrir þeim áhrifum hækkaðs orkuverðs sem löndin í kringum okkur upplifa núna. Önnur áskorun sem við stönd- um frammi fyrir er samkeppni við ríkisbanka annars vegar og lífeyrissjóði hins vegar, sem starfa ekki undir sama regluverki og bankarnir. Því fylgja bæði kostir og gallar. Kosturinn er til að mynda sá að við getum aðgreint okkur frá ríkissamkeppni. En það er samt sem áður sérstakt að samkeppni á markaðsgrundvelli sé að hluta til í ríkiseigu, og að mínu mati aldrei heppilegt.“ Mannréttinda- og sjálfbærnimál Arion banki hefur sett skýra stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum og býður upp á grænar lausnir í íbúðalánum, bílalánum, sparnaði og fyrirtækjalánum. „Við leggjum ríka áherslu á sjálfbærni í okkar starfsemi. Við komum vel út í þeim efnum í samanburði við erlenda banka og erum meðal þeirra sem alþjóðlega matsfyrirtækið Susta- inalytics telur vera hvað fremst á heimsvísu. Einnig höfum við fengið framúrskarandi einkunn hjá Reitun, sem hefur nú í nokkur ár tekið út umhverfis- og félags- lega þætti og stjórnarhætti í okkar starfsemi. Við leggjum mikla áherslu á jafnrétti kynjanna innan bank- ans. Við vorum fyrsti bankinn til að fá jafnlaunavottun VR árið 2015, sem einfaldaði það fyrir okkur að fá Jafnlaunamerki vel- ferðarráðuneytisins árið 2018. Í dag er óútskýrður launamunur kynjanna hjá Arion banka undir 1%. Í viðhaldsúttekt á jafnlauna- kerfinu sem framkvæmd var á árinu, var niðurstaðan 0,4% og voru konur hærri, samanborið við 0,1% launamun árið 2021 en þá voru karlar örlítið hærri. Svo horfum við í dag sérstaklega til miðgildis heildarlauna karla og kvenna. Við höfum einsett okkur að minnka muninn þar á milli. Það er reyndar mjög áhugavert að eftir að við fórum að gefa þeim samanburði sérstakan gaum höfum við séð mjög jákvæða þróun. Við höfum náð að lækka þetta hlutfall sem er komið undir 1,3. Markmið er svo að lækka það enn frekar. Arion banki er aðili að Jafn- réttissáttmála UN Women og UN Global Compact og hefur verið til margra ára. Við erum jafnframt með skýra stefnu í jafnréttismál- um og erum með aðgerðaáætlun í þeim efnum. Markmið stefnunnar og áætlunarinnar er að skapa umhverfi þar sem fólk með sam- bærilega menntun, starfsreynslu og ábyrgð býr við jöfn tækifæri og kjör, án tillits til kyns, kyn- vitundar, kynhneigðar, uppruna, þjóðernis, litarhafts, aldurs, fötl- unar, trúar eða annarrar stöðu. Í aðgerðaáætluninni er aukin áhersla á að jafna kynjahlutföll innan bankans, ekki einungis á meðal stjórnenda heldur einn- ig innan starfaflokka, nefnda og starfseininga. Svo erum við stolt af því að Arion banki var fyrsta fyrir- tækið til að tilkynna um það að bjóða starfsfólki viðbótarstyrk í fæðingarorlofi þannig að launin nemi um 80% af föstum tekjum þess. Markmið okkar með þessu er að stuðla að auknu jafnrétti og því að karlar taki oftar og lengra fæðingarorlof.“ n Stafræn vegferð er stærsta breytingin Iða Brá Bene- diktsdóttir, framkvæmda- stjóri viðskipta- bankasviðs og aðstoðarbanka- stjóri hjá Arion banka, segir að því fylgi bæði kostir og gallar að reka banka á Íslandi. Fréttablaðið/ Ernir Við leggjum ríka áherslu á sjálf- bærni í okkar starfsemi. Við komum vel út í þeim efnum í samanburði við erlenda banka. Iða Brá kynningarblað 17FIMMTUDAGUR 26. janúar 2023 Félag kvenna í atvinnulíFinu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.