Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 36
Mér finnst gaman að kenna og býð upp á kennslu og ráðgjöf. Mig langar að nýta þekkingu mína til að kveikja áhuga fólks á bókhaldi. Eva Magnúsdóttir, fram- kvæmdastjóri og eigandi Podium ehf., segir að enn sé langt í land með að ná mark- miði lagaákvæða um 40% kynjahlutfall í stjórnum. Eva segir að konur séu 5% forstjóra skráðra félaga á heimsvísu, 13% forstjóra skráðra félaga á Íslandi og 24% allra framkvæmdastjóra hér á landi. „Heilt yfir þá eru stjórnar- menn 27%, stjórnarformenn 24,7% og framkvæmdastjórar 23,9% konur,“ segir hún. „Hægt þokast því í jafnréttisátt í þessu jafnréttasta landi heims. " segir Eva sem er ráðgjafi og eigandi Podium ehf., ráðgjafafyrirtækis sem fæst við stjórnendaráðgjöf, stefnumótun og breytinga- stjórnun. Fyrirtækið var form- lega stofnað árið 2015. Á árunum sem liðin eru síðan hefur Podium aðstoðað fjölda fyrirtækja, stórra sem smárra, við að móta stefnu með sjálfbærni að leiðarljósi. Podium hefur sérhæft sig í stefnu- mótun þar sem Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru í aðal- hlutverki og leitt stór verkefni á sviði Heimsmarkmiðanna með sveitarfélögum, haldið fyrirlestra og tekið þátt í ýmsum verkefnum. Blaðamennska og almannatengsl Bakgrunnur Evu liggur frá blaða- mennsku á DV og ritstjórn helgar- blaðs í ráðgjöf í almannatengslum auk þess sem hún starfaði sem talsmaður og forstöðumaður almannatengsla hjá Símanum til fjölda ára. Þá tók hún við stöðu í framkvæmdastjórn Mílu þar sem hún leiddi stefnumótun, mörk- unarvinnu, sölu og þjónustu hjá fyrirtækinu eftir að það var skilið frá Símanum. „Að finnast kona einhvers virði er mikilvægt til að halda sjálfs- traustinu og því þurfa konur að komast áfram. Þegar ég sjálf var í tilvistarkreppu á vinnumarkaði og fannst ég hvorki komast aftur á bak né áfram sagði þáverandi yfirmaður minn við mig þessa setningu: „Það sækir þig enginn út í horn." Setningin skilaði mér því að ég fór að sækjast meira eftir því sem mig langaði í. Þessa setningu nota ég enn þá og hef ávallt hvatt konur til þess að þróast í starfi og sækja fram, þær verða að rétta sjálfar upp hönd. Takk, Heiðrún Jónsdóttir,“ segir Eva. Jafnrétti er ákvörðun og við missum af mannauði „Ég var fyrsti verkefnisstjóri Jafnvægisvogar FKA þegar því skemmtilega verkefni var hrundið af stað og kom því á koppinn ásamt góðu fólki hjá FKA, fyrirtækjum og forsætisráðuneytinu. Við héldum á lofti þeirri staðreynd að jafnrétti væri ákvörðun. Í Jafnvægisvoginni fór saman áhugi og ósk um að taka þátt í að byggja upp samfélag þar sem dætur þessa lands geta átt sömu tækifæri og synir þess. Að mínu mati er mjög mikilvægt að fjölga konum í stjórnum og framkvæmdastjórnum þar sem vinnumarkaðurinn missir annars af þeim mikla mannauði sem liggur í konum og þeirra menntun. Kynjahlutfall brautskráðra úr háskólum hefur verið svipað frá 1995 þar sem konur eru frá 62%- 66% brautskráðra nemenda. Þetta sýnir að vinnumarkaðurinn er að missa af þeim mikla mannauði sem liggur í konum og langskóla- menntun þeirra. Þessu til viðbótar langar mig til þess að benda á að val í stjórnir þar sem einhæf þekk- ing er í aðalhlutverki er heldur ekki af hinu góða og oft er t.d. sérstakur skortur á sjálfbærniþekkingu í stjórnum fyrirtækja,“ segir Eva. Konur sem drifkraftar sjálfbærni „Konur eru víða drifkraftar sjálfbærni en sjálfbærni drífur áfram viðskipti og nýsköpun líkt og rekstrarlega skilvirkni. Hvar sem ég hef komið að ráðgjöf í sjálfbærnimálum þá hafa konur verið í leiðtogahlutverkum sem sjálfbærni- eða sveitarstjórar. Mörg fyrirtæki og sveitarfélög nota Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til þess að keyra áfram verkefni á sviði sjálfbærni og flest eru þau að vinna eftir Heimsmark- miði 5 um jafnrétti kynjanna. Ef allar konur í FKA sameinast um að vinna með sjálfbærni að leiðar- ljósi munum við byggja upp betri heim.‘‘ n Það sækir þig enginn út í horn Eva Magnúsdóttir leggur sig fram um að hvetja konur til að þróast í starfi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Að finnast kona einhvers virði er mikilvægt til að halda sjálfstraustinu og því þurfa konur að komast áfram. Sara Dögg Davíðsdóttir Baxter stofnaði LOGN Bók- hald í maí síðastliðnum og aðsóknin hefur farið fram úr hennar björtustu vonum. Markmið hennar er að sýna að bókhald getur verið skemmtilegt og mjög mikilvægur þáttur í rekstri einstaklinga og fyrirtækja. Sara Dögg heldur úti Instagram- síðu með fróðleik um rekstur og bókhald á mannamáli. Hún lærði bókarann á árunum 2019 til 2020 og fékk í kjölfarið vinnu sem nemi á bókhaldsstofu þar sem hún lærði betur á starfið. „Með tímanum fór ég að vinna sem verktaki hjá bókhaldsstof- unni og tók að mér einn og einn kúnna. Það var svo í maí á síðasta ári, eftir að ég kláraði fæðingaror- lof, sem ég ákvað að gera meira úr þessu og stofna eigið fyrirtæki,“ segir Sara. Það má með sanni segja að líf Söru hafi tekið gjörólíka stefnu frá því sem áður var, en hún er förð- unarfræðingur og stílisti og vann í þeim geira áður. Sara segir fyrirtækið hafa stækkað mun hraðar en hún bjóst við á þessum stutta tíma, en hún hefur sinnt hátt í 100 fyrirtækjum og einstaklingum síðan í maí. Hún segir það vera enn þá sætara hvað gengur vel vegna þess að hún hefur séð um allt sjálf hvað varðar markaðssetningu, vefsíðu- og logo-gerð, hugmyndafræðina og f leira. „Verandi ung í þessum rekstri hefur það komið mér á óvart hvað tengslanetið hefur stækkað hratt. Ég hef kynnst fullt af kvenkyns- bókurum sem ég get leitað til með ráð. Það er mikil vöntun á bókurum og ég finn ekki fyrir öfundsýki eða samkeppni á milli okkar. Við hjálpumst allar að.“ Instagram laðar að Eitt af því sem hefur laðað við- skiptavinina að er Instagram- síðan lognbokhald. Þar hefur Sara birt glærur með ýmiss konar gagn- legum upplýsingum um rekstur og bókhald sem settar eru fram á mannamáli. „Mér finnst gaman að kenna og býð upp á kennslu og ráðgjöf. Mig langar að nýta þekkingu mína til að kveikja áhuga fólks á bókhaldi. Margir halda að bókhald sé leiðin- legt, en það getur verið ótrúlega skemmtilegt. Flest sem við skiljum ekki er leiðinlegt og að afla upp- lýsinga um bókhald á mannamáli er erfitt, þess vegna trassa margir þennan part sem fylgir rekstri. Það skiptir líka miklu máli að það sé gert rétt, að fólk viti hvað það er að gera og af hverju það er að greiða þennan og hinn kostnaðinn. Ég byrja alltaf á að fræða fólk þegar það kemur í viðskipti til mín. Mér finnst svo mikilvægt að fyrirtæki og einstaklingar hafi smá innsýn í hvernig bókhald virkar. Þess vegna varð Instagram-síðan til. Það hafa nokkrir viðskiptavinir sagt við mig, eftir að þeir fóru að skoða glærurnar, að þeir séu komnir með áhuga á bókhaldi. Það er besta hrósið sem ég fæ, því það er til- gangurinn með fræðslunni.“ Sara segir að Instagram-síðan sé reyndar orðin það vinsæl að hún getur varla póstað þar lengur. Í hvert sinn sem hún deilir nýrri glæru fyllist innhólfið hjá henni og hún hefur ekki undan að svara fyrirspurnum. „En núna er ég búin að ráða starfsmann, svo kannski get ég farið að bæta meiru inn á síðuna. Mér finnst erfitt að vísa fólki frá og vil því ekki miðla upplýsingum en geta ekki aðstoðað umfram það,“ bætir hún við. Aðspurð að því hvort þessi áhugi á Instagram-síðunni sýni ekki að vöntun sé á miðlun upplýsinga hvað varðar rekstur og bókhald, svarar Sara að sannarlega sé vöntun á slíkri miðlun. „Ég hef heyrt af því að sumir bók- arar útskýri ekki nógu vel fyrir við- skiptavinunum eða segi þeim hvað þarf að passa upp á. Mér finnst það eiginlega vera skylda að upplýsa viðskiptavinina og það á manna- máli. En það er auðvitað misjafnt hverju fólk sérhæfir sig í og leggur áherslu á, en það sem mér finnst svo skemmtilegt við þetta er að fræða viðskiptavinina um mikilvægi bók- halds og hverju þurfi að standa skil á og af hverju,“ segir hún. Ró yfir bókhaldinu Nafnið LOGN segir Sara að hafi poppað upp í hugann á henni eitt kvöldið þegar hún var að fara að sofa. „Nafnið vísar til þess að fá ró yfir bókhaldið. Bókhald getur verið kvíðavaldandi fyrir marga, sérstaklega ef fólk skuldar ríkinu pening eða óreiða er á bókhald- inu. En við leggjum áherslu á að laga það og útskýrum fyrir við- skiptavinunum hvernig þeir geta fengið sem mest út úr rekstrinum. Það er það góða við bókhald, það er alltaf hægt að laga. Með aukinni þekkingu og innsýn færist ró yfir bókhaldið. Margir viðskiptavina minna segja að nafnið hafi gripið þá. Þau hafi viljað koma yfir í lognið, enda er þetta LOGN-ið á eftir storminum en ekki LOGN-ið á undan storminum.“ n Lognið á eftir storminum Sara Dögg söðlaði um og stofnaði eigin bókhaldsstofu fyrir tæpu ári síðan. Síðan þá hafa viðskiptin blómstrað. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 20 kynningarblað 26. janúar 2023 FIMMTUDAGURFéLag kvenna í atvinnuLíFinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.