Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 38
Halla Thoroddsen tók við sem forstjóri Sóltúns heil- brigðisþjónustu og dóttur- félögum 1. nóvember sl. Hún stýrði áður Sólvangi hjúkrunarheimili og Sóltúni Heima. Halla, sem kemur úr banka- geiranum, segir stöðugt verið að byggja upp ný úrræði fyrir aldraða og fjölskyldur. „Sóltún heima heimaþjónusta var stofnuð 2017 og Sóltún heilsusetur var stofnað síðasta haust, sem er skammtíma- endurhæfing fyrir aldraða skjól- stæðinga heimahjúkrunar á höfuð- borgarsvæðinu. Við erum ávallt að leita að nýjum tækifærum og lausnum fyrir okkar skjólstæðinga og að mínu mati er þetta gríðarlega spennandi og áhugaverður starfs- vettvangur þar sem verkefnin eru ærin,“ segir Halla. Hjúkrunarrýmum fjölgað Sóltún er einkarekið fyrirtæki. „Félagið byggir á grundvelli fyrsta einkarekna hjúkrunarheimilisins á landinu, Sóltúni í Reykjavík, sem var stofnað fyrir 21 ári og síðan þá höfum við verið að fjölga þjónustuúrræðum eftir þörfum skjólstæðinga okkar. Í dag rekum við tvö hjúkrunar- heimili, Sólvang í Hafnarfirði með 71 íbúa og Sóltún í Reykjavík með 92 íbúum en þar stefnum við á að fjölga um 60 rými. Sóltún heilbrigðisþjónusta og dótt- urfélög skera sig úr því við erum ein um það á landinu að bjóða upp á alhliða þjónustu fyrir aldraða, frá því að þeir þurfa aðstoð við dag- legt líf í sjálfstæðri búsetu þangað til þeir þurfa sólarhringsþjónustu á hjúkrunarheimili,“ útskýrir Halla „Sóltún heima er heimaþjón- ustan okkar, en þar aðstoðum við aldraða við athafnir daglegs lífs og léttum undir með fjölskyldum við umönnun þeirra á heimili þeirra. Einnig erum við með einstaka styrktarþjálfun, Sóltún heima- hreyfingu, þar sem leiðbeinandi mætir heim tvisvar í viku og leiðbeinir við markvissar og sér- sniðnar æfingar í dönsku æfinga- kerfi sem heitir DigiRehab sem er ætlað að draga úr byltuhættu, notkun á hjálpartækjum og bæta styrk og hefur verið notað víða í dönskum sveitarfélögum við frá- bæran árangur og í okkar þjónustu frá 2017,“ segir hún enn fremur. Endurhæfing mikilvæg Hlutfall aldraðra á næstu árum mun aukast gríðarlega og það þýðir aukið álag á heilbrigðiskerfið ef ekkert er að gert, að sögn Höllu. „Á árunum 2022 til 2050 munu einstaklingar 90 ára og eldri fjór- faldast og verða tæplega 8.000 en eru 2.200 í dag og einstaklingar 80 ára og eldri þrefaldast og verða rúmlega 33.000 frá 11.000 í dag. Þarfir og kröfur aldraðra eru að breytast með árunum og meðal annars þarf að bregðast við fjölgun aldraðra með því að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir þá sem þess þurfa en einnig draga úr eftir- spurn eftir dýrari úrræðum, svo sem hjúkrunarrýmum og spítala- þjónustu. Hrumt og veikburða fólk þarf oftar en ekki meiri heilbrigðis- þjónustu en aðrir og þess vegna er endurhæfing mikilvæg. Við förum bæði heim til fólks með heima- hreyfinguna okkar en einnig erum við með skammtímaendurhæfingu á Sóltúni heilsusetri á Sólvangi fyrir aldraða. Sérhæfð dagþjálfun Þá erum við við með félagslega dagdvöl og sérhæfða dagþjálfun fyrir heilabilaða á Sólvangi í Hafnarfirði sem er mjög eftirsótt þjónusta. Einnig getum við aðstoð- að aldraða og fjölskyldur þeirra á heimilum eða hjúkrunarheimilum í gegnum Sóltún heima. Þjónusta Sóltúns heima er algjörlega sniðin eftir þörfum einstaklingsins og fjölskyldunnar. Þjónustan er per- sónubundin og sniðin eftir því sem fólk vill og þarfnast. Við finnum út saman hvað hentar hverjum og einum, sumir þurfa félagslegt innlit eða viðveru, aðrir aðstoð við matmálstíma, styrktarþjálfun, fylgd til læknis eða aðstoð við böðun svo eitthvað sé nefnt. Á haustdögum 2022 opnuðum við á Sólvangi skammtímaendur- hæfingarúrræði fyrir aldraða í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. Þar geta skjólstæðingar heima- hjúkrunar á höfuðborgarsvæðinu komið í 4-6 vikur í alhliða endur- hæfingu algjörlega niðurgreitt af Sjúkratryggingum. Markmiðið er að styrkja einstaklinginn svo hann þurfi síður á dýrari þjónustuúr- ræðum að halda og dæmi eru um að skjólstæðingar hafa þurft færri innlit heimahjúkrunar í kjölfar dvalarinnar og orðið félagslega virkari,“ segir Halla. n Persónubundin þjónusta fyrir aldraða Halla Thorodd- sen er forstjóri Sóltúns heil- brigðisþjónustu. Hún segir margt spennandi á döfinni á næst- unni, meðal annars fjölgun hjúkrunarrýma. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Einnig erum við með einstaka styrktarþjálfun, Sóltún heimahreyfingu, þar sem leiðbeinandi mætir heim tvisvar í viku og leiðbeinir við mark- vissar og sérsniðnar æfingar. 22 kynningarblað 26. janúar 2023 FIMMTUDAGURFélag kvenna í atvinnulíFinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.