Fréttablaðið - 26.01.2023, Side 40

Fréttablaðið - 26.01.2023, Side 40
Frá því að VIRK Starfsend- urhæfingarsjóður hóf starf- semi fyrir næstum 15 árum hafa tugþúsundir einstakl- inga nýtt sér þjónustuna og náð að koma sér aftur í virkni og inn á vinnumark- aðinn. Starfsemi VIRK hefur því gríðarlega þýðingu fyrir samfélagið, einstaklinga og fyrirtækin í landinu. Vigdís Jónsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri VIRK frá upphafi, varð fyrsti starfsmaður starfsendurhæfingarsjóðsins haustið 2008, en það ár stóðu aðilar vinnumarkaðarins að stofnun VIRK, sem er sjálfseignar- stofnun fjármögnuð af atvinnu- lífinu, lífeyrissjóðum og ríki. Í dag eru starfsmenn og ráðgjafar VIRK um 110 talsins, starfsemin er dreifð um allt land en höfuð- stöðvarnar eru í Borgartúni 18 í Reykjavík. Vigdís segir kjarnastarfsemi VIRK snúa að því að veita þeim 2.400 þjónustuþegum sem á hverjum tíma eru í starfsendur- hæfingu á vegum VIRK, markvissa og góða þjónustu. „Hjá VIRK veitum við ein- staklingsbundna þverfaglega starfsendurhæfingarþjónustu sem sniðin er að þörfum og aðstæðum hvers og eins einstaklings. Hver einstaklingur fær sína eigin starfs- endurhæfingaráætlun og ráðgjafa sem fylgir þjónustunni eftir. Starfs- endurhæfingin er veitt um allt land og fjöldi þjónustuaðila sem VIRK kaupir þjónustu af fyrir einstakl- ingana í starfsendurhæfingu tekur þátt í henni.“ VIRK gegnir mjög mikilvægu hlutverki í velferðarkerfinu, að hennar sögn. „Yfir 20 þúsund einstaklingar hafa leitað til VIRK undanfarin 15 ár og um 15 þúsund einstaklingar hafa lokið þjónustu. Um 80% einstaklinga sem ljúka þjónustu eru í virkni við lok þjónustu, það er annað hvort í vinnu eða námi.“ Auðveldari endurkoma til vinnu Undanfarin ár hefur VIRK lagt aukna áherslu á atvinnutengingu í starfsendurhæfingu, það er hvernig auðvelda megi þjónustuþegum VIRK endurkomu inn á vinnu- markaðinn með því að útvega einstaklingum störf við hæfi – og fyrirtækjum gott starfsfólk. „Ráðgjafar VIRK hafa alltaf verið í góðu samstarfi við atvinnulífið og flestir einstaklingar sem ljúka þjónustu VIRK eiga greiða leið aftur út á vinnumarkaðinn með aðstoð ráðgjafa. Hins vegar er alltaf hópur einstaklinga sem býr við þannig heilsubrest að þörf er á meiri og sérhæfðari aðstoð við að finna störf við hæfi. Hér hefur VIRK komið inn með þjónustu sér- hæfðra atvinnulífstengla.“ Atvinnulífstenglar VIRK vinna að því að byggja upp samstarf og tengsl við fyrirtæki og stofnanir með það að markmiði að fjölga störfum fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu. Markmiðið er að valdefla þjónustuþegana svo þeir geti staðið á eigin fótum, en þessi hópur þarf töluverðan stuðning og eftirfylgni til þess. „Þessi þjónusta hefur verið í stöðugri þróun hjá okkur undanfarin ár og sífellt bætast við fleiri og fleiri fyrirtæki og stofnanir sem samstarfsaðilar í þetta mikilvæga verkefni með okkur.“ Rannsóknir sýna að úrræði sem tengjast vinnustaðnum eru oft árangursrík og að vinnan sjálf getur oft verið besta úrræðið í starfsendurhæfingunni. Í ljósi þessa hefur VIRK lagt aukna áherslu á starfsendurhæfingu sam- hliða vinnu undanfarin misseri og hafa margir þjónustuþegar nýtt sér þennan kost. Þá hefur forvarnasvið VIRK boðið upp á nýja þjónustu – Velvirk í starfi – sem miðar að því að efla starfsfólk og stjórnendur í starfi. „Um er að ræða aukinn stuðning fyrir starfsmenn og stjórnendur í atvinnulífinu með það að mark- miði að auka vellíðan í starfi og koma í veg fyrir brotthvarf af vinnumarkaði. Bæði stjórnendur og starfsmenn geta sent inn fyrir- spurnir og hringt í sérfræðinga VIRK til að nálgast viðeigandi upp- lýsingar og ráðgjöf.“ Öflugt forvarnastarf Vigdís segir VIRK gegna mikilvægu hlutverki, og vaxandi, í forvörnum sem hafa það að markmiði að bæta heilsu og líðan í samfélaginu og minnka mögulega brottfall af vinnumarkaði. Vitundarvakningar eins og „Það má ekkert lengur“ og „Er brjálað að gera?“ eru hluti af verkefnum forvarnasviðs VIRK. Það má ekkert lengur aug- lýsingin sem flestir hafa tekið eftir er hryggjarstykkið í vitundar- vakningu um kynferðislega áreitni á vinnustöðum, sem VIRK stendur fyrir í samstarfi við auglýsinga- stofuna Hvíta húsið. Markmið vitundarvakningarinnar er að beina sjónum að þessu þjóðfélags- meini, vekja upp umræðu og vísa fólki inn á gagnlegt efni og upp- lýsingar á velvirk.is. „Í könnun sem EMC Rannsóknir gerðu kemur fram að Það má ekkert lengur auglýsingin hefur vakið mikla athygli og vakið fólk til umhugsunar um kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Nærri 9 af hverjum tíu aðspurðra telja til dæmis að hún veki athygli á mikil- vægu málefni.“ Þessu tengt ákvað stjórn VIRK í desember síðastliðnum að veita sérstaka styrki til sex úrræða um allt land. „Styrkirnir veita þolendum kynferðisof beldis þjónustu auk þess að árlegum jólastyrk VIRK var að þessu sinni veitt til verkefnisins „Heim- ilisfriðar“ sem er meðferðar- og þekkingarmiðstöð um of beldi í nánum samböndum.“ Samstaða um VIRK Vigdís segir starfsemi VIRK hafa þróast stöðugt og breyst í takti við áherslur og þarfir samfélagsins á hverjum tíma. Skilningur á mikil- vægi markvissrar starfsendurhæf- ingar fyrir samfélagið fari vaxandi sem og jákvæðni gagnvart starf- semi VIRK. Könnun sem Maskína gerði á síðasta ári sýndi að 81% svarenda taldi að VIRK hefði mikla þýðingu fyrir íslenskt samfélag og nær átta af hverjum tíu aðspurðra voru jákvæðir gagnvart VIRK. Einnig kom fram í könnuninni að um 8% landsmanna höfðu leitað til VIRK og sex af hverjum tíu þekktu ein- hvern sem hefur leitað til VIRK. „Aðilar vinnumarkaðarins sýndu mikla framsýni þegar þeir stofnuðu VIRK og stóðu vörð um starfsemina á erfiðum fyrstu árum. Í dag eru öll stóru samtökin á vinnumarkaði stofnaðilar VIRK og mikil samstaða hefur verið meðal þessara ólíku aðila um starf og framgang VIRK þar sem mark- miðið er að auka vinnugetu og lífsgæði einstaklinga um allt land. Í þessari samstöðu liggur mikill styrkur.“ n Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK, segir VIRK gegna mikilvægu hlutverki, og vaxandi, í forvörnum sem hafa það að markmiði að bæta heilsu og líðan í samfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þórey Edda Heiðarsdóttir, sviðsstjóri mats og rýni, Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK, Ásta Sölvadóttir, sviðsstjóri úrræða, og Jónína Waagfjörð, sviðsstjóri ráðgjafar og atvinnutengingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Markmiðið að auka vinnugetu og lífsgæði Ráðgjafar VIRK hafa alltaf verið í góðu samstarfi við atvinnulífið og flestir einstaklingar sem ljúka þjónustu VIRK eiga greiða leið aftur út á vinnumarkaðinn með aðstoð ráðgjafa. Vigdís Jónsdóttir 24 kynningarblað 26. janúar 2023 FIMMTUDAGURFélag kvenna í atvinnulíFinu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.