Fréttablaðið - 26.01.2023, Síða 42

Fréttablaðið - 26.01.2023, Síða 42
Guðlaug A. Guðmundsdóttir er fjögurra barna móðir og forstöðumaður viðskipta- lausna á sviði eignastýring- ar og miðlunar hjá Lands- bankanum. Hún útskrifaðist með B.S. gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskól- anum í Reykjavík og hefur starfað í Landsbankanum í 11 ár, fyrst í úthringiveri samhliða námi. „Eftir útskrift hóf ég störf í Áhættustýringu og svo á Einstakl- ingssviði. Í vinnu minni hjá bank- anum hef ég fengið að taka þátt í mjög skemmtilegum verkefnum, ég tók þátt í innleiðingu á öryggis- kerfi netbankans, snertilausum greiðslum í snjalltækjum og Spara í appi,“ segir Guðlaug. „Starfið mitt í dag er mjög fjöl- breytt og krefst samskipta við mismunandi svið bankans. Til að mynda vinn ég daglega með starfs- mönnum á upplýsingatæknisviði, er í miklum samskiptum við lög- menn bankans, markaðsdeild og fleiri. Verkefnin geta verið þróun og innleiðing á nýjum vörum, rekstur á núverandi vörum ásamt því að fylgja eftir regluverki.“ Guðlaug segir að til að allt þetta gangi upp, þ.e. heimili og vinna, þurfi fólk að vera vel skipulagt og muna að gefa sjálfu sér tíma til að sinna áhugamálum og félagslífi. „Það sem mér finnst best að gera er að byrja daginn snemma og taka stutta jógaæfingu og skella mér í göngutúr með hundinn áður en börnin vakna og allt fer í gang. Með þessu fer ég endurnærð inn í skemmtilegan og annasaman dag.“ Guðlaug var komin þrjá mánuði á leið og sá auglýsta stöðu innan bankans sem hún hafði áhuga á og vildi ekki láta renna sér úr greipum. „Eftir samræður við manninn minn tók ég þá ákvörð- un að sækja um starfið og tók fram í umsókn að ég væri ófrísk og ætti von á barni eftir 6 mánuði. Á þeim tímapunkti hafði ég aðeins tjáð mínum yfirmanni að ég væri ófrísk en ekki samstarfsfélögum. Ég gerði mér ekki miklar vonir um að hljóta stöðuna þar sem ég bjóst alveg eins við því að óléttan myndi hafa áhrif á ákvörðun bank- ans um ráðningu. Það reyndist ekki raunin og ég var ráðin í starfið gengin fimm mánuði. Bankinn leggur áherslu á að allir njóti sömu tækifæra og sérstök áhersla hefur verið á að jafna hlutföll í hópum stjórnenda. Það hefur verið mjög jákvæð þróun í þeim efnum og konur í stjórnendastöðum komið sterkar inn sem virkir talsmenn bankans.“ Þegar Guðlaug tók til starfa var Covid-faraldurinn í miðjum kliðum og mikið um heimavinnu. „Það var óneitanlega frekar skrítin tilfinning að taka við nýrri og Ráðin í nýtt starf komin fimm mánuði á leið Guðlaug A. Guð- mundsdóttir segir verkefnin vera fjölbreytt og fara þvert á flest svið Lands- bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI spennandi stöðu á þessum tíma- punkti en tæpum fjórum mán- uðum eftir að ég hóf störf fæddist dóttir mín og ég fór í fæðingarorlof. Á þeim tíma sem ég byrjaði í fæðingarorlofi setti bankinn ný viðmið um viðbótarstyrk til starfs- fólks í fæðingarorlofi. Ákveðið var að tryggja fastráðnu starfsfólki 80 prósent af launum í fæðingaror- lofi með viðbótarstyrk á móti fæðingarorlofssjóði í samræmi við reglur sjóðsins sem kom sér mjög vel fyrir okkur,“ segir Guðlaug A. Guðmundsdóttir forstöðumaður hjá Landsbankanum. n Ég gerði mér ekki miklar vonir um að hljóta stöðuna þar sem ég bjóst alveg eins við því að óléttan myndi hafa áhrif á ákvörðun bankans um ráðningu. Það reyndist ekki raunin og ég var ráðin í starfið gengin fimm mánuði. Vilt þú hrinda góðu verkefni í framkvæmd? SVANNI LÁNATRYGGINGA- SJÓÐUR KVENNA Svanni – lánatryggingasjóður kvenna veitir lánatryggingar til fyrirtækja í meirihlutaeigu kvenna. Sjóðurinn er í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu. Sótt er um á atvinnumalkvenna.is. atvinnumalkvenna.is atvinnumalkvenna@atvinnumalkvenna.is 531 7080 26 kynningarblað 26. janúar 2023 FIMMTUDAGURFélag kvenna í atvinnulíFinu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.