Fréttablaðið - 26.01.2023, Síða 45

Fréttablaðið - 26.01.2023, Síða 45
Við metum fólk eftir framlagi, hæfni og getu en ekki kyni eða uppruna. Embla Stefna Banana er að vera hjartað í lýðheilsu Íslend- inga. „Með því að bjóða upp á holla og góða vöru á sann- gjörnum verðum leggjum við okkar af mörkum til þess að stuðla að aukinni neyslu, bættri lýðheilsu og velferð samfélagsins,“ segir Jóhanna Þorbjörg Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Bananar eru eitt stærsta inn- flutnings- og dreifingarfyrirtæki á landinu þegar kemur að fersku grænmeti og ávöxtum. Jóhanna Þorbjörg Jónsdóttir tók við sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins haustið 2021 og síðan þá hefur reksturinn gengið í gegnum miklar breytingar. „Fyrsta starfsárið mitt hjá Bönunum hefur verið mjög við- burðaríkt,“ segir Jóhanna. „Ég var svo lánsöm að fá góðar móttökur hjá samstarfsaðilum mínum, sem hefur verið ómetanlegt. Hjá fyrir- tækinu starfar mjög fjölbreyttur hópur starfsmanna með mikla þekkingu og gott samband við við- skiptavini félagsins.“ Jóhanna segir að eitt af fyrstu verkefnum sínum í starfinu hafi verið að taka félagið í gegnum stefnumótun þar sem meðal annars hlutverk fyrirtækisins, gildi og áherslur voru uppfærðar. Niðurstaða þeirrar vinnu var að í stað þess að takmarka félagið við að vera innflutnings- og dreif- ingarfyrirtæki þá vilja starfsmenn setja lýðheilsu landsmanna sem leiðarljós í starfseminni. „Bananar, hjartað í lýðheilsu Íslendinga, er okkar nýja slagorð og mantra.“ Starfsemi Banana er viðamikil og kaupir fyrirtækið vörur alls staðar að úr heiminum. „Hraðinn er mikill í starfseminni þar sem lykilatriði er að koma vörunum okkar sem hraðast í gegnum aðfangakeðjuna enda eru vör- urnar okkar ferskvörur og hafa þar af leiðandi mjög takmarkaðan líftíma. Með samstilltu og kraft- miklu starfsfólki tekst okkur að viðhalda frábæru þjónustustigi til viðskiptavina okkar. Við innkaup þurfum við að vera meðvituð um aðstæður í heiminum hverju sinni og getur til dæmis veðurfar spilað stórt hlutverk og haft veruleg áhrif á gæði uppskerunnar. Við þurfum að vera tilbúin að bregðast við og leita nýrra birgjasambanda ef uppskerubrestur verður. Órofin kælikeðja frá ræktendum um allan heim til okkar, oft í bylmingssjó yfir Atlantshafið, getur haft mikil áhrif á gæði varanna. Þessar áskoranir kalla oft á lausnamiðaða hugsun og yfir henni búa starfs- menn Banana svo sannarlega.“ Tækni spilar lykilhlutverk Jóhanna segir tæknilausnir spila mikilvægt hlutverk í fyrirtæki eins og Banönum. „Við höfum verið að marka okkur skýra stafræna stefnu fyrir næstu árin þar sem tækni kemur til með að gegna veigamiklu hlut- verki í okkar rekstri. Fyrirtækið var komið í talsverða tækniskuld og erum við að uppfæra grunn- kerfin okkar ásamt því að innleiða fjölda nýrra kerfa sem auðvelda okkur meðal annars birgða- stýringu, gæðastjórnun, þjálfun og mælingar á ánægju starfsmanna. Einnig erum við að innleiða róbóta í innkaupa- og fjármálaferlum ásamt vinnslu gagna. Við erum einnig að hefja vinnu við smíði á vefverslun fyrir veit- ingamarkaðinn sem opnar von- andi á þessu ári. Hún mun bæta þjónustu okkar verulega þar sem við verðum þá opin allan sólar- hringinn fyrir pöntunum, sem er orðin sjálfsögð krafa viðskiptavina okkar.“ Samfélagsleg ábyrgð Jóhanna segir að samfélagsleg ábyrgð sé starfsmönnum fyrir- tækisins hugleikin „enda erum við þjóðhagslega mikilvæg þegar kemur að því að sjá landsmönnum fyrir hollum ávöxtum, grænmeti og berjum. Um 30% af fram- leiddum mat í heiminum í dag er hent. Bananar leggja mikla áherslu á að lágmarka sóun í innkaupum og birgðastýringu og þannig höfum við bein áhrif á matarsóun í heiminum. Við höfum markað okkur stefnu í sjálf bærni og felast meginstoðirnar í að draga úr vöru- og matarsóun í aðfangakeðjunni, rækta gott og fjölbreytt starfsum- hverfi með áherslu á jafnrétti á vinnustað og tryggja að stjórnar- hættir séu ávallt til fyrirmyndar og í samræmi við lög og reglur.“ Allir starfsmenn eiga jafna möguleika Embla Grétarsdóttir, mannauðs- stjóri Banana, segir Banana vera alþjóðlegan vinnustað þar sem áhersla sé lögð á jafnrétti hvort sem það sé á milli kynja, þjóðerna eða annarra þátta. „Bananar hafa verið með jafn- launastefnu í nokkur ár og við förum reglulega í jafnlaunavottun. Við viljum tryggja að allir eigi jafna möguleika í starfi og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn- verðmæt störf. Jafnframt leggjum við áherslu á að allir hafi sömu tækifæri til starfsþróunar, náms og fræðslu. Fyrirtækið hefur líka skýra eineltis-, of beldis-, áreitnis- og áreitistefnu og aðgerðaáætlanir til að bregðast við ef slík tilfelli koma upp á vinnustaðnum.“ Fjölbreyttur vinnustaður Hjá Banönum starfa um 100 starfsmenn og eru um 30% þeirra konur. Í söludeild og vöruhúsi fyrirtækisins starfa nær eingöngu karlmenn en aðrar deildir hafa jafnari kynjahlutföll. Í fram- leiðsludeildinni er hæsta hlutfall kvenna eða 60% starfsmanna. Á skrifstofu fyrirtækisins eru um 40% starfsmanna konur og sama hlutfall er í framkvæmdaráði fyrirtækisins. „Við erum mjög meðvituð um að reyna að jafna kynjahlutföllin í fyrirtækinu en stundum getur það verið áskorun hreinlega vegna eðli starfanna. Einn mesti styrkleiki Banana eru starfsmenn fyrir- tækisins sem leggja sig fram við að skapa góðan starfsanda sem einkennist af samvinnu, virðingu og fjölbreytni.“ Embla segir konur og karla hafa jafna möguleika til starfsframa innan fyrirtækisins. „Við metum fólk eftir framlagi, hæfni og getu en ekki kyni eða uppruna. Við erum með fjölmörg dæmi þess að góðir starfsmenn hafi fengið möguleika til að þróast í starfi og jafnvel fengið stjórnendastöður í fyrirtækinu. Við horfum ekki sér- staklega til kyns í ráðningum þar sem við veitum öllum sömu tæki- færi en að sjálfsögðu væri gaman að ná að jafna kynjahlutfallið í framtíðinni“. n Hjartað í lýðheilsu Íslendinga Konurnar í framkvæmdaráði Banana. Þær eru frá vinstri: Guðbjörg Helgadóttir fjármálastjóri, Steingerður Þorgilsdóttir gæðastjóri, Jóhanna Þorbjörg Jónsdóttir framkvæmdastjóri og Embla Grétars- dóttir mannauðsstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI kynningarblað 29FIMMTUDAGUR 26. janúar 2023 Félag kvenna Í atvinnulÍFinu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.