Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 47
 Það er þessi fjölbreyti- leiki sem veldur því að ég hef gaman af því að starfa á fjármála- markaði. Starfið er lifandi og áhugavert og tengist inn í flest svið sam- félagsins. Halldóra Skúladóttir er svo heppin að starfa við það sem hún hefur áhuga á og nýtur sín í starfi. Hún hefur verið iðin við að þróa sig og efla í starfi með því að auka við sig menntun í gegnum tíðina. Halldóra starfar sem forstöðu- maður Eignastýringar Íslands- sjóða. Hún lauk cand.oecon-gráðu í viðskiptafræði af fjármálasviði frá Háskóla Íslands árið 2000 og hefur sú gráða nýst henni vel í hennar vinnu. „Til að efla mig enn frekar og þróa mig hef ég auk þess lokið nokkrum áföngum í Háskóla Íslands á meistarastigi. Að auki hef ég lokið löggildingu í verðbréfaviðskiptum en sú lög- gilding er forsenda þess að geta unnið á verðbréfamörkuðum. Ég er svo heppin að starfa við það sem ég hef áhuga á en ásamt vinnunni eru áhugamálin golf, skíði, ferðalög og útivist,“ segir Halldóra. Starfið er lifandi Segðu aðeins frá starfi ykkar í Eignastýringu Íslandssjóða og hvað það var sem laðaði þig að því að starfa í þessum geira? „Við í Eignastýringu Íslands- sjóða sjáum um að stýra fjár- munum fyrir einstaklinga, Halldóra Skúladóttir, forstöðumaður Eignastýringar Íslandssjóða, nýtur sín í starfi sem er yfirgripsmikið og fjölbreytt. Hún segir stjórnunarstöðuna hafa dýpkað starfið enn frekar. FRÉTTABLAÐIÐ/AnTon BRInk Fjölbreyttar áskoranir í síbreytilegu umhverfi lögaðila og lífeyrissjóði. Starfið er yfirgripsmikið og krefst þess að fylgjast með þróun fjármála- markaða hérlendis og erlendis. Það felst í því að greina þróunina og tækifærin og hafa skoðun á þeim eignaflokkum sem við fjár- festum í. Markmið okkar er alltaf að ná sem bestri áhættuleiðréttri langtímaávöxtun fyrir viðskipta- vini okkar. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á ávöxtun, eins og vextir, verðbólga, afkoma fyrir- tækja, aðgerðir seðlabanka og ríkisstjórna og staða heimsmála og margt f leira. Covid og innrásin í Úkraínu eru nýleg dæmi um meiri háttar atburði sem höfðu mikil áhrif á ávöxtun og mikil ófyrirséð áhrif á fjármálamarkaði. Á sama hátt og það er mikilvægt að fylgjast með afkomu einstakra fyrirtækja og hagkerfa er ekki síður mikil- vægt að fylgjast með breytingum á þjóðfélagsgerðum og pólitískri þróun í löndum sem skipa stóran sess í heimshagkerfinu,“ segir Halldóra og er ávallt jafn ánægð í starfi sínu. „Það er þessi fjölbreytileiki sem veldur því að ég hef gaman af því að starfa á fjármálamarkaði. Starfið er lifandi og áhugavert og tengist inn í f lest svið samfélags- ins. Maður veit aldrei hvernig dagurinn mun þróast.“ Hefur þú ávallt haft brennandi áhuga á því að vera í stjórnunar- stöðu? „Árið 2010 var mér fyrst boðið að leiða eignastýringateymið og var ég þá í miðju fæðingarorlofi. Ég hef frá þeim tíma leitt teymið með einum eða öðrum hætti. Í raun hafði ég ekki sóst eftir stjórnunarstöðu þegar mér bauðst hún en ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um og tók stöðunni þegar hún bauðst. Að vera í stjórnunar- stöðu hefur víkkað enn frekar starf mitt og dýpkað það og hefur áhugi minn á stjórnun því aukist mikið með árunum.“ Aðspurð segir Halldóra að Íslandssjóðir séu með öfluga mannauðsstefnu og mikil áhersla hafi verið lögð á að laða konur til starfa. „Mikil áhersla hefur verið lögð á að jafna hlutföll kvenna og karla síðustu ár hjá Íslands- sjóðum og er staðan mun betri en almennt gerist á fjármálamarkaði. Kynjahlutföllin eru nokkuð jöfn eins og staðan er í dag en konur eru 40% starfsfólks Íslandssjóða.“ Mikilvægt að vera sífellt á tánum Verkefnin og áskoranirnar í eigna- stýringu eru fjölbreytt og stöðugt ný verkefni að takast á við. „Það er mikilvægt í eignastýringu að vera sífellt á tánum, þróast og læra. Það er í raun það sem gerir starfið svo skemmtilegt og spennandi. Því meiri reynslu sem maður öðlast þeim mun öflugri verður maður á þessu sviði. Ég hef til dæmis upplifað mjög fjölbreyttar áskoranir á mörkuðum á þeim tæpu 23 árum sem ég hef starfað á þessum fjármálamarkaði. Í hvert sinn lærir maður eitthvað nýtt sem nýtist manni til að verða enn betri í þessu starfi. Ég væri eflaust löngu hætt ef það væri ekki raunin, það er mjög mikil- vægt að geta alltaf verið að læra og þróast. Síðustu árin hafa ábyrgar fjár- festingar orðið mjög fyrirferðar- miklar á sviði eignastýringar og hefur verið mikil áskorun að þróa aðferðafræði á því sviði. Við erum þó rétt að byrja og ljóst að það á eftir að verða mikil þróun á þessu sviði á næstu árum.“ Getur þú gefið konum góð ráð til að ná settum markmiðum og ná langt í atvinnulífinu? „Það er mikilvægt að hafa trú á sjálfum sér og að vanmeta sig ekki. Ekki hika við að sækja um starf sem þú hefur áhuga á þó þú teljir þig aðeins uppfylla hluta af skilyrðun- um í starfsauglýsingum. Síðan er að sjálfsögðu mikilvægt að leggja sig fram í starfi og láta verkin tala en einnig er, myndi ég segja, áríðandi að byggja upp gott tengslanet.“ n kynningarblað 31FIMMTUDAGUR 26. janúar 2023 Félag kvenna í atvinnulíFinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.