Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 56
Samfélagið gerir skýra kröfu til þess að fyrirtæki hérlendis taki afstöðu til samfélagslegra málefna. Því hefur BYKO sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Umhverfisvitund hefur fylgt BYKO frá stofnun, þegar stofnfé félagsins var af lað með garðrækt í Guðmundarlundi í Kópavogi. BYKO hefur byggt upp stóran skóg í landi Drumboddsstaða þar sem gróðursett hafa verið yfir 130.000 tré af eigendum, starfsfólki og fjöl- skyldum þess, en áætluð binding hans er um 1200 tonn CO2 árlega næstu tíu árin segir Jóna Guðrún Kristinsdóttir, verkefnastjóri á Framþróunarsviði. „Það er mikill vilji og metnaður innan félagsins til að vera leiðandi í sjálf bærni og taka virkan þátt í þeirri þróun sem á sér stað í byggingariðnaði til að sporna við losun og draga úr umhverfisáhrifum bygginga.“ Hulda Júlíana Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, segir BYKO hafa einsett sér að taka virkan þátt og hafa áhrif. Krafan frá samfélaginu sé mjög skýr um að fyrirtæki taki afstöðu til samfélagslegra málefna og því hafi BYKO sjálf bæra þróun að leiðarljósi. „Við getum ekki lengur leyft okkur að halda umræðunni til hliðar í litlum afmörkuðum hópi því þetta snertir okkur öll. Við þurfum að mæta þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða, því þurfum við að auka efnahags- leg verðmæti á sama tíma og við eflum mannréttindi og viðhöld- um gæðum náttúrunnar.“ Hugtakið sjálf bærni tengir ein- mitt saman grunnstarfsemi fyrir- tækja og þá hugsun að búa til virði til langs tíma, bætir Sveinborg Hafliðadóttir mannauðsstjóri við. „Því erum við stanslaust að greina hvaða áhrif starfsemi BYKO hefur á umhverfið, félagslega þætti, menningarlega þætti, siðferði og rekstur. Við vitum að byggingar eru ábyrgar fyrir 40% af orku- notkun og 1/3 af losun gróður- húsalofttegunda á heimsvísu og því verður byggingariðnaðurinn að leggja sitt af mörkum með því að auka sjálf bærni og draga úr loftslagsáhrifum með aðgerðum.“ Vistvænar byggingar og okkar ábyrgð Þær segja starfsfólk BYKO hafa lagt mikla áherslu á að skapa sér þekkingu á vistvottunarkerfum bygginga, ásamt því að greina vöruframboð fyrirtækisins og safna þeim gögnum sem fram- vísa þarf til að tryggja vottun. „Samhliða þessu höfum við sett saman söluteymi fagaðila af öllum sviðum, sem sér til þess að eiga mikilvægt samtal á markaðnum til að tryggja að við höfum yfirsýn yfir þróun, lærum af markaðnum og tryggjum þessi mikilvægu tengsl við alla aðila,“ segir Jóna Guðrún. „Þetta teymi hefur einn- ig staðið fyrir fræðsluerindum, boðað aðila á kynningar, heimsótt fyrirtæki með fræðsluerindi og virkjað þetta mikilvæga samtal.“ „Við viljum leggja okkar af mörkum til að lágmarka kol- efnisspor bygginga,“ bætir Hulda Júlíana við. „Enda erum við hluti af þessari virðiskeðju og gerum okkur grein fyrir því að við berum ábyrgð sem slík. Það var því alveg ljóst í okkar huga þegar kom að því að reisa nýjar höfuðstöðvar á Breiddinni að fylgja eigin ráðum og sannfæringu og byggja vist- vænt. Nú rísa því um 2000 m2 höfuðstöðvar og ætlunin er að byggingin fái BREEAM Excellent vottun. Þetta ferli styrkir okkur enn frekar þegar kemur að ráðgjöf og vali á byggingarefnum.“ Sjálfbærni fyrsta skrefið Sveinborg segir það skipta miklu máli að starfsfólk upplifi BYKO sem góðan vinnustað og lögð sé mikil áhersla á jafnréttis- og fjölbreytileikamál. „Árið 2019 skilgreindi BYKO fimm af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem kjarnamarkmið fyrir félagið og hóf innleiðingu ári síðar, en eitt þeirra markmiða var jafnrétti kynjanna. Þessi vinna markar upphafið í jafnréttisveg- ferð BYKO sem stýrt er af jafn- réttisnefnd félagsins.“ Síðan þá hefur markvisst verið unnið að því að hafa áhrif innan sem utan félagsins, að sögn Svein- borgar. „Rík áhersla hefur verið lögð á fjölbreytileika þar sem við trúum því að með fjölbreyttari hóp náum við betri árangri. Eitt af því sem BYKO hefur framkvæmt sem hluta af jafnréttisvegferð sinni er að styrkja starfsfólk fjár- hagslega til töku á fæðingar- og foreldraorlofi. Gögn okkar sýndu fram á að karlar voru ólíklegri til að taka orlof og ef þeir fóru þá var það alla jafna í stuttan tíma. Með þessu erum við að hvetja öll kyn til þess að nýta sér sinn rétt til fæðingar- og foreldraorlofs.“ Lærdómsrík ferð Í nóvember síðastliðnum bauð BYKO konum sem starfa við eða í kringum mannvirkjageirann í fræðsluferð til Lettlands. Mark- mið ferðarinnar, að sögn Huldu Júlíönu, var að efla tengslanetið og kynna starfsemi BYKO Lat, systurfélags BYKO, á sama tíma og fyrirtækið reynir að styðja við þátttöku kvenna í byggingariðnað- inum. „Þetta var gríðarlega vel heppnuð ferð. Það var svo gaman að sjá hvað það er sem situr eftir, enn meiri samvinna hefur skapast, þekkingarmiðlun og vinskapur. Við höfum farið reglulega í svona ferðir en alltaf með hóp karlmanna enda byggingariðnaðurinn mjög karllægur. Þetta er í fyrsta sinn sem við buðum eingöngu konum og rímar það vel við jafnréttisveg- ferðina sem við erum á.“ Stöðugt hugað að umhverfismálum Þær eru sammála því að BYKO sé stöðugt að huga að umhverfismál- um og að nýta náttúruauðlindir með ábyrgum hætti. „Það gerum við með því að velja umhverfis- vænar vörur í rekstri, við drögum úr magni sorps með aukinni f lokkun og stefnum á pappírs- lausan rekstur innan skamms. Á sama tíma vilja stjórn- endur BYKO hvetja viðskiptavini til að gera það sama og bjóða upp á lausnir með þessa þætti í huga,“ segir Hulda Júlíana. „Á síðasta ári byrjuðum við að taka við rafrænum beiðnum í gegnum Síminn Pay í stað gömlu góðu pappírsbeiðna- bókarinnar. Þetta hljómar eins og eitt lítið skref en þegar við tökum saman öll þessi litlu skref þá kom- umst við áfram. Við viljum gera allt sem við getum til að veita sem besta þjónustu og sem hluta af því veitum við fræðslu í þróun á vistvænum byggingarefnum og aðstoðum við- skiptavininn við að auka skilvirkni og að verða umhverfisvænni.“ Gerum þetta saman Að þeirra sögn verður áskorun ársins 2023 þriðja stoð sjálf bærn- innar, eða birgjar fyrirtækisins. „Til að geta náð markmiðum um sjálf bærni verðum við líka að skoða aðfangakeðjuna og hafa áhrif á birgja okkar. Þetta snýr ekki einungis að vöruframboði heldur vinnu- og mannréttindum og því mikilvægt að fyrirtæki setji sér siðareglur og geri kröfur á birgja sína,“ segir Jóna Guðrún. „Einnig munum við fara af stað með þróunarvinnu varðandi hringrásarhagkerfið og hvað við getum gert til að tryggja hringrás sem efnissali og aðili á bygginga- markaði. Þetta munum við vinna út frá fjölmörgum tillögum og ábendingum sem við höfum fengið frá viðskiptavinum okkar ásamt því að horfa til þess sem aðilar um allan heim eru að gera í þessum málum.“ Sveinborg segir þetta því ósköp einfalt í huga starfsfólks BYKO. „Félög þurfa að taka meðvitaða ákvörðun um sjálf bærni, setja sér stefnu, innleiða hana og fylgja eftir. Það er auðvelt að skrifa stefnuna en fyrirtæki þurfa að sýna í verki að þeim sé alvara með vegferðinni.“ n Í nóvember bauð BYKO konum sem starfa í mannvirkjageiranum í fræðsluferð til Lettlands. MYND/BYKO F.v. eru Hulda Júlíana Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, Jóna Guðrún Kristinsdóttir, verkefnastjóri fyrir vistvottanir og vistvænt vöruframboð og Sveinborg Hafliðadóttir mannauðsstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sjálfbærni er ákvörðun Það er mikill vilji og metnaður innan félagsins til að vera leiðandi í sjálfbærni og taka virkan þátt í þeirri þróun sem á sér stað í byggingariðnaði. Jóna Guðrún Kristinsdóttir 40 kynningarblað 26. janúar 2023 FIMMTUDAGURFélag kvenna í atvinnulíFinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.