Fréttablaðið - 26.01.2023, Page 58

Fréttablaðið - 26.01.2023, Page 58
 Það sem maður sér of oft er hve álag og streita er gegnum- gangandi og alltum- lykjandi. Það sem einkennir Guðnýju Reimarsdóttur umfram annað er að hún er mikil fjölskyldumanneskja, með mikla frumkvöðlabakteríu og veit ekkert skemmtilegra en að finna nýja vinkla og þróa verkefni áfram. Guðný er framkvæmdastjóri hjá Virkri vitund ehf. Guðný útskrifaðist sem sjúkraliði 1983, tók síðan viðskiptafræði í Háskóla Íslands í framhaldi af því og lauk MBA-námi frá HR 2008 þar sem hún lagði sérstaka áherslu á frumkvöðlafræði og frum- kvöðlafjármál. Árið 2012 fór hún síðan í nám hjá Íslandsstofu sem heitir Útflutningur og hagvöxtur, til að kynna sér markaðssetningu á erlendum mörkuðum. Frá árinu 2013 og til dagsins í dag hefur Guðný verið að kynna sér sérstak- lega afleiðingar álags og streitu á stjórnendur, með áherslu á að finna hvað geti komið í veg fyrir að þær/þeir kikni undan álagi og brenni út. Elskar að lesa Guðnýju hefur tekist vel upp að samtvinna fjölskyldulíf og vinnu þar sem hún hefur náð að rækta áhugamál sín af natni. „Ég elska að lesa og les helst bækur sem hafa eitthvað með mannlegt eðli að gera. Raf- og hljóðbækur finnst mér algjör snilld, því þá get ég tekið með mér bókasafnið hvert sem ég fer. En auk þess er ég alltaf með eina góða bók í takinu um heimspeki. Gönguferðir í nátt- Guðný Reimarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Virkri vitund, er með mikla frumkvöðlabakteríu og veit ekkert skemmtilegra en að finna nýja vinkla og þróa verkefni áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR úrunni með fjölskyldunni og hundinum okkar er eitt af því sem ég virkilega nýt þess að gera, en þegar við náum því ekki erum það ég og Loki sem göngum saman.“ Hefur þú alltaf haft brennandi áhuga á því að vera í stjórnunar- stöðu? „Ég hef verið framkvæmda- og fjármálastjóri frá því að ég byrjaði minn starfsferil og ýmist stofnað mín eigin fyrirtæki eða stofnað fyrirtæki í félagi við aðra. Inn á milli hef ég starfað sem fjár- málastjóri fyrir ýmis fyrirtæki og komið að breytingastjórnun og endurskipulagningu rekstrar hjá þónokkrum.“ Segðu okkur aðeins frá starfi þínu hjá Virkri vitund og hvað það var sem laðaði þig að því að starfa í þessum geira? „Ég hef unnið í fjölda ára með stjórnendum sem stýra litlum frumkvöðlafyrirtækjum og upp í að vinna með stjórnendum alþjóðlegra stórfyrirtækja, bæði hér á landi, annars staðar í Evrópu og í Asíu. Það sem maður sér of oft er hve álag og streita er gegnum- gangandi og alltumlykjandi. Frá 2013 og til dagsins í dag hef ég verið að kynna mér sérstak- lega afleiðingar álags og streitu á stjórnendur, með áherslu á að finna hvað geti komið í veg fyrir að þær/þeir kikni undan álagi og brenni út. Markmiðið hefur verið að finna hvað hefur afgerandi áhrif umfram annað og hvaða aðferða- fræði er best til að koma í veg fyrir, eða snúa við, áhrifum óhóflegs álags. Í dag er lögð mikil áhersla á leiðtogafærni stjórnenda en þá þurfum við líka að geta verið góðir leiðtogar fyrir okkur sjálf, en það vill gleymast eða mæta afgangi. Síðan 2018 hef ég verið að sann- reyna og fínpússa þá aðferðafræði sem hefur skilað mestum árangri og skipuleggja námskeið hjá Virkri vitund sem hefjast nú í febrúar.“ Atferlisfjármál sérstaklega mikilvæg Er Virk vitund með öf luga mann- auðsstefnu sem laðar konur til starfa og hvetur þær áfram á framabrautinni? „Sú rannsóknar- og þróunar- vinna sem hefur verið í gangi hjá Virkri vitund hefur ekki krafist annars vinnuframlags en ég hef innt af hendi ásamt samstarfsfólki í öðrum fyrirtækjum. En í öllum þeim stjórnendastörfum sem ég hef sinnt, hef ég alltaf haft það að markmiði að gefa af mér og þjálfa starfsfólk mitt og samstarfsfólk í að finna hvar því líður vel og hvernig það getur náð lengra.“ Aðspurð segir Guðný að mark- hópur þeirra sé fólk í ábyrgðar- stöðum og þau notfæri sér fyrst og fremst stafræna markaðssetningu og samfélagsmiðla til að ná til fólksins. Virk vitund hefur undirbúið verkefnin á nýju ári vel og boðið verður upp á nýjungar í takti við tíðarandann til að styrkja fólk í ábyrgðarstöðum enn frekar. „Það sem er nýtt og við ætlum að leggja sérstaka áherslu á er: Atferlisfjármál, Frumkvöðlafjár- mál og námskeiðið Okkar eigin leiðtogar,“ segir Guðný. „Atferlis- fjármál eru sérstaklega mikilvæg vegna þess að það skiptir ekki endilega máli hvort viðkomandi einstaklingur eða fyrirtæki hafi nauman eða rúman fjárhag. Hugsunarháttur okkar, tilfinn- ingar og umhverfi hefur meiri áhrif á ákvarðanatöku okkar en við gerum okkur grein fyrir þegar við erum að taka fjárhagslegar ákvarðanir. Það er lögð mikil áhersla á frumkvöðlastarfsemi og hversu mikilvæg hún er fyrir frum- kvöðlana og þjóðfélagið í heild. En 70–80% ná ekki árangri. Hverjar eru afleiðingarnar af því? Hvernig má komast hjá því að lenda þar eða ná mjúkri lendingu, svo það sé hægt að hefja sig aftur til f lugs. Námskeiðið Okkar eigin leiðtogar byggir á aðferðafræði sem leggur til grundvallar að þú finnir þinn eigin kjarna og drifkraft og þú færð verkfærakistu með tólum og tækni til að þjálfa upp færni til að mæta álagi og áföllum og minnka líkur á að lenda í kulnun.“ Getur þú gefið konum góð ráð til að ná settum markmiðum og ná langt í atvinnulífinu? „Margar konur ná langt í atvinnulífinu en of margar brenna út eða hætta löngu áður en karlkyns félagar okkar gera. Við þurfum að staldra við og gefa okkur tíma til að skilja hver er kjarninn í okkur og hvort sú framabraut sem við veljum hverju sinni sé í samræmi við okkar innri þarfir.“ n Að finna sinn eigin kjarna og drifkraft 42 kynningarblað 26. janúar 2023 FIMMTUDAGURFélAg kvennA í AtvinnulíFinu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.