Fréttablaðið - 26.01.2023, Side 60

Fréttablaðið - 26.01.2023, Side 60
Ráðgjafarfyrirtækið Poway ehf. var stofnað árið 2009 þegar Ásta Björk Matthías- dóttir, annar eigandi félags- ins, var í mastersnámi í Kaliforníu og bjó í borginni Poway. Poway ehf. byggir á áratuga reynslu af fjármálum, stjórnun, rekstri og endurskipulagningu fyrirtækja. „Við trúum því að það sé alltaf svigrúm til að bæta reksturinn,” segir Ásta Björk og bætir við að áherslan sé á lítil og meðalstór fyrirtæki. „En annars eru allir vel- komnir.“ Ein aðalþjónusta Poway er í formi Fjármálastjóra til leigu í lengri eða styttri tíma. „Slík þjónusta hentar margs konar fyrirtækjum sem vilja nýta sér þekkingu reynds fjármálastjóra en hafa ekki tök á að hafa slíkan starfsmann í fullu starfi,“ segir Ásta. „Fyrirtæki geta nýtt sér þjónustu okkar og fengið fjár- málastjóra í hlutastarf og/eða tímabundna ráðgjöf og þá er fyrirtækið komið með 100 pró- senta þekkingu í hlutastarf eða tímabundið.“ Poway veitir fjölbreytta ráðgjöf á sviði rekstrar og fjármála. „Það er alltaf gott að fá utanaðkomandi aðila til að skoða reksturinn og koma með tillögur að úrbóta- verkefnum og jafnvel fylgja þeim eftir,“ segir Ásta. „Við sjáum ekki um að færa bókhald, en hjá okkur er mikil þekking á færslu bókhalds sem við nýtum til þess að fara inn í fyrirtæki og skoða hvort ekki sé hægt að einfalda reksturinn eða gera tölurnar aðgengilegri fyrir stjórnendur. Við tökum einnig að okkur að þjálfa bókara í að gera stjórnenda- skýrslur, en oft innihalda kerfin sem unnið er með ýmiss konar gagnleg mælaborð sem eru lítið sem ekkert notuð. Það er mikil- vægt að æðstu stjórnendur hafi tölurnar um reksturinn ávallt uppfærðar svo hægt sé að grípa inn í um leið og tölurnar öskra á athygli.“ Fjölbreytt ráðgjöf En þjónusta Poway nær yfir stærra svið. „Við höfum mikla reynslu af innleiðingu nýrra tölvukerfa og getum veitt ýmiss konar aðstoð og þjálfun starfsmanna í inn- leiðingarferlinu. Einnig höfum við tekið að okkur að þjálfa starfsfólk sem hefur ekki fengið nægilega kennslu á tölvukerfi og/eða tekur við af starfsfólki sem ekki nýtti kerfin nægilega vel vegna van- þekkingar.“ Þá getur Poway líka aðstoðað við birgðastjórnun. „Eitt af því sem fyrirtæki verða að veita meiri athygli er birgðir og birgðastýring, það er mikil fjár- binding í birgðum svo samsetning þeirra verður að vera í lagi. Fram- legðin er annar þáttur sem þarf að vera í lagi í rekstrinum. Við höfum verið að gera greiningar og komið með úrbætur sem geta aðstoðað stjórnendur í að hafa betri yfirsýn.“ Fyrir utan allt þetta veitir Poway ráðgjöf við gerð fjárhagsáætlana og aðstoðar við að gera kynningarefni og samskipti vegna fjármögnunar. „En umfram allt er best að halda þessu öllu einföldu og ekki vera að flækja málin. Stjórnendur gera það sem þeir eru bestir í og við hjálpum þeim með hitt,“ segir Ásta Björk að lokum. Nánari upplýsingar má nálgast á www.poway.is Alltaf svigrúm til að bæta reksturinn Ásta Björk Matthíasdóttir er annar eigandi Poway sem var einmitt stofnað í borginni Poway í Kaliforníu. mynd/aðsend Umfram allt er best að halda þessu öllu einföldu og ekki vera að flækja málin. Stjórn- endur gera það sem þeir eru bestir í og við hjálp- um þeim með hitt. Ásta Björk Matthíasdóttir Ásdís Ósk Valsdóttir löggilt- ur fasteignasali er stofnandi og eini eigandi fasteigna- sölunnar Húsaskjóls. Ásdís hefur starfað við fasteigna- sölu í 20 ár. Hún er menntaður kerfisfræðingur, með BA-gráðu í spænsku og sagnfræði og hefur einnig tekið fjölda námskeiða í markaðsmálum og markaðssetn- ingu á samfélagsmiðlum. „Við erum leiðandi á mörgum sviðum,“ segir Ásdís og bætir við: „Við sem störfum hér erum öll í skýinu og erum að vinna heima. Við erum stafrænt þjónustufyrir- tæki og á tveimur árum höfum við farið úr því að vera hefðbundin fasteignasala í það að vera græn fasteignasala í skýinu,“ segir Ásdís. Covid neyddi okkur í breytingar „Covid-faraldurinn neyddi okkur til að fara aðrar leiðir og þegar allir voru sendir heim til að vinna áttuð- um við okkur á því að það hentaði okkur miklu betur að vinna heima heldur en að vera niðurnjörvuð á stórri skrifstofu með viðveru. Fasteignasala er tarnavinna og vinnan er að mestu unnin utan skrifstofunnar. Við hjá Húsaskjóli vorum mjög samstíga hvað þetta varðar og í dag er samningadeildin með skrifstofu þar sem við höldum kaupsamninga og afsöl og einnig er skrifstofuherbergi til staðar ef fólk er orðið leitt á því tímabundið að vinna heima. Við nýtum okkur Zoom-fundi fyrir verðmöt og hitt- umst að minnsta kosti einu sinni í viku á stefnumótunarfundum eða tökum sameiginlegan hádegismat,“ segir Ásdís. Ásdís Ósk segir að Húsaskjól hafi aðeins verið byrjað á þessari veg- ferð. „Það var hjá mér ungur lög- fræðingur, Ólafur Þorri. Hann hafði frumkvæði að því að við fórum að nota rafrænar undirritanir og við vorum langfyrsta fasteignasalan til að nýta okkur þær. Einnig setti hann upp fyrsta rafræna upplýs- ingabæklinginn okkar.“ Heildarupplýsingakerfi Ásdís Ósk hefur hannað heildar- upplýsingakerfi fyrir Húsa- skjól sem á sér enga hliðstæðu á íslenskum fasteignamarkaði. Kaupendur bóka sig í tíma í opið hús og fá sendan upplýsingabækl- ing. Þar er hægt að stýra hversu margir koma í opið hús á sama tíma og það eru því aldrei stórir hópar í einu. „Kaupendur eru mjög ánægðir með þetta fyrirkomulag þar sem þeir fá mun meira næði til að skoða eignina. Þeir geta líka skoðað upplýsingabæklinginn áður en þeir mæta í opið hús og eru því mun upplýstari um ástand eignarinnar. Seljendur sjá hversu margir eru bókaðir í opið hús og hversu margir mættu og fá upplýsingar um hvernig kaupendum leist á eignina. Öll samskipti á milli seljanda og fasteignasala fara þarna í gegn og því auðvelt að hafa yfirsýn yfir söluferlið.“ Húsaskjól býður upp á fjóra mismunandi sölupakka þar sem seljendur geta valið sér það þjón- ustustig sem þeim hentar. Gull- pakki Húsaskjóls er langvinsælasti sölupakkinn. Það er gífurlega mikil þjónusta og markaðssetning innifalin í honum og hann hentar einnig mjög vel þeim sem eiga eftir að kaupa þar sem kaupendaþjón- usta er innifalin í þeim sölupakka. „HomePin er kaupendaþjón- ustukerfið okkar. Þarna geta kaupendur haldið utan um allar þær eignir sem þeir hafa áhuga á að skoða, sett inn athugasemdir, vistað niður skjöl sem tengjast eigninni og átt í samskiptum við sinn fasteignasala hjá Húsaskjóli um eignina og fengið ráðgjöf með kaupverð og kauptilboð. Nýjasta kerfið okkar er Verð- saga. Þetta er leitarvél í öllum þing- lýstum kaupsamningum frá 2006. Allir geta nýtt sér hana og hægt er að leita eftir póstnúmerum, eignategund, byggingarári og stærð. Það er síðan hægt að fram- reikna alla kaupsamninga til að sjá hvað til dæmis eign sem seldist fyrir þremur árum hefur hækkað í verði,“ segir Ásdís. Eru virk á samfélagsmiðlum Ásdís segir að Húsaskjól sé stöðugt að bæta við kerfin og markmiðið er að gera fasteignaviðskipti gegn- særri og skilvirkari. „Við erum eina fasteignasalan sem er með sjálfstæða greiningar- deild og sendum frá okkur reglu- legar greiningar um fasteigna- markaðinn og einnig erum við mjög virk á samfélagsmiðlum og setjum inn fróðleiksmola um fast- eignamarkaðinn og góð ráð fyrir bæði kaupendur og seljendur. Við hjá Húsaskjóli teljum það vera okkar samfélagslegu ábyrgð að miðla öllum þeim upplýs- ingum sem við megum áfram til kaupenda og seljenda til að gera fasteignaviðskipti skiljanlegri og gegnsærri og auðvelda öllum í fasteignaviðskiptum að taka upp- lýstar ákvarðanir. Við viljum taka giskið út úr fasteignaviðskiptum,“ segir Ásdís. n Græn fasteignasala í skýinu  Ásdís Ósk Valsdóttir, eigandi fasteignasölunnar Húsaskjóls, hannaði heildar- upplýsingarkerfi fyrir Húsaskjól sem á sér enga hliðstæðu á íslenskum fasteignamarkaði. FRÉTTaBLaðIð/sTeFÁn Við erum eina fasteignasalan sem er með sjálfstæða grein- ingardeild og sendum frá okkur reglulegar grein- ingar um fasteignamark- aðinn. Ásdís Ósk Valsdóttir 44 kynningarblað 26. janúar 2023 FIMMTUDAGURFélAG kvennA í AtvinnulíFinu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.